Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   fös 12. ágúst 2022 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi Már: Ég er hálf orðlaus
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már þjálfari Aftureldingar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-2 á dramatískan hátt gegn Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Ég er gríðarlega svekktur. Við vorum með þennan leik þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og það er alveg hreint með ólíkindum að þeir hafi unnið hann 4-2. Þetta var lélegt af okkar hálfu, algjör óþarfi. Ég er hálf orðlaus að þetta hafi endað svona, það var engin ástæða til þess að tapa þessum leik."

Afturelding fékk nóg af færum til að gera út um leikinn í stöðunni 2-1 meðal annars eitt sem Hrafn Guðmundsson fær bara mínútu áður en Grótta jafnar.

„Við fengum líka urmul af færum í fyrri hálfleik, vorum í góðum stöðum til að skora og áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik líka þannig það er hægt að horfa á fullt af atvikum í þessum leik á báðum endum en í enda dag þá bara töpuðum við þessum leik. Þeir gerðu vel og refsuðu okkur og því fór sem fór. Við hefðum bara átt að gera betur það er bara þannig. Grótta er gott lið með góða leikmenn fram á við sem refsa og við getum ekki gert okkur það að bjóða upp á mistökin sem við gerum hérna í kvöld og því miður þá var það svo."

Þetta var alveg hádramatískur leikur þar sem nóg af spjöldum fóru á loft og nóg af köllum eftir vítaspyrnum. Hvernig fannst þér frammistaða dómarans?

„Bara ágæt. Ég er örugglega ósammála einhverju og sumt var rétt og annað ekki. Þessi víti eru 100% víti, ég hefði kannski viljað fá þriðja vítið en það er kannski full mikil heimtufrekja hjá mér. En nei nei hann dæmdi þetta og gerði það ágætlega, þetta var hita leikur og bara fín frammistaða."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Magnús nánar um eigin leikmenn og mistök liðsins í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner