Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   mið 13. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Viktor Karl: Stefni á að fara aftur út
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Mynd: Raggi Óla
Viktor Karl Einarsson gekk til liðs við Breiðablik frá sænska liðinu IFK Varnamo um áramótin. Hann gerði þriggja ára samning við Kópavogsliðið.

Í sumar gekk Viktor til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo þar sem hann lék 16 leiki.

„Ég fór til Svíþjóðar í leit að meistaraflokks leikjum og vonaðist eftir að fá einhver verkefni erlendis eftir það en raunin var sú að svo var ekki. Ég horfði því bara í möguleikana sem ég hafði á Íslandi og þar komu Breiðablik sterkir inn og ég er ánægður að vera kominn heim," sagði Viktor Karl sem segir gæðin í sænsku B-deildinni hafa komið sér á óvart.

„Sérstaklega þessi topp 4-5 lið, Helsinborg, Falkenberg og þessi lið sem fóru upp sérstaklega eru mjög sterk. Það sem kom mér líka á óvart var árangurinn sem við náðum. Við fengum nokkra nýja leikmenn og unnum fullt af leikjum. Ég myndi segja að level-ið i deildinni sé mjög fínt og svipað og ég var að spila í, í B-deildinni í Hollandi."

Viktor segir það ekki hafa verið flókið að ákveða að fara til Breiðabliks.

„Eftir að ég mætti á æfingu hjá Breiðablik þá var þetta aldrei spurning. Ég fann að andrúmsloftið var gott og menn tóku vel á móti manni.

Viktor er fæddur árið 1997 en hann er uppalinn í Breiðablik. Hann var einungis sextán ára þegar hann fór til AZ Alkmaar en þar lék hann með unglingaliðum félagsins í fimm ár.

„Þetta var frábær tími og ég lærði gríðarlega mikið. Þetta er góður skóli og mikill agi og maður lærir helling á því. Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan tíma."

„Ég vil klárlega spila á sem hæsta leveli og ég stefni á að fara aftur út. Hvort sem það verður eftir sumarið eða seinna það verður að koma í ljós. Ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefni með Breiðablik. Markmiðið er að spila á sem hæsta leveli, það er ekki spurning," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks að lokum í viðtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner