Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 12. ágúst 2022 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi Már: Ég er hálf orðlaus
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már þjálfari Aftureldingar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-2 á dramatískan hátt gegn Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Ég er gríðarlega svekktur. Við vorum með þennan leik þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og það er alveg hreint með ólíkindum að þeir hafi unnið hann 4-2. Þetta var lélegt af okkar hálfu, algjör óþarfi. Ég er hálf orðlaus að þetta hafi endað svona, það var engin ástæða til þess að tapa þessum leik."

Afturelding fékk nóg af færum til að gera út um leikinn í stöðunni 2-1 meðal annars eitt sem Hrafn Guðmundsson fær bara mínútu áður en Grótta jafnar.

„Við fengum líka urmul af færum í fyrri hálfleik, vorum í góðum stöðum til að skora og áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik líka þannig það er hægt að horfa á fullt af atvikum í þessum leik á báðum endum en í enda dag þá bara töpuðum við þessum leik. Þeir gerðu vel og refsuðu okkur og því fór sem fór. Við hefðum bara átt að gera betur það er bara þannig. Grótta er gott lið með góða leikmenn fram á við sem refsa og við getum ekki gert okkur það að bjóða upp á mistökin sem við gerum hérna í kvöld og því miður þá var það svo."

Þetta var alveg hádramatískur leikur þar sem nóg af spjöldum fóru á loft og nóg af köllum eftir vítaspyrnum. Hvernig fannst þér frammistaða dómarans?

„Bara ágæt. Ég er örugglega ósammála einhverju og sumt var rétt og annað ekki. Þessi víti eru 100% víti, ég hefði kannski viljað fá þriðja vítið en það er kannski full mikil heimtufrekja hjá mér. En nei nei hann dæmdi þetta og gerði það ágætlega, þetta var hita leikur og bara fín frammistaða."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Magnús nánar um eigin leikmenn og mistök liðsins í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner