Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fim 12. maí 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Arnar ekki nógu ánægður með frammistöðuna: Hefðum getað gert betur
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki ánægður með frammistöðuna í 4-1 sigrinum á Fram í Bestu deild karla í kvöld en hann ræddi við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Víkingar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Helgi Guðjónsson gerði fyrsta markið áður en Erlingur Agnarsson bætti við tveimur á fimm mínútum.

Framarar minnkuðu muninn áður en Víkingar gulltryggðu sigurinn í gegn Helga en Arnar var ekki sáttur þrátt fyrir sigur.

„Frammistaðan í kvöld var, þótt fáránlegt megi hljóma, alls ekki nógu góð. Við unnum 4-1 og þetta hljómar asnalega en við vorum ekki nægilega skarpir í kvöld. Þessi aukaleikur sem við erum búnir að spila situr svolítið í mönnum."

„Við erum búnir að spila marga leiki og vorum þungir en náðum að klára þetta í fyrri hálfleik með 3-4 góðum sóknum. Einbeiting leikmanna í seinni hálfleik sem ég skýri frekar á þreytu frekar en eitthvað annað var ábótavant og eitthvað sem við þurfum að hafa í huga þegar við tökum á móti Blikum á mánudaginn."

„Við áttum mjög góðar sóknir á milli í fyrri hálfleik og mögulega voru menn að spara sig í seinni hálfleik. Maður er bara gráðugur, komnir í 3-0 og sárt að fá þetta mark á sig og ná ekki að halda hreinu. Við erum að fá á okkur of mikið af klaufamörkum í sumar og verðum að vera með skarpari haus á mánudaginn,"
sagði Arnar.

Víkingar mæta Breiðabliki í hörkuslag á mánudaginn og þarf að laga ýmislegt fyrir þann leik.

„Klárlega er það mjög jákvætt og við höfum ekki náð að tengja saman sigra í sumar en svo kemur mánudagurinn. Stórleikur og ef við náum að vinna hann þá munar tveimur stigum á okkur á toppliðunum. Þetta er fljótt að gerast, þurfum að sakna orku og taka það jákvæða úr þessum leik en mögulega er maður of harður við strákana. Maður verður að vera það. Mér fannst við 'sloppy' lungan af leiknum og hefðum getað gert betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner