Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 16. maí 2021 21:51
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar: Eitt það besta sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara hrikalega ánægður, við lögðum grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í viðtali eftir 3-0 sigur á Breiðablik.

„Ég held að frammistaðan í fyrri hálfleik hafi verið ein sú besta sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn, við vorum gríðarlega þéttir og öflugir. Blikarnir eru með hörku, hörkulið og eru með frábært fótboltalið. Við þurftum svo sannarlega að allir leikmenn myndu vera með leikinn sinn spot on."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

Víkingar eru nú komnir með þrjá sigra á leiktíðinni eða jafn marga sigra og allt síðasta tímabil.

„Þetta var skrítið tímabil í fyrra, ég hef það á tilfinningunni að leikmenn skuldi einhvað, fullt af leikjum í fyrra sem voru engin hörmung en þá gekk ekkert upp, við gerum átta jafntefli. Menn slípuðu sig vel saman í vetur en það eru bara fjórir leikir búnir núna og menn verða vera fljótir niður á jörðina og halda sama focus leveli áfram."

Þórður Ingason var frábær í marki Víkinga í kvöld og Ingvar Jónsson að koma til baka úr meiðslum, erfitt fyrir Ingvar að komast í liðið?

„Ingvar auðvitað þekkir leikinn. Það verður bara frábært þegar við fáum hann til baka en Doddi er bara búinn að vera standa sig hrikalega vel eftir að hann kom inn í liðið og í stöðunni 1-0 í dag ver hann frábærlega sem heldur okkur inn í leiknum þannig hann er bara að nýta sér tækifærið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner