Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 13. september 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðabliksliðið refsar rosalega og þær gerðu það í dag. 2-0 í hálfleik. Mér fannst frammistaðan hjá mínum stelpum vera fín, við vorum linar í fyrri hálfleiknum og fórum betur í návígin í seinni hálfleiknum. Það sem ég er ánægður með er að það var haldið áfram allt til loka og ekki uppgjöf en reynt að spila. Súr með úrslitin en ánægður með að það var andi í liðinu.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Í fyrri hálfleik átti sér stað atvik fyrir framan mark Blika þegar Freyja, framherji Þróttar, var tekinn niður. Þróttarar vildu brot og rautt en ekkert var dæmt.

Það voru fjögur mörk hjá Blikum og eitt gott hjá okkur í dag sem voru stór atvik en lang stærsta atvikið var þetta sem þú ert að vísa til. Það er tekinn möguleikinn af Freyju til að fara upp á móti markinu. Þetta var í mínum bókum brot og með þeim afleiðingum sem því fylgir.

Hversu mikil áhrif hefði þetta getað haft á leikinn?

Staðan var 0-0 og þetta hefði verið 11 á móti 10 allt það. En mér fannst það ótrúlegt að leyfa þetta áfram.

Fékk Ólafur einhverjar útskýringar á þessari ákvörðun dómarans?

Ég fékk útskýringar og ég hrósa henni fyrir það, við áttum rólegt samtal. En við sjáum þetta úr sitthvorum augum.

Þórdís Nanna Ágústsdóttir, 2008 módel, kom inn á í dag og var búinn að vera inn á í örfáarsekúndur þegar hún skoraði mark fyrir Þrótt.

Hún er seig þessi stelpa. Hún skorar mikið í 3. flokki og á æfingu hjá okkur og hún veit hvar markið er. Það var vel gert hjá henni að koma inn hjá henni og setja hann.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner