Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   fös 13. september 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðabliksliðið refsar rosalega og þær gerðu það í dag. 2-0 í hálfleik. Mér fannst frammistaðan hjá mínum stelpum vera fín, við vorum linar í fyrri hálfleiknum og fórum betur í návígin í seinni hálfleiknum. Það sem ég er ánægður með er að það var haldið áfram allt til loka og ekki uppgjöf en reynt að spila. Súr með úrslitin en ánægður með að það var andi í liðinu.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Í fyrri hálfleik átti sér stað atvik fyrir framan mark Blika þegar Freyja, framherji Þróttar, var tekinn niður. Þróttarar vildu brot og rautt en ekkert var dæmt.

Það voru fjögur mörk hjá Blikum og eitt gott hjá okkur í dag sem voru stór atvik en lang stærsta atvikið var þetta sem þú ert að vísa til. Það er tekinn möguleikinn af Freyju til að fara upp á móti markinu. Þetta var í mínum bókum brot og með þeim afleiðingum sem því fylgir.

Hversu mikil áhrif hefði þetta getað haft á leikinn?

Staðan var 0-0 og þetta hefði verið 11 á móti 10 allt það. En mér fannst það ótrúlegt að leyfa þetta áfram.

Fékk Ólafur einhverjar útskýringar á þessari ákvörðun dómarans?

Ég fékk útskýringar og ég hrósa henni fyrir það, við áttum rólegt samtal. En við sjáum þetta úr sitthvorum augum.

Þórdís Nanna Ágústsdóttir, 2008 módel, kom inn á í dag og var búinn að vera inn á í örfáarsekúndur þegar hún skoraði mark fyrir Þrótt.

Hún er seig þessi stelpa. Hún skorar mikið í 3. flokki og á æfingu hjá okkur og hún veit hvar markið er. Það var vel gert hjá henni að koma inn hjá henni og setja hann.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner