Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 12. nóvember 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar bjartsýnn fyrir hönd Íslands: Svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst mjög vel á þennan leik," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um stórleik Íslands og Ungverjalands í kvöld þar sem sæti á EM er í húfi.

„Þetta er svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu leikinn. Okkar helstu póstar eru allir með. Þetta voru leiðinlegar fréttir með Arnór Ingva en við erum með menn til að koma inn í staðinn fyrir hann. Menn eru klárir og það hafa verið jákvæð viðtöl við alla. Hugarfarið virðist vera spot on eins og í 99% tilfella þegar þessi lið koma saman."

Sigurliðið í leiknum í kvöld fær einn og hálfan milljarð í sinn hlut fyrir að komast á EM.

„Þetta er hrikalega mikilvægur leikur fyrir íslenska knattspyrnu. Ekki bara í ljósi þess að komast í úrslitakeppnina heldur líka í ljósi þess fjármagns sem mun renna inn í knattspyrnuhreyfinguna. Þetta verður veisla," sagði Arnar.

Kári Árnason, varnarmaður Víkings, verður í eldlínunni í kvöld en hann er klár eftir meiðsli sem hann varð fyrir gegn Rúmenum í síðasta mánuði.

„Það eru 4-5 leikmenn sem landsliðið getur ekki verið án í þessum stórleikjum og hann er í þeim hópi. Reynslan sem hann og fleiri strákar búa yfir mun hjálpa til. Þeir hafa verið í þessari aðstöðu og vita hvað þarf til. Við þekkjum okkar leikskipulag og erum ekki að fara að gera neitt annað á morgun (í kvöld)."

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner