Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 11. október 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég væri betri ef við hefðum unnið leikinn, en ég er sáttur með mína innkomu og hversu góðir við vorum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk," sagði Logi Tómasson, hetja kvöldsins, eftir jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli.

Logi minnkaði muninn í 1-2 með glæsilegu skoti, fyrsta landsliðsmarkið á ferlinum, og átti svo risastóran þátt í jöfnunarmarkinu sem er skráð sjálfsmark á markvörð Wales.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við pressuðum þá út um allan völl og gerðum vel við boltann í nánast hvert einasta skipti sem við fengum hann. Við vorum með meðbyr."

Kemur þú inn til að breyta leiknum sjálfur?
„Nei, ekkert þannig, ég er náttúrulega bara bakvörður þannig markmiðið er að koma inn og fá allavega ekki á sig annað mark og reyna breyta leiknum eins og maður getur. Ég ímyndaði mér ekki tvö mörk eða eitt og hálft. Þetta er bara bónus."

Um fyrra markið, utanfótar snudda
„Ég hitti boltann vel, sá að hornið var autt. Ég er bara sáttur. Já já, ég hef oft gert þetta, vanur að skora svona mörk á æfingum og stundum í leikjum."

Um seinna markið
„Ég var að reyna pota boltanum á Orra og boltinn er á leiðinni á Orra svo blakar markmaðurinn boltanum inn og sætt að hann endar inni. Ég ætlaði að gefa Orra mark, hann er með mér á herbergi og það hefði verið gaman að gefa honum mark og stoðsendingu á mig. En sjálfsmark í staðinn. Ég er ekkert alltof sáttur við að þetta sé skráð sjálfsmark, en það er eins og það er."

„Ég vissi að þetta var mark, sá að boltinn fór yfir línuna, en ég vissi reyndar ekki hvað hann var að dæma á, en svo sé ég menn fagna og það er sætt. Ég geri bara eitthvað (í fagninu), maður veit aldrei hvað maður ætlar að gera."

„Auðvitað er maður svekktur að fá ekki að byrja, en það er ekkert undir mér komið. Sjálfstraustið er mjög gott núna,"
sagði Logi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner