Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 13. september 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðabliksliðið refsar rosalega og þær gerðu það í dag. 2-0 í hálfleik. Mér fannst frammistaðan hjá mínum stelpum vera fín, við vorum linar í fyrri hálfleiknum og fórum betur í návígin í seinni hálfleiknum. Það sem ég er ánægður með er að það var haldið áfram allt til loka og ekki uppgjöf en reynt að spila. Súr með úrslitin en ánægður með að það var andi í liðinu.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Í fyrri hálfleik átti sér stað atvik fyrir framan mark Blika þegar Freyja, framherji Þróttar, var tekinn niður. Þróttarar vildu brot og rautt en ekkert var dæmt.

Það voru fjögur mörk hjá Blikum og eitt gott hjá okkur í dag sem voru stór atvik en lang stærsta atvikið var þetta sem þú ert að vísa til. Það er tekinn möguleikinn af Freyju til að fara upp á móti markinu. Þetta var í mínum bókum brot og með þeim afleiðingum sem því fylgir.

Hversu mikil áhrif hefði þetta getað haft á leikinn?

Staðan var 0-0 og þetta hefði verið 11 á móti 10 allt það. En mér fannst það ótrúlegt að leyfa þetta áfram.

Fékk Ólafur einhverjar útskýringar á þessari ákvörðun dómarans?

Ég fékk útskýringar og ég hrósa henni fyrir það, við áttum rólegt samtal. En við sjáum þetta úr sitthvorum augum.

Þórdís Nanna Ágústsdóttir, 2008 módel, kom inn á í dag og var búinn að vera inn á í örfáarsekúndur þegar hún skoraði mark fyrir Þrótt.

Hún er seig þessi stelpa. Hún skorar mikið í 3. flokki og á æfingu hjá okkur og hún veit hvar markið er. Það var vel gert hjá henni að koma inn hjá henni og setja hann.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner