Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fös 11. október 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég væri betri ef við hefðum unnið leikinn, en ég er sáttur með mína innkomu og hversu góðir við vorum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk," sagði Logi Tómasson, hetja kvöldsins, eftir jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli.

Logi minnkaði muninn í 1-2 með glæsilegu skoti, fyrsta landsliðsmarkið á ferlinum, og átti svo risastóran þátt í jöfnunarmarkinu sem er skráð sjálfsmark á markvörð Wales.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við pressuðum þá út um allan völl og gerðum vel við boltann í nánast hvert einasta skipti sem við fengum hann. Við vorum með meðbyr."

Kemur þú inn til að breyta leiknum sjálfur?
„Nei, ekkert þannig, ég er náttúrulega bara bakvörður þannig markmiðið er að koma inn og fá allavega ekki á sig annað mark og reyna breyta leiknum eins og maður getur. Ég ímyndaði mér ekki tvö mörk eða eitt og hálft. Þetta er bara bónus."

Um fyrra markið, utanfótar snudda
„Ég hitti boltann vel, sá að hornið var autt. Ég er bara sáttur. Já já, ég hef oft gert þetta, vanur að skora svona mörk á æfingum og stundum í leikjum."

Um seinna markið
„Ég var að reyna pota boltanum á Orra og boltinn er á leiðinni á Orra svo blakar markmaðurinn boltanum inn og sætt að hann endar inni. Ég ætlaði að gefa Orra mark, hann er með mér á herbergi og það hefði verið gaman að gefa honum mark og stoðsendingu á mig. En sjálfsmark í staðinn. Ég er ekkert alltof sáttur við að þetta sé skráð sjálfsmark, en það er eins og það er."

„Ég vissi að þetta var mark, sá að boltinn fór yfir línuna, en ég vissi reyndar ekki hvað hann var að dæma á, en svo sé ég menn fagna og það er sætt. Ég geri bara eitthvað (í fagninu), maður veit aldrei hvað maður ætlar að gera."

„Auðvitað er maður svekktur að fá ekki að byrja, en það er ekkert undir mér komið. Sjálfstraustið er mjög gott núna,"
sagði Logi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner