„Hún er vægast sagt sæt. Við settum okkur markmið þegar ég kom hingað í desember og það er bara yndislegt að klára þetta núna,“
Sagði sigurreifur fyrirliði ÍBV Eiður Aron Sigurbjörnsson aðspurður um tilfinninguna eftir að ÍBV tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 3-2 sigri á liði Þróttar á Hásteinsvelli í dag.
Sagði sigurreifur fyrirliði ÍBV Eiður Aron Sigurbjörnsson aðspurður um tilfinninguna eftir að ÍBV tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 3-2 sigri á liði Þróttar á Hásteinsvelli í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 2 Þróttur R.
Eyjamenn byrjuðu þetta Íslandsmót ekkert sérlega vel og voru sumir á því að liðið væri ekki kandidat í það að berjast um sæti í deild þeirra bestu. Gerir það það ennþá sætara fyrir Eið og liðsfélaga hans að sýna þeim sem ekki höfðu trú á þeim að þeir höfðu rangt fyrir sér?
„Já bæði og. Við vorum bara að hugsa um okkur sjálfa. Við byrjuðum mótið ekkert frábærlega og ég spilaði frekar illa fyrstu leikina. Ég veit ekki hvort maður var að vanmeta deildina eða eitthvað þannig en mér finnst við svo sem ekkert hafa spilað frábærlega í allt sumar. Við vorum bara þéttir fyrir og sýndum fína liðsframmistöðu sem er það sem er að skila þessu Pepsi sæti.
Eiður sem gekk aftur til liðs við ÍBV fyrir þetta tímabil var því næst spurður hvort hann ætlaði að taka slaginn að ári með ÍBV.
„Já það er klárt mál. Ég er ekkert að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi en ef eitthvað spennandi kæmi upp væri maður vitleysingur að skoða það ekki en eins og staðan er núna þá er ég að fara að spila með ÍBV.“
Allt viðtalið við Eið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir