Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 12. maí 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Arnar ekki nógu ánægður með frammistöðuna: Hefðum getað gert betur
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki ánægður með frammistöðuna í 4-1 sigrinum á Fram í Bestu deild karla í kvöld en hann ræddi við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Víkingar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Helgi Guðjónsson gerði fyrsta markið áður en Erlingur Agnarsson bætti við tveimur á fimm mínútum.

Framarar minnkuðu muninn áður en Víkingar gulltryggðu sigurinn í gegn Helga en Arnar var ekki sáttur þrátt fyrir sigur.

„Frammistaðan í kvöld var, þótt fáránlegt megi hljóma, alls ekki nógu góð. Við unnum 4-1 og þetta hljómar asnalega en við vorum ekki nægilega skarpir í kvöld. Þessi aukaleikur sem við erum búnir að spila situr svolítið í mönnum."

„Við erum búnir að spila marga leiki og vorum þungir en náðum að klára þetta í fyrri hálfleik með 3-4 góðum sóknum. Einbeiting leikmanna í seinni hálfleik sem ég skýri frekar á þreytu frekar en eitthvað annað var ábótavant og eitthvað sem við þurfum að hafa í huga þegar við tökum á móti Blikum á mánudaginn."

„Við áttum mjög góðar sóknir á milli í fyrri hálfleik og mögulega voru menn að spara sig í seinni hálfleik. Maður er bara gráðugur, komnir í 3-0 og sárt að fá þetta mark á sig og ná ekki að halda hreinu. Við erum að fá á okkur of mikið af klaufamörkum í sumar og verðum að vera með skarpari haus á mánudaginn,"
sagði Arnar.

Víkingar mæta Breiðabliki í hörkuslag á mánudaginn og þarf að laga ýmislegt fyrir þann leik.

„Klárlega er það mjög jákvætt og við höfum ekki náð að tengja saman sigra í sumar en svo kemur mánudagurinn. Stórleikur og ef við náum að vinna hann þá munar tveimur stigum á okkur á toppliðunum. Þetta er fljótt að gerast, þurfum að sakna orku og taka það jákvæða úr þessum leik en mögulega er maður of harður við strákana. Maður verður að vera það. Mér fannst við 'sloppy' lungan af leiknum og hefðum getað gert betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner