Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 12. maí 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Arnar ekki nógu ánægður með frammistöðuna: Hefðum getað gert betur
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki ánægður með frammistöðuna í 4-1 sigrinum á Fram í Bestu deild karla í kvöld en hann ræddi við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Víkingar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Helgi Guðjónsson gerði fyrsta markið áður en Erlingur Agnarsson bætti við tveimur á fimm mínútum.

Framarar minnkuðu muninn áður en Víkingar gulltryggðu sigurinn í gegn Helga en Arnar var ekki sáttur þrátt fyrir sigur.

„Frammistaðan í kvöld var, þótt fáránlegt megi hljóma, alls ekki nógu góð. Við unnum 4-1 og þetta hljómar asnalega en við vorum ekki nægilega skarpir í kvöld. Þessi aukaleikur sem við erum búnir að spila situr svolítið í mönnum."

„Við erum búnir að spila marga leiki og vorum þungir en náðum að klára þetta í fyrri hálfleik með 3-4 góðum sóknum. Einbeiting leikmanna í seinni hálfleik sem ég skýri frekar á þreytu frekar en eitthvað annað var ábótavant og eitthvað sem við þurfum að hafa í huga þegar við tökum á móti Blikum á mánudaginn."

„Við áttum mjög góðar sóknir á milli í fyrri hálfleik og mögulega voru menn að spara sig í seinni hálfleik. Maður er bara gráðugur, komnir í 3-0 og sárt að fá þetta mark á sig og ná ekki að halda hreinu. Við erum að fá á okkur of mikið af klaufamörkum í sumar og verðum að vera með skarpari haus á mánudaginn,"
sagði Arnar.

Víkingar mæta Breiðabliki í hörkuslag á mánudaginn og þarf að laga ýmislegt fyrir þann leik.

„Klárlega er það mjög jákvætt og við höfum ekki náð að tengja saman sigra í sumar en svo kemur mánudagurinn. Stórleikur og ef við náum að vinna hann þá munar tveimur stigum á okkur á toppliðunum. Þetta er fljótt að gerast, þurfum að sakna orku og taka það jákvæða úr þessum leik en mögulega er maður of harður við strákana. Maður verður að vera það. Mér fannst við 'sloppy' lungan af leiknum og hefðum getað gert betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner