Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 11. júlí 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Alex Freyr: Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin
Lengjudeildin
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var klaufaskapur hjá okkur framan af," sagði Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við náum ekki að keyra upp tempóið eins og við viljum í fyrri hálfleik og gefum þeim mark. Seinna markið þeirra er bara það sama eiginlega, klaufaskapur hjá okkur."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

ÍBV minnkaði muninn í 2-1 nánast um leið og Þróttur hafði skorað sitt seinna mark, en þeir náðu ekki að fylgja því nægilega vel eftir.

„Það er margt sem dettur ekki. Við fáum 2-3 fín færi og góðar stöður, við eigum klárlega að fá víti og mér finnst mega taka umræðuna með brotið sem markvörðurinn þeirra fær. Það er margt sem dettur ekki með okkur. Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin, svo pirraður var maður."

„Þetta er bara eins og þetta er. Mér fannst vera alltof margir dómar sem féllu með þeim, en svo voru líka bara hlutir sem voru ekki að ganga upp fyrir okkur. Það er ekki hægt að klína öllu á einhverja aðra en þetta gekk ekki upp í dag."

ÍBV hafði verið á góðu skriði fyrir þennan leik en Alex er bjartsýnn á framhaldið. „Maður er ekkert eðlilega mótíveraður eftir svona vitleysisgang," sagði Alex.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner