Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 14. ágúst 2024 22:59
Daníel Darri Arnarsson
Magnús Örn: Leit að nýjum þjálfara stendur yfir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Í fyrsta lagi var hjartað og vinnusemin hjá strákunum til mikillar fyrirmyndar og spilalega séð áttum við mjög góð augnablik í fyrri hálfleiknum, skoruðum og hefðum getað skorað meira" . Sagði Magnús Örn sem sá um Gróttu með Dominic Ankers í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 Grótta

„Það var ekkert endilega að bakka á móti Þrótturum en kannski eins og flest lið að pressa á réttum augnablikum og reyna blanda því með að halda boltanum og sækja hraðar það er ekkert sérstaklega flókið eða merkilegt í upplegginu sem ég get sagt þér við ætluðum að vera klárir í öll momentin".

Spurt var hvort Grótta hefði getað styrkt sig betur í glugganum, fengu 2 leikmenn þá Ísak Daða á láni frá Víking og Rasmus reynslubolta frá ÍBV.

„Nei það voru svona leikmenn það er nottlega, auðvitað koma síðan meiðsli og bönn og þú hugsar hvort það sé ekki betra að hafa hópinn aðeins stærri en ísak og Rasmus eru frábærir á sinn hátt það er náttlega svoldið mörg ár á milli þeirra þannig það var alveg verið að skoða það voru einhverjir möguleikar en þetta var niðurstaðan 2 leikmenn og við erum virkilega sáttir með þá".

Tareq Shihab fór til HK í gær og spurt var hversu stór missir hann væri fyrir Gróttu?

„Það er einnig frábær leikmaður og hann eigi eftir að hjálpa HK í þeirra baráttu og samningurinn hans var að renna út þannig kannski hann og við að nálgast endastöð og allt gert í góðu en það náttlega vont að geta ekki notað hann en góður tímapunktur fyrir hann til að fara".

Magnús og Dom stýrðu leiknum í dag og spurt var hvort það væri planið framvegis?

„Nei það er ekki planið, leit að nýjum þjálfara stendur yfir en já ég og Dom tókum 2 æfingar og leikinn í dag en þurfum bara sjá hvað gerist á næstunni".

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir