Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 11. september 2021 16:46
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Aron: Ég er ekkert að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er vægast sagt sæt. Við settum okkur markmið þegar ég kom hingað í desember og það er bara yndislegt að klára þetta núna,“
Sagði sigurreifur fyrirliði ÍBV Eiður Aron Sigurbjörnsson aðspurður um tilfinninguna eftir að ÍBV tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 3-2 sigri á liði Þróttar á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Eyjamenn byrjuðu þetta Íslandsmót ekkert sérlega vel og voru sumir á því að liðið væri ekki kandidat í það að berjast um sæti í deild þeirra bestu. Gerir það það ennþá sætara fyrir Eið og liðsfélaga hans að sýna þeim sem ekki höfðu trú á þeim að þeir höfðu rangt fyrir sér?

„Já bæði og. Við vorum bara að hugsa um okkur sjálfa. Við byrjuðum mótið ekkert frábærlega og ég spilaði frekar illa fyrstu leikina. Ég veit ekki hvort maður var að vanmeta deildina eða eitthvað þannig en mér finnst við svo sem ekkert hafa spilað frábærlega í allt sumar. Við vorum bara þéttir fyrir og sýndum fína liðsframmistöðu sem er það sem er að skila þessu Pepsi sæti.

Eiður sem gekk aftur til liðs við ÍBV fyrir þetta tímabil var því næst spurður hvort hann ætlaði að taka slaginn að ári með ÍBV.

„Já það er klárt mál. Ég er ekkert að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi en ef eitthvað spennandi kæmi upp væri maður vitleysingur að skoða það ekki en eins og staðan er núna þá er ég að fara að spila með ÍBV.“

Allt viðtalið við Eið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner