Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 12. ágúst 2022 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meðaldurinn í liðinu um 16 ár - „Hrikalega stolt af mínum stelpum"
Kvenaboltinn
Hilmar Þór og Kristrún Lilja, þjálfarar Augnabliks.
Hilmar Þór og Kristrún Lilja, þjálfarar Augnabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega stolt af mínum stelpum," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, eftir naumt tap gegn toppliði FH í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

Í liði Augnabliks eru ungar Blikastelpur sem gáfu toppliðinu alvöru leik í Kaplakrika. Þær gáfu ekkert eftir.

„Með smá heppni hefðum við alveg getað fengið eitt stig eða meira úr þessum leik. Við erum að spila meira varnarlega, en þetta er efsta lið deildarinnar. Ég er hrikalega stolt af mínum stelpum og vinnuseminni."

Augnablik fékk dauðafæri snemma leiks til að skora. „Það hefði verið geggjað. Þetta er þvílík reynsla fyrir þessar stelpur. Vinnusemin og sjálftraustið í mínu liði er frábært."

Meðalaldurinn í liði Augnabliks er rúmlega 16 ár sem er stórmerkilegt.

„Það er frábært að vinna með svona liði; þær eru svo áhugasamar og viljugar til læra. Þær leggja sig svo mikið fram og gefa allt í þetta. Það eru forréttindi að vera með þessum hóp."

Í viðtalinu hér að ofan er Kristrún spurð út í síðustu leiki tímabilsins en Augnablik er langt fyrir ofan fallsvæðið og allar líkur á því að þetta unga lið verði áfram í næst efstu deild á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner