

„Við virðum stigið, gott að vera komin af stað í deildinni og eitt er niðurstaðan í dag og við tökum því." sagði Guðni Eiríksson sáttur eftir markalausa jafnteflið við Val á Hlíðarenda í leik svo var að ljúka í 1.umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 FH
„Þetta er erfiður útivöllur heim að sækja og það er sterkt að fara héðan með kassann út og höfuðið hátt. Ég er ánægður með spiritið í liðinu og svolítið að setja tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH liðinu."
„Við sýndum hvað okkur langaði þetta mikið og ég held að það hafi svona skinið skært í gegn og vorum tilbúnr að berjast fyrir hvora aðra og það er þannig sem við nálguðumst leikinn og deliveruðu því og þess vegna eiga þær stigið skilið."
Vigdís Edda Friðriksdóttir þurfti að fara útaf undir lok fyrri hálfleiks vegna hnémeiðsla en hún var frábær í fyrri hálfleiknum í kvöld.
„Ég veit það ekki enþá., hún fer útaf á börum og er núna upp á spítala. Þetta er hnéð á henni og það veit ekki á gott, því miður því hún búin að vera frábær áður en hún meiðist."