Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   mið 13. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Viktor Karl: Stefni á að fara aftur út
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Mynd: Raggi Óla
Viktor Karl Einarsson gekk til liðs við Breiðablik frá sænska liðinu IFK Varnamo um áramótin. Hann gerði þriggja ára samning við Kópavogsliðið.

Í sumar gekk Viktor til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo þar sem hann lék 16 leiki.

„Ég fór til Svíþjóðar í leit að meistaraflokks leikjum og vonaðist eftir að fá einhver verkefni erlendis eftir það en raunin var sú að svo var ekki. Ég horfði því bara í möguleikana sem ég hafði á Íslandi og þar komu Breiðablik sterkir inn og ég er ánægður að vera kominn heim," sagði Viktor Karl sem segir gæðin í sænsku B-deildinni hafa komið sér á óvart.

„Sérstaklega þessi topp 4-5 lið, Helsinborg, Falkenberg og þessi lið sem fóru upp sérstaklega eru mjög sterk. Það sem kom mér líka á óvart var árangurinn sem við náðum. Við fengum nokkra nýja leikmenn og unnum fullt af leikjum. Ég myndi segja að level-ið i deildinni sé mjög fínt og svipað og ég var að spila í, í B-deildinni í Hollandi."

Viktor segir það ekki hafa verið flókið að ákveða að fara til Breiðabliks.

„Eftir að ég mætti á æfingu hjá Breiðablik þá var þetta aldrei spurning. Ég fann að andrúmsloftið var gott og menn tóku vel á móti manni.

Viktor er fæddur árið 1997 en hann er uppalinn í Breiðablik. Hann var einungis sextán ára þegar hann fór til AZ Alkmaar en þar lék hann með unglingaliðum félagsins í fimm ár.

„Þetta var frábær tími og ég lærði gríðarlega mikið. Þetta er góður skóli og mikill agi og maður lærir helling á því. Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan tíma."

„Ég vil klárlega spila á sem hæsta leveli og ég stefni á að fara aftur út. Hvort sem það verður eftir sumarið eða seinna það verður að koma í ljós. Ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefni með Breiðablik. Markmiðið er að spila á sem hæsta leveli, það er ekki spurning," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks að lokum í viðtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner