Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fös 13. september 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðabliksliðið refsar rosalega og þær gerðu það í dag. 2-0 í hálfleik. Mér fannst frammistaðan hjá mínum stelpum vera fín, við vorum linar í fyrri hálfleiknum og fórum betur í návígin í seinni hálfleiknum. Það sem ég er ánægður með er að það var haldið áfram allt til loka og ekki uppgjöf en reynt að spila. Súr með úrslitin en ánægður með að það var andi í liðinu.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Í fyrri hálfleik átti sér stað atvik fyrir framan mark Blika þegar Freyja, framherji Þróttar, var tekinn niður. Þróttarar vildu brot og rautt en ekkert var dæmt.

Það voru fjögur mörk hjá Blikum og eitt gott hjá okkur í dag sem voru stór atvik en lang stærsta atvikið var þetta sem þú ert að vísa til. Það er tekinn möguleikinn af Freyju til að fara upp á móti markinu. Þetta var í mínum bókum brot og með þeim afleiðingum sem því fylgir.

Hversu mikil áhrif hefði þetta getað haft á leikinn?

Staðan var 0-0 og þetta hefði verið 11 á móti 10 allt það. En mér fannst það ótrúlegt að leyfa þetta áfram.

Fékk Ólafur einhverjar útskýringar á þessari ákvörðun dómarans?

Ég fékk útskýringar og ég hrósa henni fyrir það, við áttum rólegt samtal. En við sjáum þetta úr sitthvorum augum.

Þórdís Nanna Ágústsdóttir, 2008 módel, kom inn á í dag og var búinn að vera inn á í örfáarsekúndur þegar hún skoraði mark fyrir Þrótt.

Hún er seig þessi stelpa. Hún skorar mikið í 3. flokki og á æfingu hjá okkur og hún veit hvar markið er. Það var vel gert hjá henni að koma inn hjá henni og setja hann.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner