Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 11. september 2021 16:46
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Aron: Ég er ekkert að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er vægast sagt sæt. Við settum okkur markmið þegar ég kom hingað í desember og það er bara yndislegt að klára þetta núna,“
Sagði sigurreifur fyrirliði ÍBV Eiður Aron Sigurbjörnsson aðspurður um tilfinninguna eftir að ÍBV tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 3-2 sigri á liði Þróttar á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Eyjamenn byrjuðu þetta Íslandsmót ekkert sérlega vel og voru sumir á því að liðið væri ekki kandidat í það að berjast um sæti í deild þeirra bestu. Gerir það það ennþá sætara fyrir Eið og liðsfélaga hans að sýna þeim sem ekki höfðu trú á þeim að þeir höfðu rangt fyrir sér?

„Já bæði og. Við vorum bara að hugsa um okkur sjálfa. Við byrjuðum mótið ekkert frábærlega og ég spilaði frekar illa fyrstu leikina. Ég veit ekki hvort maður var að vanmeta deildina eða eitthvað þannig en mér finnst við svo sem ekkert hafa spilað frábærlega í allt sumar. Við vorum bara þéttir fyrir og sýndum fína liðsframmistöðu sem er það sem er að skila þessu Pepsi sæti.

Eiður sem gekk aftur til liðs við ÍBV fyrir þetta tímabil var því næst spurður hvort hann ætlaði að taka slaginn að ári með ÍBV.

„Já það er klárt mál. Ég er ekkert að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi en ef eitthvað spennandi kæmi upp væri maður vitleysingur að skoða það ekki en eins og staðan er núna þá er ég að fara að spila með ÍBV.“

Allt viðtalið við Eið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner