Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fös 13. september 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðabliksliðið refsar rosalega og þær gerðu það í dag. 2-0 í hálfleik. Mér fannst frammistaðan hjá mínum stelpum vera fín, við vorum linar í fyrri hálfleiknum og fórum betur í návígin í seinni hálfleiknum. Það sem ég er ánægður með er að það var haldið áfram allt til loka og ekki uppgjöf en reynt að spila. Súr með úrslitin en ánægður með að það var andi í liðinu.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Í fyrri hálfleik átti sér stað atvik fyrir framan mark Blika þegar Freyja, framherji Þróttar, var tekinn niður. Þróttarar vildu brot og rautt en ekkert var dæmt.

Það voru fjögur mörk hjá Blikum og eitt gott hjá okkur í dag sem voru stór atvik en lang stærsta atvikið var þetta sem þú ert að vísa til. Það er tekinn möguleikinn af Freyju til að fara upp á móti markinu. Þetta var í mínum bókum brot og með þeim afleiðingum sem því fylgir.

Hversu mikil áhrif hefði þetta getað haft á leikinn?

Staðan var 0-0 og þetta hefði verið 11 á móti 10 allt það. En mér fannst það ótrúlegt að leyfa þetta áfram.

Fékk Ólafur einhverjar útskýringar á þessari ákvörðun dómarans?

Ég fékk útskýringar og ég hrósa henni fyrir það, við áttum rólegt samtal. En við sjáum þetta úr sitthvorum augum.

Þórdís Nanna Ágústsdóttir, 2008 módel, kom inn á í dag og var búinn að vera inn á í örfáarsekúndur þegar hún skoraði mark fyrir Þrótt.

Hún er seig þessi stelpa. Hún skorar mikið í 3. flokki og á æfingu hjá okkur og hún veit hvar markið er. Það var vel gert hjá henni að koma inn hjá henni og setja hann.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner