Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 13. maí 2021 22:53
Sverrir Örn Einarsson
Logi: Kenni í brjósti um Skagamenn
Logi Ólafsson þjálfari FH
Logi Ólafsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eldri en tvævetur í þessu og ég held ég hafi bara aldrei nokkrutíman upplifað annað eins. Sérstaklega kenni ég nú í brjósti um Skagamenn að missa í fyrsta lagi menn sem meiðast svona illa og eru væntanlega lengi frá það finnst mér leiðinlegt að horfa upp á en hinsvegar var leikur okkar vel útfærður. “
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um leikinn eftir 5-1 sigur hans manna á ÍA fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

FH lenti undir snemma leiks þegar Gísli Laxdal kom gestunum yfir. Gestirnir urðu þó fyrir áfalli eftir tæplega hálftíma leik þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald og FH því manni fleiri. Staða sem er þeim furðu kunnuleg þessa daganna þar sem andstæðingar þeirra hafa allir fengið rautt spjald í fyrri hálfleik gegn þeim í þeim þremur umferðum sem lokið er.

„Það er annað sem ég hef ekki upplifað á ævinni fyrr að spila þrjá fyrstu leikina í mótinu og það eru rauð spjöld í þeim öllum. Þetta er sérstakt en hvernig liðið tæklaði þessa stöðu fannst mér mjög vel gert. “

Sigur kvöldsins setur FH á topp deildarinnar á markatölu. Hefði Logi þegið 7 stig og toppsætið eftir 3 umferðir fyrir mót?

„Við erum ánægðir með það auðvitað. Okkur að vísu fannst eftir leikinn á móti Val að við værum með tvö töpuð stig frekar en að vinna eitt og einhvertímann hefði það þótt ágætt á móti þessu stjörnuprýdda liði Vals að fara með eitt stig.“

Sagði Logi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner