Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 13. maí 2021 22:53
Sverrir Örn Einarsson
Logi: Kenni í brjósti um Skagamenn
Logi Ólafsson þjálfari FH
Logi Ólafsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eldri en tvævetur í þessu og ég held ég hafi bara aldrei nokkrutíman upplifað annað eins. Sérstaklega kenni ég nú í brjósti um Skagamenn að missa í fyrsta lagi menn sem meiðast svona illa og eru væntanlega lengi frá það finnst mér leiðinlegt að horfa upp á en hinsvegar var leikur okkar vel útfærður. “
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um leikinn eftir 5-1 sigur hans manna á ÍA fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

FH lenti undir snemma leiks þegar Gísli Laxdal kom gestunum yfir. Gestirnir urðu þó fyrir áfalli eftir tæplega hálftíma leik þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald og FH því manni fleiri. Staða sem er þeim furðu kunnuleg þessa daganna þar sem andstæðingar þeirra hafa allir fengið rautt spjald í fyrri hálfleik gegn þeim í þeim þremur umferðum sem lokið er.

„Það er annað sem ég hef ekki upplifað á ævinni fyrr að spila þrjá fyrstu leikina í mótinu og það eru rauð spjöld í þeim öllum. Þetta er sérstakt en hvernig liðið tæklaði þessa stöðu fannst mér mjög vel gert. “

Sigur kvöldsins setur FH á topp deildarinnar á markatölu. Hefði Logi þegið 7 stig og toppsætið eftir 3 umferðir fyrir mót?

„Við erum ánægðir með það auðvitað. Okkur að vísu fannst eftir leikinn á móti Val að við værum með tvö töpuð stig frekar en að vinna eitt og einhvertímann hefði það þótt ágætt á móti þessu stjörnuprýdda liði Vals að fara með eitt stig.“

Sagði Logi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner