Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fim 12. maí 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Arnar ekki nógu ánægður með frammistöðuna: Hefðum getað gert betur
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki ánægður með frammistöðuna í 4-1 sigrinum á Fram í Bestu deild karla í kvöld en hann ræddi við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Víkingar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Helgi Guðjónsson gerði fyrsta markið áður en Erlingur Agnarsson bætti við tveimur á fimm mínútum.

Framarar minnkuðu muninn áður en Víkingar gulltryggðu sigurinn í gegn Helga en Arnar var ekki sáttur þrátt fyrir sigur.

„Frammistaðan í kvöld var, þótt fáránlegt megi hljóma, alls ekki nógu góð. Við unnum 4-1 og þetta hljómar asnalega en við vorum ekki nægilega skarpir í kvöld. Þessi aukaleikur sem við erum búnir að spila situr svolítið í mönnum."

„Við erum búnir að spila marga leiki og vorum þungir en náðum að klára þetta í fyrri hálfleik með 3-4 góðum sóknum. Einbeiting leikmanna í seinni hálfleik sem ég skýri frekar á þreytu frekar en eitthvað annað var ábótavant og eitthvað sem við þurfum að hafa í huga þegar við tökum á móti Blikum á mánudaginn."

„Við áttum mjög góðar sóknir á milli í fyrri hálfleik og mögulega voru menn að spara sig í seinni hálfleik. Maður er bara gráðugur, komnir í 3-0 og sárt að fá þetta mark á sig og ná ekki að halda hreinu. Við erum að fá á okkur of mikið af klaufamörkum í sumar og verðum að vera með skarpari haus á mánudaginn,"
sagði Arnar.

Víkingar mæta Breiðabliki í hörkuslag á mánudaginn og þarf að laga ýmislegt fyrir þann leik.

„Klárlega er það mjög jákvætt og við höfum ekki náð að tengja saman sigra í sumar en svo kemur mánudagurinn. Stórleikur og ef við náum að vinna hann þá munar tveimur stigum á okkur á toppliðunum. Þetta er fljótt að gerast, þurfum að sakna orku og taka það jákvæða úr þessum leik en mögulega er maður of harður við strákana. Maður verður að vera það. Mér fannst við 'sloppy' lungan af leiknum og hefðum getað gert betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner