Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 11. september 2021 16:46
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Aron: Ég er ekkert að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er vægast sagt sæt. Við settum okkur markmið þegar ég kom hingað í desember og það er bara yndislegt að klára þetta núna,“
Sagði sigurreifur fyrirliði ÍBV Eiður Aron Sigurbjörnsson aðspurður um tilfinninguna eftir að ÍBV tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 3-2 sigri á liði Þróttar á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Eyjamenn byrjuðu þetta Íslandsmót ekkert sérlega vel og voru sumir á því að liðið væri ekki kandidat í það að berjast um sæti í deild þeirra bestu. Gerir það það ennþá sætara fyrir Eið og liðsfélaga hans að sýna þeim sem ekki höfðu trú á þeim að þeir höfðu rangt fyrir sér?

„Já bæði og. Við vorum bara að hugsa um okkur sjálfa. Við byrjuðum mótið ekkert frábærlega og ég spilaði frekar illa fyrstu leikina. Ég veit ekki hvort maður var að vanmeta deildina eða eitthvað þannig en mér finnst við svo sem ekkert hafa spilað frábærlega í allt sumar. Við vorum bara þéttir fyrir og sýndum fína liðsframmistöðu sem er það sem er að skila þessu Pepsi sæti.

Eiður sem gekk aftur til liðs við ÍBV fyrir þetta tímabil var því næst spurður hvort hann ætlaði að taka slaginn að ári með ÍBV.

„Já það er klárt mál. Ég er ekkert að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi en ef eitthvað spennandi kæmi upp væri maður vitleysingur að skoða það ekki en eins og staðan er núna þá er ég að fara að spila með ÍBV.“

Allt viðtalið við Eið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner