Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
banner
   fim 17. september 2020 19:53
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Fólkið hérna í stúkunni hjálpaði okkur
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það vantaði aðeins neistann hjá okkur framan af leik. En að sama skapi voru Framarar svo sem ekkert að nýta sér það. En dálítið rothögg að fá á sig svona víti og erfitt að segja eitthvað á móti þessu en svo komu menn ferskir inn og við náum aðeins að kveikja upp í þessu.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflavíkur um sitt mat á leiknum eftir 1-1 jafntefl Keflavíkur og Fram í toppslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Fram

Þrátt fyrir erfiðleika eftir mark Fram hélt Keflavík áfram sem skilaði jöfnunarmarki og mikilvægu stigi í hús.

„Strákarnir fá hrós fyrir það. En fyrsti klukkutíminn af leiknum finnst mér vera glatað tækifæri. Við eigum að spila allt öðruvísi og eigum að hafa meiri neista og spila af meiri áræðni og krafti og ég auglýsi eftir því í næsta leik. “
Sagði Eysteinn og hélt síðan áfram um mikilvægi áhorfenda Keflavíkur sem fylgdust með leiknum úr stúkunni.
„Ég held að fólkið hérna í stúkunni hafi hjálpað okkur aðeins. og komið okkur aðeins í gang. Fólkið í stúkunni má ekki gleyma því að þau eru algjör lykill á svona stundum þegar neistinn er ekki alveg til staðar að kveikja upp í liðinu og ég verð að minnast á það að ég er mjög ánægður með fólkið og það á þátt í því að liðið náði neistanum aðeins upp. “

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir um klukkustundarleik. Vissi Eysteinn hvernig staðan á honum væri skömmu eftir leik?

„Nei ég veit það ekki og sama með Andra sem við misstum líka út af og það leit ekki vel út heldur. En það er bara eins og alltaf að nú verða aðrir að stíga upp.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir