Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mið 15. september 2021 23:13
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralinn Joey Gibbs reimaði á sig markaskóna þegar lið hans Keflavík heimsótti HK í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Kórnum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Keflavík í 5-3 sigri en öll mörk hans litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Joey mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

„Tilfinningin er góð og við áttum hana inni eftir erfiðar vikur hjá okkur að undanförnu. Margir hlutir sem gátu farið úrskeiðis sem hafa gert það að undanförnu og ég held að þessi bikarsigur verði stór fyrir okkur. Auðvitað upp á það að komast áfram en líka uppá tímabilið sem heild.“

Keflavík hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu líkt og Joey kemur inná en mun þessi sigur ekki hafa mikil og góð áhrif á sjálfstraust liðsins og auka bjartsýni innan þess?

„Já örugglega. VIð höfum verið að fá stráka inn aftur og liðsandin er sterkari. Leikmenn sem eru að spila sínar stöður aftur sem hjálpar mikið og þetta er stórt fyrir okkur fyrir þessa tvo stóru leiki sem við eigum eftir í deildinni.“

Fréttaritari fór yfir hverjir væru í pottinum fyrir undanúrslitin og spurði Joey hvort hann ætti sér óskamótherja.

„Það er erfitt að segja. Við höfum átt gott bikar run og spilað við sterk lið eins og Breiðablik og KA. Hvern sem við fáum teljum við okkur eiga möguleika og erum með sjálfstraust. Svo hvort sem það verður Víkingur eða Vestri þá mætum við hverjum sem er.“

Allt viðtalið við Joey má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner