Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fim 15. ágúst 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna: Ég er ekki í leit að frægð og frama
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan, en við gerum okkur fulla grein fyrir því hvað er undir," segir landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fyrir leik Víkinga gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Það má búast við mikill stemningu á Víkingsvelli í kvöld, en leikurinn hefst 19:15 og verður undir flóðljósunum.

„Við ætlum í úrslitaleikinn og höfum talað um það lengi. Það er mikil tilhlökkun," segir Kári.

Víkingar fóru síðast í bikarúrslit 1971 og það var einmitt úrslitaleikur gegn Blikum þar sem leikar enduðu 1-0 fyrir Víking.

„Þetta er stórleikur í sögu Víkings og vonandi verða úrslitin eftir því. Það voru enn 11 ár í að ég fæddist (þegar Víkingur fór síðast í úrslit) og það er kominn tími á að við komumst aftur í úrslit."

Kári spilaði síðasta leik á miðjunni. Er það möguleiki í kvöld?

„Það verður bara að koma í ljós. Ég sagði við Arnar (Gunnlaugsson, þjálfara Víkings) að það væri möguleiki þegar ég kom til liðsins. Ég er betri hafsent og ég held að það viti allir á landinu. Engu að síður er ég ekki í leit að frægð og frama, ég er að spila fyrir Víking og ef Arnar telur að það hjálpi liðinu, þá er ég meira en klár í það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner