Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 17. september 2020 19:53
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Fólkið hérna í stúkunni hjálpaði okkur
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það vantaði aðeins neistann hjá okkur framan af leik. En að sama skapi voru Framarar svo sem ekkert að nýta sér það. En dálítið rothögg að fá á sig svona víti og erfitt að segja eitthvað á móti þessu en svo komu menn ferskir inn og við náum aðeins að kveikja upp í þessu.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflavíkur um sitt mat á leiknum eftir 1-1 jafntefl Keflavíkur og Fram í toppslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Fram

Þrátt fyrir erfiðleika eftir mark Fram hélt Keflavík áfram sem skilaði jöfnunarmarki og mikilvægu stigi í hús.

„Strákarnir fá hrós fyrir það. En fyrsti klukkutíminn af leiknum finnst mér vera glatað tækifæri. Við eigum að spila allt öðruvísi og eigum að hafa meiri neista og spila af meiri áræðni og krafti og ég auglýsi eftir því í næsta leik. “
Sagði Eysteinn og hélt síðan áfram um mikilvægi áhorfenda Keflavíkur sem fylgdust með leiknum úr stúkunni.
„Ég held að fólkið hérna í stúkunni hafi hjálpað okkur aðeins. og komið okkur aðeins í gang. Fólkið í stúkunni má ekki gleyma því að þau eru algjör lykill á svona stundum þegar neistinn er ekki alveg til staðar að kveikja upp í liðinu og ég verð að minnast á það að ég er mjög ánægður með fólkið og það á þátt í því að liðið náði neistanum aðeins upp. “

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir um klukkustundarleik. Vissi Eysteinn hvernig staðan á honum væri skömmu eftir leik?

„Nei ég veit það ekki og sama með Andra sem við misstum líka út af og það leit ekki vel út heldur. En það er bara eins og alltaf að nú verða aðrir að stíga upp.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner