Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   þri 14. júlí 2020 20:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Guðna: Sætt að vinna og halda hreinu
"Fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark"
Kvenaboltinn
Árni Freyr Guðnason.
Árni Freyr Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega ánægður að hafa landað sigri í hörkuleik. Báðir hálfleikarnir voru kaflaskiptir og mér fannst við betri í seinni hluta þeirra beggja. Sætt að vinna og halda hreinu," sagði Árni Freyr Guðnason, annar af þjálfurum FH, eftir útisigur geg Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Fyrri hálfleikur var bardagi, það er alltaf bardagi á móti þessu liði. Fyrri hluta seinni hálfleiks vorum við í veseni. Mér fannst við koma vel inn í hálfleikana þegar það leið á þá og mér fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark."

FH náði í sín fyrstu stig í deildinni með sigrinum og er nú búið að tvöfalda markafjölda sinn. Upplifir Árni létti með því að ná þessum sigri í hús?

„Þetta er léttir. Ég hafði engar áhyggjur varðandi markaskorunina. Við erum með frábæra framherja og góða miðjumenn til að búa til færi. Þetta hefur vissulega setið aðeins á leikmönnum og okkur en við höfum ekkert verið að æfa neitt sérstaklega eða slíkt. Ég er stoltur af sigrinum í dag og bikarsigurinn [gegn Þrótti R.] á föstudaginn kom með sjálfstraust inn í liðið."

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, tók út leikbann í dag og á hliðarlínunni með Árna var bróðir Guðna, Hlynur Svan.

„Að fá annan Eiríksson? Það er mjög gott að fá Hlyn inn. Hann í fyrsta lagi þekkir allt hérna á Akureyri og er mikið með okkur á æfingasvæðinu. Hann þekkir alla leikmenn og svo er hann bara geggjaður náungi."

Nánar er rætt við Árna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner