Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 13. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Viktor Karl: Stefni á að fara aftur út
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Mynd: Raggi Óla
Viktor Karl Einarsson gekk til liðs við Breiðablik frá sænska liðinu IFK Varnamo um áramótin. Hann gerði þriggja ára samning við Kópavogsliðið.

Í sumar gekk Viktor til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo þar sem hann lék 16 leiki.

„Ég fór til Svíþjóðar í leit að meistaraflokks leikjum og vonaðist eftir að fá einhver verkefni erlendis eftir það en raunin var sú að svo var ekki. Ég horfði því bara í möguleikana sem ég hafði á Íslandi og þar komu Breiðablik sterkir inn og ég er ánægður að vera kominn heim," sagði Viktor Karl sem segir gæðin í sænsku B-deildinni hafa komið sér á óvart.

„Sérstaklega þessi topp 4-5 lið, Helsinborg, Falkenberg og þessi lið sem fóru upp sérstaklega eru mjög sterk. Það sem kom mér líka á óvart var árangurinn sem við náðum. Við fengum nokkra nýja leikmenn og unnum fullt af leikjum. Ég myndi segja að level-ið i deildinni sé mjög fínt og svipað og ég var að spila í, í B-deildinni í Hollandi."

Viktor segir það ekki hafa verið flókið að ákveða að fara til Breiðabliks.

„Eftir að ég mætti á æfingu hjá Breiðablik þá var þetta aldrei spurning. Ég fann að andrúmsloftið var gott og menn tóku vel á móti manni.

Viktor er fæddur árið 1997 en hann er uppalinn í Breiðablik. Hann var einungis sextán ára þegar hann fór til AZ Alkmaar en þar lék hann með unglingaliðum félagsins í fimm ár.

„Þetta var frábær tími og ég lærði gríðarlega mikið. Þetta er góður skóli og mikill agi og maður lærir helling á því. Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan tíma."

„Ég vil klárlega spila á sem hæsta leveli og ég stefni á að fara aftur út. Hvort sem það verður eftir sumarið eða seinna það verður að koma í ljós. Ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefni með Breiðablik. Markmiðið er að spila á sem hæsta leveli, það er ekki spurning," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks að lokum í viðtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir