Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   fim 15. ágúst 2019 22:00
Ármann Örn Guðbjörnsson
Rafn Markús: Við munum halda okkur uppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús, þjálfari Njarðvíkur fór með sína menn í Safamýrina í kvöld þar sem liðið mætti Fram í fyrsta leik 17. umferð Inkasso-deildar karla. Leikurinn endaði 2-0 fyrir heimaliðið og Njarðvíkingar því enn á botni deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Njarðvík

"Við fengum mark á okkur í lokin eftir að hafa verið komnir með allan mannskapinn fram en það er mikið svekkelsi að hafa fengið þetta fyrsta mark á okkur. Við vorum að gefa boltann frá okkur klaufalega allan leikinn og sérstaklega í markinu. Við gáfum þeim bara mark"

Fram var meira með boltann allan leikinn án þess að ná að nýta sér það á stórum kafla leiksins. Njarðvíkingar vörðust á mörgum mönnum en það var ekki nóg í dag.

"Fram eru með gott lið og við vissum það alveg. Við erum að mæta þeim í dag í þriðja skipti í sumar. Þeir halda boltanum vel á milli sín og við vissum það alveg en við þurfum bara að vera klókari að halda boltanum. Þessi leikur tapaðist bara á lélegum sendingum"

Njarðvík eru í harðri botnbaráttu og næsti leikur algjörleg krúsíal fyrir framhaldið þar sem liðið mætir Magna.

"Við erum búnir að spila vel í síðustu leikjum og höfum verið óheppnir að fá ekki fleri stig en það eru 5 leikir eftir og við þurfum að fara sækja okkur stig. Við æltum okkur og munum ná í þessi stig og á Laugardaginn eftir viku ætlum við að fagna eftir leikinn gegn Magna"

Viðtalið má sjá í heild sinni í tækinu hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner