Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fim 12. nóvember 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar bjartsýnn fyrir hönd Íslands: Svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst mjög vel á þennan leik," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um stórleik Íslands og Ungverjalands í kvöld þar sem sæti á EM er í húfi.

„Þetta er svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu leikinn. Okkar helstu póstar eru allir með. Þetta voru leiðinlegar fréttir með Arnór Ingva en við erum með menn til að koma inn í staðinn fyrir hann. Menn eru klárir og það hafa verið jákvæð viðtöl við alla. Hugarfarið virðist vera spot on eins og í 99% tilfella þegar þessi lið koma saman."

Sigurliðið í leiknum í kvöld fær einn og hálfan milljarð í sinn hlut fyrir að komast á EM.

„Þetta er hrikalega mikilvægur leikur fyrir íslenska knattspyrnu. Ekki bara í ljósi þess að komast í úrslitakeppnina heldur líka í ljósi þess fjármagns sem mun renna inn í knattspyrnuhreyfinguna. Þetta verður veisla," sagði Arnar.

Kári Árnason, varnarmaður Víkings, verður í eldlínunni í kvöld en hann er klár eftir meiðsli sem hann varð fyrir gegn Rúmenum í síðasta mánuði.

„Það eru 4-5 leikmenn sem landsliðið getur ekki verið án í þessum stórleikjum og hann er í þeim hópi. Reynslan sem hann og fleiri strákar búa yfir mun hjálpa til. Þeir hafa verið í þessari aðstöðu og vita hvað þarf til. Við þekkjum okkar leikskipulag og erum ekki að fara að gera neitt annað á morgun (í kvöld)."

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner