Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 13. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Viktor Karl: Stefni á að fara aftur út
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Mynd: Raggi Óla
Viktor Karl Einarsson gekk til liðs við Breiðablik frá sænska liðinu IFK Varnamo um áramótin. Hann gerði þriggja ára samning við Kópavogsliðið.

Í sumar gekk Viktor til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo þar sem hann lék 16 leiki.

„Ég fór til Svíþjóðar í leit að meistaraflokks leikjum og vonaðist eftir að fá einhver verkefni erlendis eftir það en raunin var sú að svo var ekki. Ég horfði því bara í möguleikana sem ég hafði á Íslandi og þar komu Breiðablik sterkir inn og ég er ánægður að vera kominn heim," sagði Viktor Karl sem segir gæðin í sænsku B-deildinni hafa komið sér á óvart.

„Sérstaklega þessi topp 4-5 lið, Helsinborg, Falkenberg og þessi lið sem fóru upp sérstaklega eru mjög sterk. Það sem kom mér líka á óvart var árangurinn sem við náðum. Við fengum nokkra nýja leikmenn og unnum fullt af leikjum. Ég myndi segja að level-ið i deildinni sé mjög fínt og svipað og ég var að spila í, í B-deildinni í Hollandi."

Viktor segir það ekki hafa verið flókið að ákveða að fara til Breiðabliks.

„Eftir að ég mætti á æfingu hjá Breiðablik þá var þetta aldrei spurning. Ég fann að andrúmsloftið var gott og menn tóku vel á móti manni.

Viktor er fæddur árið 1997 en hann er uppalinn í Breiðablik. Hann var einungis sextán ára þegar hann fór til AZ Alkmaar en þar lék hann með unglingaliðum félagsins í fimm ár.

„Þetta var frábær tími og ég lærði gríðarlega mikið. Þetta er góður skóli og mikill agi og maður lærir helling á því. Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan tíma."

„Ég vil klárlega spila á sem hæsta leveli og ég stefni á að fara aftur út. Hvort sem það verður eftir sumarið eða seinna það verður að koma í ljós. Ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefni með Breiðablik. Markmiðið er að spila á sem hæsta leveli, það er ekki spurning," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks að lokum í viðtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner