Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 13. september 2020 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Orri er frábær fótboltamaður með gott hugarfar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður illa, mjög illa. Við byrjuðum ekki þenann leik og lentum strax undir. Mér fannst við betri aðilinn og svo eftir að þeir verða manni færri þá pakka þeir í vörn og gera það gríðarlega vel," sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, eftir tap gegn KA á Greifavellinum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

„Við áttum í erfiðleikum með að opna þá. Við fengum mjög lítið af færum, Óli einu sinni eftir eitthvað klafs, Hákon einu sinni og svo vítið."

Fylkir hefur að undanförnu spilað með þriggja miðvarða kerfi og var Ólafur spurður út í það.

„Þetta hefur gengið vel. KA er kannski búið að skoða okkur en við höfum ekki verið í vandræðum að undanförnu. Þeir náðu fínum skyndisóknum. Stundum er þetta bara svona og í dag var okkar dagur að vera lélegir."

Frábær fótboltamaður
Óli var spurður út í Orra Hrafn Kjartansson sem kom inn á í dag. Orri gekk í raðir Fylkis á dögunum frá Heerenveen og lék í dag sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.

„Orri kom mjög vel inn. Orri kemur inn í liðið með gríðarlega hæfileika, frábær fótboltamaður með hrikalega gott skap og gott hugarfar. Hann hjálpar okkur vonandi að verða enn betri."

Óli var einnig spurður út stöðuna á Arnari Sveini Geirssyni sem fór meiddur af velli í síðasta leik og Valdimar Þór Ingimundarson sem er að ganga í raðir Strömsgodset.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Orri Hrafn: Best fyrir mig að koma heim í Fylki
Athugasemdir
banner
banner