Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 11. júlí 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Alex Freyr: Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin
Lengjudeildin
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var klaufaskapur hjá okkur framan af," sagði Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við náum ekki að keyra upp tempóið eins og við viljum í fyrri hálfleik og gefum þeim mark. Seinna markið þeirra er bara það sama eiginlega, klaufaskapur hjá okkur."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

ÍBV minnkaði muninn í 2-1 nánast um leið og Þróttur hafði skorað sitt seinna mark, en þeir náðu ekki að fylgja því nægilega vel eftir.

„Það er margt sem dettur ekki. Við fáum 2-3 fín færi og góðar stöður, við eigum klárlega að fá víti og mér finnst mega taka umræðuna með brotið sem markvörðurinn þeirra fær. Það er margt sem dettur ekki með okkur. Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin, svo pirraður var maður."

„Þetta er bara eins og þetta er. Mér fannst vera alltof margir dómar sem féllu með þeim, en svo voru líka bara hlutir sem voru ekki að ganga upp fyrir okkur. Það er ekki hægt að klína öllu á einhverja aðra en þetta gekk ekki upp í dag."

ÍBV hafði verið á góðu skriði fyrir þennan leik en Alex er bjartsýnn á framhaldið. „Maður er ekkert eðlilega mótíveraður eftir svona vitleysisgang," sagði Alex.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner