Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 14. október 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega svekkjandi, mjög svekkjandi að tapa á heimavelli. Það er bara alls ekki það sem við viljum," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Íslands, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Hákon gerði mistök í þriðja marki Tyrkja undir lok leiksins. Hann var svekktur með sjálfan sig.

„Gæinn pressar mig bara. Ég á bara að vera skynsamari, þá að hreinsa í burtu eða liggja eftir. Ég held að þetta sé klárt brot eftir að hafa séð þetta aftur. Í augnablikinu þurfti ég að reyna að verja en þetta var bara ekki nógu gott."

Það hefði alveg verið hægt að flauta brot á þetta atvik.

„Ég þurfti að standa hratt upp og reyna að verja seinna skotið. Það voru kannski stóru mistökin. Ef ég hefði legið eftir, þá hefði hann kannski dæmt á þetta. Við fengum reyndar ekkert í gegnum VAR en kannski hefðum við getað fengið það þarna. Ég hefði átt að mótmæla meira og ég læri af því. Ég sá eftir því að hafa ekki mótmælt."

„Við hittumst aftur í nóvember og þurfum að gera betur þá," segir Hákon en hann telur að það muni ganga fínt að losna við þennan leik úr kerfinu.
Athugasemdir
banner