Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mán 14. október 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega svekkjandi, mjög svekkjandi að tapa á heimavelli. Það er bara alls ekki það sem við viljum," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Íslands, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Hákon gerði mistök í þriðja marki Tyrkja undir lok leiksins. Hann var svekktur með sjálfan sig.

„Gæinn pressar mig bara. Ég á bara að vera skynsamari, þá að hreinsa í burtu eða liggja eftir. Ég held að þetta sé klárt brot eftir að hafa séð þetta aftur. Í augnablikinu þurfti ég að reyna að verja en þetta var bara ekki nógu gott."

Það hefði alveg verið hægt að flauta brot á þetta atvik.

„Ég þurfti að standa hratt upp og reyna að verja seinna skotið. Það voru kannski stóru mistökin. Ef ég hefði legið eftir, þá hefði hann kannski dæmt á þetta. Við fengum reyndar ekkert í gegnum VAR en kannski hefðum við getað fengið það þarna. Ég hefði átt að mótmæla meira og ég læri af því. Ég sá eftir því að hafa ekki mótmælt."

„Við hittumst aftur í nóvember og þurfum að gera betur þá," segir Hákon en hann telur að það muni ganga fínt að losna við þennan leik úr kerfinu.
Athugasemdir
banner
banner