Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 13. september 2020 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Orri er frábær fótboltamaður með gott hugarfar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður illa, mjög illa. Við byrjuðum ekki þenann leik og lentum strax undir. Mér fannst við betri aðilinn og svo eftir að þeir verða manni færri þá pakka þeir í vörn og gera það gríðarlega vel," sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, eftir tap gegn KA á Greifavellinum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

„Við áttum í erfiðleikum með að opna þá. Við fengum mjög lítið af færum, Óli einu sinni eftir eitthvað klafs, Hákon einu sinni og svo vítið."

Fylkir hefur að undanförnu spilað með þriggja miðvarða kerfi og var Ólafur spurður út í það.

„Þetta hefur gengið vel. KA er kannski búið að skoða okkur en við höfum ekki verið í vandræðum að undanförnu. Þeir náðu fínum skyndisóknum. Stundum er þetta bara svona og í dag var okkar dagur að vera lélegir."

Frábær fótboltamaður
Óli var spurður út í Orra Hrafn Kjartansson sem kom inn á í dag. Orri gekk í raðir Fylkis á dögunum frá Heerenveen og lék í dag sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.

„Orri kom mjög vel inn. Orri kemur inn í liðið með gríðarlega hæfileika, frábær fótboltamaður með hrikalega gott skap og gott hugarfar. Hann hjálpar okkur vonandi að verða enn betri."

Óli var einnig spurður út stöðuna á Arnari Sveini Geirssyni sem fór meiddur af velli í síðasta leik og Valdimar Þór Ingimundarson sem er að ganga í raðir Strömsgodset.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Orri Hrafn: Best fyrir mig að koma heim í Fylki
Athugasemdir
banner