Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 13. maí 2021 22:53
Sverrir Örn Einarsson
Logi: Kenni í brjósti um Skagamenn
Logi Ólafsson þjálfari FH
Logi Ólafsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eldri en tvævetur í þessu og ég held ég hafi bara aldrei nokkrutíman upplifað annað eins. Sérstaklega kenni ég nú í brjósti um Skagamenn að missa í fyrsta lagi menn sem meiðast svona illa og eru væntanlega lengi frá það finnst mér leiðinlegt að horfa upp á en hinsvegar var leikur okkar vel útfærður. “
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um leikinn eftir 5-1 sigur hans manna á ÍA fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

FH lenti undir snemma leiks þegar Gísli Laxdal kom gestunum yfir. Gestirnir urðu þó fyrir áfalli eftir tæplega hálftíma leik þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald og FH því manni fleiri. Staða sem er þeim furðu kunnuleg þessa daganna þar sem andstæðingar þeirra hafa allir fengið rautt spjald í fyrri hálfleik gegn þeim í þeim þremur umferðum sem lokið er.

„Það er annað sem ég hef ekki upplifað á ævinni fyrr að spila þrjá fyrstu leikina í mótinu og það eru rauð spjöld í þeim öllum. Þetta er sérstakt en hvernig liðið tæklaði þessa stöðu fannst mér mjög vel gert. “

Sigur kvöldsins setur FH á topp deildarinnar á markatölu. Hefði Logi þegið 7 stig og toppsætið eftir 3 umferðir fyrir mót?

„Við erum ánægðir með það auðvitað. Okkur að vísu fannst eftir leikinn á móti Val að við værum með tvö töpuð stig frekar en að vinna eitt og einhvertímann hefði það þótt ágætt á móti þessu stjörnuprýdda liði Vals að fara með eitt stig.“

Sagði Logi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner