Manchester City missteig sig í ensku titilbaráttunni þegar liðið heimsótti West Ham United í dag.
City byrjaði leikinn af krafti en það var Jarrod Bowen sem gerði tvennu í fyrri hálfleik og West Ham var óvænt 2-0 yfir í leikhlé.
Gestirnir frá Manchester komust nálægt því að skora í fyrri hálfleik en skiptu um gír í þeim seinni og minnkaði Jack Grealish muninn snemma.
Vladimir Coufal gerði svo sjálfsmark og staðan var orðin 2-2 þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
City var talsvert betra liðið en Hamrarnir komust í álitlegar sóknir og hefðu bæði lið getað bætt mörkum við leikinn, en gerðu ekki. Riyad Mahrez steig á vítapunktinn á 86. mínútu og brenndi af.
Man City er fjórum stigum fyrir ofan Liverpool, sem á leik til góða gegn Southampton á þriðjudaginn, þegar aðeins lokaumferðin er eftir.
West Ham 2 - 2 Man City
1-0 Jarrod Bowen ('24)
2-0 Jarrod Bowen ('45)
2-1 Jack Grealish ('49)
2-2 Vladimir Coufal ('69, sjálfsmark)
Leeds United náði þá í dýrmætt stig á heimavelli gegn Brighton. Liðin mættust í opnum og fjörugum leik þar sem Danny Welbeck komst fyrstur á blað. Hann gerði vel að lyfta boltanum yfir Illan Meslier eftir góða sendingu frá Yves Bissouma.
Brighton leiddi allt þar til á lokamínútum leiksins þrátt fyrir mikið af marktilraunum frá báðum liðum. Í uppbótartíma tókst Hollendingnum Pascal Struijk, sem var nýlega kominn inn af bekknum, að setja boltann í netið eftir frábæran undirbúning frá Joe Gelhardt og urðu lokatölur 1-1.
Leeds fær afar dýrmætt stig sem kemur liðinu úr fallsæti með 37 stig. Burnley er í fallsæti með 36 stig og leik til góða á útivelli gegn Aston Villa næsta fimmtudag.
Aston Villa gerði þá jafntefli við Crystal Palace, Wolves og Norwich skildu jöfn og Leicester setti fimm í stórsigri gegn Watford eftir að hafa lent undir snemma leiks. Wolves er þar með búið að missa af sæti í Sambandsdeildinni á næsta ári.
Harvey Barnes, James Maddison og Jamie Vardy léku á alls oddi í þeim leik. Barnes og Vardy settu báðir tvennu á meðan Maddison gerði eitt mark. Maddison lagði þá tvö upp og Barnes eitt.
Leeds 1 - 1 Brighton
0-1 Danny Welbeck ('21)
1-1 Pascal Struijk ('92)
Wolves 1 - 1 Norwich
0-1 Teemu Pukki ('37)
1-1 Ait Nouri ('55)
Watford 1 - 5 Leicester
1-0 Joao Pedro ('6)
1-1 James Maddison ('18)
1-2 Jamie Vardy ('22)
1-3 Harvey Barnes ('46)
1-4 Jamie Vardy ('70)
1-5 Harvey Barnes ('86)
Aston Villa 1 - 1 Crystal Palace
1-0 Ollie Watkins ('69)
1-1 Jeffrey Schlupp ('81)
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 12 | 9 | 2 | 1 | 24 | 6 | +18 | 29 |
| 2 | Chelsea | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 | 11 | +12 | 23 |
| 3 | Man City | 12 | 7 | 1 | 4 | 24 | 10 | +14 | 22 |
| 4 | Aston Villa | 12 | 6 | 3 | 3 | 15 | 11 | +4 | 21 |
| 5 | Crystal Palace | 12 | 5 | 5 | 2 | 16 | 9 | +7 | 20 |
| 6 | Brighton | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 16 | +3 | 19 |
| 7 | Sunderland | 12 | 5 | 4 | 3 | 14 | 11 | +3 | 19 |
| 8 | Bournemouth | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 9 | Tottenham | 12 | 5 | 3 | 4 | 20 | 14 | +6 | 18 |
| 10 | Man Utd | 12 | 5 | 3 | 4 | 19 | 19 | 0 | 18 |
| 11 | Everton | 12 | 5 | 3 | 4 | 13 | 13 | 0 | 18 |
| 12 | Liverpool | 12 | 6 | 0 | 6 | 18 | 20 | -2 | 18 |
| 13 | Brentford | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 19 | -1 | 16 |
| 14 | Newcastle | 12 | 4 | 3 | 5 | 13 | 15 | -2 | 15 |
| 15 | Fulham | 12 | 4 | 2 | 6 | 13 | 16 | -3 | 14 |
| 16 | Nott. Forest | 12 | 3 | 3 | 6 | 13 | 20 | -7 | 12 |
| 17 | West Ham | 12 | 3 | 2 | 7 | 15 | 25 | -10 | 11 |
| 18 | Leeds | 12 | 3 | 2 | 7 | 11 | 22 | -11 | 11 |
| 19 | Burnley | 12 | 3 | 1 | 8 | 14 | 24 | -10 | 10 |
| 20 | Wolves | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 | 27 | -20 | 2 |



