Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 14. júlí 2020 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Nýtum færin fáránlega illa
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega þungur á sér er Fótbolti.net ræddi við hann eftir 3-2 tapið gegn KR í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar voru að eltast við fyrsta sigur sumarsins og reyndist það enn þyngra er Ana Victoria Cate fékk rautt spjald gegn Stjörnunni þegar klukkutími var eftir af leiknum.

Þrátt fyrir það þá hafðist þetta hjá KR en Kristján var óhress með að liðið nýtti ekki þau færi sem sköpuðust.

„Já, en þegar maður spilar ekki nógu vel þá tapar maður. Fyrst og fremst varnarleikurinn aftast. Við gefum þeim alltof opin færi og þær nýta sér það fullkomlega. KR spilar hörkuvörn og við náum í örfá skipti að opna þær en nýtum færin fáranlega illa," sagði Kristján við Fótbolta.net

„Við náum ekki að nýta góðu kaflana nógu vel. Við fáum ágætis færi en erum jafnvel ekki að skjóta á markið þegar við fáum þau. Þegar KR fá færi þá setja þær boltann í markið en við vorum að hugsa um eitthvað annað."

Kristján var spurður út í rauða spjaldið sem Ana Cate fékk en hann var sammála dómaranum.

„Það var fullkomlega hárrétt hjá dómaranum að gefa áminningu í bæði skiptin."

Sædís Rún Heiðarsdóttir verður að öllum líkindum ekki með í næsta leik Stjörnunnar vegna meiðsla .

„Ég er ekki viss um að hún verði tilbúin alveg strax. Við metum það dag frá degi. Þetta er ekki eins slæmt og maður óttaðist en maður þarf alltaf að fara varlega í þessum hlutum en hún verður eitthvað frá í viðbót," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner