Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   þri 14. júlí 2020 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Nýtum færin fáránlega illa
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega þungur á sér er Fótbolti.net ræddi við hann eftir 3-2 tapið gegn KR í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar voru að eltast við fyrsta sigur sumarsins og reyndist það enn þyngra er Ana Victoria Cate fékk rautt spjald gegn Stjörnunni þegar klukkutími var eftir af leiknum.

Þrátt fyrir það þá hafðist þetta hjá KR en Kristján var óhress með að liðið nýtti ekki þau færi sem sköpuðust.

„Já, en þegar maður spilar ekki nógu vel þá tapar maður. Fyrst og fremst varnarleikurinn aftast. Við gefum þeim alltof opin færi og þær nýta sér það fullkomlega. KR spilar hörkuvörn og við náum í örfá skipti að opna þær en nýtum færin fáranlega illa," sagði Kristján við Fótbolta.net

„Við náum ekki að nýta góðu kaflana nógu vel. Við fáum ágætis færi en erum jafnvel ekki að skjóta á markið þegar við fáum þau. Þegar KR fá færi þá setja þær boltann í markið en við vorum að hugsa um eitthvað annað."

Kristján var spurður út í rauða spjaldið sem Ana Cate fékk en hann var sammála dómaranum.

„Það var fullkomlega hárrétt hjá dómaranum að gefa áminningu í bæði skiptin."

Sædís Rún Heiðarsdóttir verður að öllum líkindum ekki með í næsta leik Stjörnunnar vegna meiðsla .

„Ég er ekki viss um að hún verði tilbúin alveg strax. Við metum það dag frá degi. Þetta er ekki eins slæmt og maður óttaðist en maður þarf alltaf að fara varlega í þessum hlutum en hún verður eitthvað frá í viðbót," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner