Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 13. maí 2021 22:53
Sverrir Örn Einarsson
Logi: Kenni í brjósti um Skagamenn
Logi Ólafsson þjálfari FH
Logi Ólafsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eldri en tvævetur í þessu og ég held ég hafi bara aldrei nokkrutíman upplifað annað eins. Sérstaklega kenni ég nú í brjósti um Skagamenn að missa í fyrsta lagi menn sem meiðast svona illa og eru væntanlega lengi frá það finnst mér leiðinlegt að horfa upp á en hinsvegar var leikur okkar vel útfærður. “
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um leikinn eftir 5-1 sigur hans manna á ÍA fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

FH lenti undir snemma leiks þegar Gísli Laxdal kom gestunum yfir. Gestirnir urðu þó fyrir áfalli eftir tæplega hálftíma leik þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald og FH því manni fleiri. Staða sem er þeim furðu kunnuleg þessa daganna þar sem andstæðingar þeirra hafa allir fengið rautt spjald í fyrri hálfleik gegn þeim í þeim þremur umferðum sem lokið er.

„Það er annað sem ég hef ekki upplifað á ævinni fyrr að spila þrjá fyrstu leikina í mótinu og það eru rauð spjöld í þeim öllum. Þetta er sérstakt en hvernig liðið tæklaði þessa stöðu fannst mér mjög vel gert. “

Sigur kvöldsins setur FH á topp deildarinnar á markatölu. Hefði Logi þegið 7 stig og toppsætið eftir 3 umferðir fyrir mót?

„Við erum ánægðir með það auðvitað. Okkur að vísu fannst eftir leikinn á móti Val að við værum með tvö töpuð stig frekar en að vinna eitt og einhvertímann hefði það þótt ágætt á móti þessu stjörnuprýdda liði Vals að fara með eitt stig.“

Sagði Logi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir