Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 11. ágúst 2022 20:57
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Smári: Gott fyrir alla að fara inn í klefann fagnandi loksins
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH var ánægður með lið sitt eftir að þeir unnu 4-2 gegn Kórdrengjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

„Tilfinningin er mjög góð, kannski ef maður á að vera mjög krítískur þá gerðum við lífið okkur svolítið erfitt í dag. Við vorum með yfirhöndina og vissum að við myndum vera mestmegnis með boltan en við gefum færi á okkur og þetta var alveg hörkuleikur. Ánægjulegt að koma inn í hálfleik 3-2 yfir og svo í rauninni eins og við töluðum um í hálfleik að spila boltanum eins mikið og við getum, hreyfa boltan, láta þá hlaupa á eftir okkur og fjórða markið myndi koma að sjálfu sér."

Það er töluvert langt síðan FH vann síðast þannig þessi sigur hlýtur að gefa liðinu heilmikið.

„Ég held að það sé gott fyrir alla, gott fyrir klefann, gott fyrir leikmenn að fá þá tilfinningu bara að fara inn í klefan fagnandi loksins. Það gefur okkur ekki mikið annað en gleði tilfinningu í kvöld og svo byrja á morgun að undirbúa okkur fyrir smá stríð í Vestmannaeyjum á sunnudaginn."

Vuk Oskar meiðist í upphitun og svo þarf Gunnar Nielsen og Eggert Gunnþór að fara útaf í hálfleik vegna meiðsla.

„Vuk fann aðeins til og hann gat ekki sagt mér að hann væri 100% þannig að við vildum ekki taka neina áhættu og sama má segja um Eggert og Gunna. Gunni var ekki nógu öruggur og er með smávægileg hnémeiðsl, Eggert aftan í lærinu þannig við bara treystum því að menn séu klárir og þeir voru það svo sannarlega þeir sem komu inn í liðið hvort sem það var Máni (Austmann) sem byrjaði fyrir Vuk eða strákarnir sem komu inn á í hálfleik, þeir voru bara klárir í verkefnið."

Steven Lennon skoraði þrennu í dag en hefur ekki skorað mikið á tímabilinu. Þetta er þá vonandi fyrir hann og FH liðið byrjunin á fleiri mörkum fyrir hann.

„Ég hef svo sem aldrei efast um hann og að hann muni skora mörk. Auðvitað er erfitt fyrir framherja alveg sama hver þú ert og hvar þú spilar þegar líður of langur tími milli marka en ég hef alltaf haft trú á því að allt í einu myndi þetta springa og vonandi er þetta bara upphafið á fullt af mörkum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir