Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 14. júlí 2020 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Nýtum færin fáránlega illa
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega þungur á sér er Fótbolti.net ræddi við hann eftir 3-2 tapið gegn KR í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar voru að eltast við fyrsta sigur sumarsins og reyndist það enn þyngra er Ana Victoria Cate fékk rautt spjald gegn Stjörnunni þegar klukkutími var eftir af leiknum.

Þrátt fyrir það þá hafðist þetta hjá KR en Kristján var óhress með að liðið nýtti ekki þau færi sem sköpuðust.

„Já, en þegar maður spilar ekki nógu vel þá tapar maður. Fyrst og fremst varnarleikurinn aftast. Við gefum þeim alltof opin færi og þær nýta sér það fullkomlega. KR spilar hörkuvörn og við náum í örfá skipti að opna þær en nýtum færin fáranlega illa," sagði Kristján við Fótbolta.net

„Við náum ekki að nýta góðu kaflana nógu vel. Við fáum ágætis færi en erum jafnvel ekki að skjóta á markið þegar við fáum þau. Þegar KR fá færi þá setja þær boltann í markið en við vorum að hugsa um eitthvað annað."

Kristján var spurður út í rauða spjaldið sem Ana Cate fékk en hann var sammála dómaranum.

„Það var fullkomlega hárrétt hjá dómaranum að gefa áminningu í bæði skiptin."

Sædís Rún Heiðarsdóttir verður að öllum líkindum ekki með í næsta leik Stjörnunnar vegna meiðsla .

„Ég er ekki viss um að hún verði tilbúin alveg strax. Við metum það dag frá degi. Þetta er ekki eins slæmt og maður óttaðist en maður þarf alltaf að fara varlega í þessum hlutum en hún verður eitthvað frá í viðbót," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner