Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
   fim 13. maí 2021 22:53
Sverrir Örn Einarsson
Logi: Kenni í brjósti um Skagamenn
Logi Ólafsson þjálfari FH
Logi Ólafsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eldri en tvævetur í þessu og ég held ég hafi bara aldrei nokkrutíman upplifað annað eins. Sérstaklega kenni ég nú í brjósti um Skagamenn að missa í fyrsta lagi menn sem meiðast svona illa og eru væntanlega lengi frá það finnst mér leiðinlegt að horfa upp á en hinsvegar var leikur okkar vel útfærður. “
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um leikinn eftir 5-1 sigur hans manna á ÍA fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

FH lenti undir snemma leiks þegar Gísli Laxdal kom gestunum yfir. Gestirnir urðu þó fyrir áfalli eftir tæplega hálftíma leik þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald og FH því manni fleiri. Staða sem er þeim furðu kunnuleg þessa daganna þar sem andstæðingar þeirra hafa allir fengið rautt spjald í fyrri hálfleik gegn þeim í þeim þremur umferðum sem lokið er.

„Það er annað sem ég hef ekki upplifað á ævinni fyrr að spila þrjá fyrstu leikina í mótinu og það eru rauð spjöld í þeim öllum. Þetta er sérstakt en hvernig liðið tæklaði þessa stöðu fannst mér mjög vel gert. “

Sigur kvöldsins setur FH á topp deildarinnar á markatölu. Hefði Logi þegið 7 stig og toppsætið eftir 3 umferðir fyrir mót?

„Við erum ánægðir með það auðvitað. Okkur að vísu fannst eftir leikinn á móti Val að við værum með tvö töpuð stig frekar en að vinna eitt og einhvertímann hefði það þótt ágætt á móti þessu stjörnuprýdda liði Vals að fara með eitt stig.“

Sagði Logi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner