Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   fös 12. ágúst 2022 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi Már: Ég er hálf orðlaus
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már þjálfari Aftureldingar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-2 á dramatískan hátt gegn Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Ég er gríðarlega svekktur. Við vorum með þennan leik þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og það er alveg hreint með ólíkindum að þeir hafi unnið hann 4-2. Þetta var lélegt af okkar hálfu, algjör óþarfi. Ég er hálf orðlaus að þetta hafi endað svona, það var engin ástæða til þess að tapa þessum leik."

Afturelding fékk nóg af færum til að gera út um leikinn í stöðunni 2-1 meðal annars eitt sem Hrafn Guðmundsson fær bara mínútu áður en Grótta jafnar.

„Við fengum líka urmul af færum í fyrri hálfleik, vorum í góðum stöðum til að skora og áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik líka þannig það er hægt að horfa á fullt af atvikum í þessum leik á báðum endum en í enda dag þá bara töpuðum við þessum leik. Þeir gerðu vel og refsuðu okkur og því fór sem fór. Við hefðum bara átt að gera betur það er bara þannig. Grótta er gott lið með góða leikmenn fram á við sem refsa og við getum ekki gert okkur það að bjóða upp á mistökin sem við gerum hérna í kvöld og því miður þá var það svo."

Þetta var alveg hádramatískur leikur þar sem nóg af spjöldum fóru á loft og nóg af köllum eftir vítaspyrnum. Hvernig fannst þér frammistaða dómarans?

„Bara ágæt. Ég er örugglega ósammála einhverju og sumt var rétt og annað ekki. Þessi víti eru 100% víti, ég hefði kannski viljað fá þriðja vítið en það er kannski full mikil heimtufrekja hjá mér. En nei nei hann dæmdi þetta og gerði það ágætlega, þetta var hita leikur og bara fín frammistaða."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Magnús nánar um eigin leikmenn og mistök liðsins í leiknum.


Athugasemdir
banner