Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
   þri 16. júlí 2019 22:04
Arnar Daði Arnarsson
Halldór Árna: Finnst við pínulítið hafa stolið þessu
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Hulda Margrét
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu var að vonum himinlifandi með að hafa fengið öll þrjú stigin eftir 1-0 útisigur liðsins á Þrótti í Laugardalnum í kvöld.

Heil umferð fór fram í Inkasso-deildinni en Grótta situr í 2. sæti deildarinnar eftir tólf umferðir.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Grótta

„Við höfum átt betri leiki. Mér fannst við byrja þetta ágætlega en síðan áttum við í bölvuðu basli með Þróttarana. Mér fannst þeir hrikalega góðir í dag, með mikil einstaklingsgæði og flott lið. Þeir eru með frábært þjálfarateymi og maður finnur að liðið er að komast í betra stand og annað. Þeir eru hrikalega góðir," sagði Halldór í viðtali eftir leik.

Það var fátt sem benti til þess að Grótta væri að fara skora þeir þeir fengu vítaspyrnu um miðbik seinni hálfleiks þar sem sigurmarkið kom. Eftir það lögðust Grótta vel til baka og þétturaðirnir og gáfu fá færi á sér.

„Þetta er sennilega með einum erfiðari leikjum sem við höfum spilað í sumar. Þetta er kannski í fyrsta skipti sem manni finnst við pínulítið hafa stolið þessu."

Viðtalið við Halldór má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner