Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fös 11. október 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég væri betri ef við hefðum unnið leikinn, en ég er sáttur með mína innkomu og hversu góðir við vorum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk," sagði Logi Tómasson, hetja kvöldsins, eftir jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli.

Logi minnkaði muninn í 1-2 með glæsilegu skoti, fyrsta landsliðsmarkið á ferlinum, og átti svo risastóran þátt í jöfnunarmarkinu sem er skráð sjálfsmark á markvörð Wales.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við pressuðum þá út um allan völl og gerðum vel við boltann í nánast hvert einasta skipti sem við fengum hann. Við vorum með meðbyr."

Kemur þú inn til að breyta leiknum sjálfur?
„Nei, ekkert þannig, ég er náttúrulega bara bakvörður þannig markmiðið er að koma inn og fá allavega ekki á sig annað mark og reyna breyta leiknum eins og maður getur. Ég ímyndaði mér ekki tvö mörk eða eitt og hálft. Þetta er bara bónus."

Um fyrra markið, utanfótar snudda
„Ég hitti boltann vel, sá að hornið var autt. Ég er bara sáttur. Já já, ég hef oft gert þetta, vanur að skora svona mörk á æfingum og stundum í leikjum."

Um seinna markið
„Ég var að reyna pota boltanum á Orra og boltinn er á leiðinni á Orra svo blakar markmaðurinn boltanum inn og sætt að hann endar inni. Ég ætlaði að gefa Orra mark, hann er með mér á herbergi og það hefði verið gaman að gefa honum mark og stoðsendingu á mig. En sjálfsmark í staðinn. Ég er ekkert alltof sáttur við að þetta sé skráð sjálfsmark, en það er eins og það er."

„Ég vissi að þetta var mark, sá að boltinn fór yfir línuna, en ég vissi reyndar ekki hvað hann var að dæma á, en svo sé ég menn fagna og það er sætt. Ég geri bara eitthvað (í fagninu), maður veit aldrei hvað maður ætlar að gera."

„Auðvitað er maður svekktur að fá ekki að byrja, en það er ekkert undir mér komið. Sjálfstraustið er mjög gott núna,"
sagði Logi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner