Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
laugardagur 18. maí
Lengjudeild karla
fimmtudagur 16. maí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 13. maí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
fimmtudagur 16. maí
Vináttulandsleikur
mán 24.apr 2023 14:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Vann baráttu við krabbamein og byrjar nýjan kafla hér - „Varð ástfangin af landinu"

Varnarmaðurinn Toni Deion Pressley gekk í raðir Breiðabliks í vetur eftir að hafa orðið ástfangin af Íslandi í heimsókn sinni til landsins í desember síðastliðnum. Pressley á mjög flottan feril en hún á mikinn fjölda leikja í bandarísku atvinnumannadeildinni sem er ein sterkasta deild í heimi. Árið 2019 var hún greind með brjóstakrabbamein en hún sigraði það og sneri aftur á fótboltavöllinn stuttu síðar. Í sumar stefnir þessi öflugi varnarmaður á að hjálpa Blikum á að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Í leik með Orlando Pride.
Í leik með Orlando Pride.
Mynd/Getty Images
'Auðvitað er þetta breyting'
'Auðvitað er þetta breyting'
Mynd/Getty Images
Spilaði með Orlando frá 2016 til 2022.
Spilaði með Orlando frá 2016 til 2022.
Mynd/Getty Images
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar, spilaði einnig með Pressley hjá Orlando Pride.
Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar, spilaði einnig með Pressley hjá Orlando Pride.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði með Dagný í háskólaboltanum.
Spilaði með Dagný í háskólaboltanum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var mjög tilfinningaríkur dagur þegar ég kom til baka'
'Það var mjög tilfinningaríkur dagur þegar ég kom til baka'
Mynd/Getty Images
'Að vera íþróttamaður þá hugsar maður stundum um að maður sé ósigrandi'
'Að vera íþróttamaður þá hugsar maður stundum um að maður sé ósigrandi'
Mynd/Getty Images
'Ég er heppin og ánægð að ég hafi farið í skoðun þegar ég gerði það'
'Ég er heppin og ánægð að ég hafi farið í skoðun þegar ég gerði það'
Mynd/Getty Images
Fyrir leik í bandarísku deildinni.
Fyrir leik í bandarísku deildinni.
Mynd/Getty Images
'Þetta voru spilin sem mér var gefið. Ég reyndi að takast á við þetta eins vel og ég gat með stuðningi frá fólkinu í kringum mig'
'Þetta voru spilin sem mér var gefið. Ég reyndi að takast á við þetta eins vel og ég gat með stuðningi frá fólkinu í kringum mig'
Mynd/Getty Images
'Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu'
'Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu'
Mynd/Getty Images
'Það er búið að vera gríðarlega gaman að skoða landið, skoða nýja staði og upplifa nýja menningu'
'Það er búið að vera gríðarlega gaman að skoða landið, skoða nýja staði og upplifa nýja menningu'
Mynd/Getty Images
Fagnar marki með Breiðabliki á undirbúningstímabilinu.
Fagnar marki með Breiðabliki á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Spilar með Breiðabliki í sumar.
Spilar með Breiðabliki í sumar.
Mynd/Getty Images
„Í desember á síðasta ári kom ég til að hitta vinkonur mínar, Erin og Gunný. Ég varð ástfangin af landinu. Á þeim tíma var ég að leita að einhverju nýju, nýjum kafla í fótboltanum. Ég talaði við þær um það og fékk svo tilboð um að koma hingað að spila með Breiðabliki. Þannig gerðist þetta," segir Pressley í samtali við Fótbolta.net þegar hún er spurð út í það af hverju hún ákvað að koma til Íslands.

Hún er spennt fyrir því að takast á við nýja áskorun í nýju landi, að spila í Bestu deildinni í sumar.

Auðvitað er þetta breyting
Pressley er frá Flórída og hefur búið þar stærstan hluti ævi sinnar. Það er auðvitað munur á því að búa þar og á Íslandi.

„Ég kann kannski fimm íslensk orð núna."

„Auðvitað er þetta breyting," segir miðvörðurinn sterki. „Þegar þú flytur í nýtt land og kynnist nýrri menningu þá er það breyting. Ég hef reynt að læra og aðlagast eins fljótt og mögulegt er. Allir hafa verið mjög vingjarnlegir við mig og tekið vel á móti mér. Það hefur hjálpað að allir tala ensku hérna. Ég er nú reyndar að reyna að læra íslensku."

„Ég kann kannski fimm íslensk orð núna. Þetta er erfitt en ég vil reyna að læra á meðan ég er hérna."

Eins og gefur að skilja þá er veðrið stærsti munurinn á því að búa hérna og í Flórída.

„Stærsti munurinn er auðvitað veðrið. Ég kem frá Flórída og það er mikill munur á veðrinu þar og hérna. En ég kann vel við breytinguna á veðurfari. Náttúran svo falleg hérna og það hefur verið frábært að skoða það. Ég varð ástfangin af landinu, það er svo fallegt. Fólkið er gríðarlega vingjarnlegt og landið svo fallegt. Ég var spennt að prófa eitthvað nýtt. Margar bandarískar stelpur hafa spilað hérna og notið þess mikið. Ég hugsaði: Af hverju ekki?"

„Allir hafa tekið vel á móti mér og verið mjög vingjarnlegir. Ég hef reynt að aðlagast eins hratt og mögulegt er. Það hjálpar að það er önnur stelpa frá Bandaríkjunum í liðinu og að allir tala ensku. Það hefur verið auðvelt að mynda tengsl við leikmenn í liðinu og við þjálfarateymið."

Ég lít mikið upp til hennar
Eins og Pressley nefndi hér að ofan þá er Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir góð vinkona hennar en þær spiluðu saman í Orlando. Hún er ein af stóru ástæðunum fyrir því að Pressley spilar hér á landi í sumar.

„Ég held að Gunný sé frábær leikmaður. Ég lít mikið upp til hennar. Hún leggur alltaf mest á sig af öllum leikmönnunum í liðinu. Hún gefur allt allar 90 mínúturnar og uppbótartímann líka. Hún er með gríðarlega jákvætt hugarfar. Ég er heppin og mjög þakklát fyrir það að hafa spilað með henni. Ég lærði mikið af henni á þeim árum sem ég spilaði með henni," segir Pressley.

„Hún er ein af bestu vinkonum mínum. Hún er mögnuð, hún er algjör kjáni og rosalega fyndin. Við eigum mikið sameiginlegt og okkur semur mjög vel. Hún gerir margt utan vallar sem veitir mér mikinn innblástur. Hún er að þjálfa börn með fötlun og gerir margt annað sem ég dáist að. Ég hef reynt að hjálpa henni og það hefur gefið mér mikið. Hún er einn besti liðsfélagi sem ég veit um."

Hún segir að það hjálpi að hafa þekkt fólk á Íslandi áður en hún kom hingað. Hún þekkti auðvitað líka Erin McLeod, sem er eiginkona Gunnhildar.

„Það hjálpar klárlega að vera með fólk utan fótboltans sem þú getur reitt þig á. Það gerði það auðveldara fyrir mig að koma hingað, vitandi það að ég ætti vinkonur sem yrðu nálægt mér."

Pressley spilaði líka með Dagný Brynjarsdóttur í háskólaboltanum og þekkir því nokkra íslenska leikmenn. „Ég spilaði með Dagný í eitt ár. Þegar ég var að útskrifast þá var hún að byrja. Hún er magnaður leikmaður. Hún er einn hraustasti leikmaður sem ég hef séð og er líka með frábæra tæknilega getu, svo gáfuð. Það var mjög gaman að spila með henni. Ég spilaði líka á móti henni þegar hún spilaði með Portland. Ég þekki nokkra íslenska leikmenn."

Var greind með krabbamein 2019
Árið 2019 varð bandaríski miðvörðurinn fyrir því áfalli að greinast með brjóstakrabbamein en stuttu eftir að hún sigraði þá baráttu þá sneri hún aftur á völlinn.

„Ég fékk gríðarlega mikinn stuðning frá vinum, fjölskyldu, liðinu mínu og samfélaginu öllu."

„Ég var greind með krabbamein árið 2019, það tímabilið. Það var sjokk eins og þú getur kannski ímyndað þér," segir hún.

„Ég fékk gríðarlega mikinn stuðning frá vinum, fjölskyldu, liðinu mínu og samfélaginu öllu. Jafnvel frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Það hjálpaði mér mikið og gerði mig staðráðna í að komast aftur út á völlinn eins fljótt og mögulegt var. Þremur mánuðum eftir tvöfalt brjóstnám þá var ég komin aftur út á völl að skokka og þannig. Það hefði ekki verið mögulegt án þess að hafa ótrúlegt umönnunarteymi og lækna í kringum mig - allt fólkið í kringum mig."

„Ég lít á þetta sem einn kafla í lífinu mínu og ég hef lært mikið um sjálfa mig í öllu þessu ferli. Ég hef reynt að nota þetta til að hjálpa öðru fólki ef ég get það á einhvern hátt."

Þann 12. október sneri hún aftur út á völlinn er hún kom inn á sem varamaður gegn OL Reign.



„Það var mjög tilfinningaríkur dagur þegar ég kom til baka. Ég bjóst ekki við að koma aftur í síðasta leik tímabilsins. Þetta var líka svona sérstakur dagur í deildinni til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Ég vildi hugsa um þetta sem hvern annan leikdag og fór í gegnum sömu rútínu og vanalega. Ég byrjaði ekki en kom inn af bekknum. Þegar ég fékk að koma inn á þá var það mjög súrrealískt. Ég fann fyrir allri ástinni og öllum stuðningnum. Það var magnað að finna fyrir því."

„Að vera íþróttamaður þá hugsar maður stundum um að maður sé ósigrandi. Þetta sýndi að það getur allt gerst. Ég er heppin og þakklát fyrir fólkið í kringum mig. Ég var hvött til að fara til læknis í skoðun. Ég myndi hvetja hvern sem er að hugsa fyrirbyggjandi um heilsuna, að bíða ekki þangað til þú ert með mjög slæm einkenni. Ég var með verki og lítinn hnúð. Ég hugsaði ekki mikið út í það fyrst. Ég vissi ekki hvort þetta væri eitthvað venjulegt eða eitthvað annað. Næringarfræðingurinn okkar hjá Orlando á þeim tíma hafði verið með brjóstakrabbamein og talaði við okkur um það. Það fékk mig til að vilja skoða þetta."

Hún spilaði leik daginn eftir að hún var greind með krabbamein.

„Eftir að ég komst að því að ég væri með krabbamein þá áttum við leik daginn eftir. Ég byrjaði þann leik. Eina fólkið sem vissi af greiningunni á þeim tíma var maki minn, sjúkraþjálfarinn og læknirinn. Ég byrjaði leikinn og spilaði hann. Það var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig. Ég reyndi mikið að hugsa um annað en að ég væri með krabbamein. Eftir leikinn sat ég á vellinum og brotnaði. Það vissi enginn af hverju. Svo fór ég og sagði þjálfarateyminu frá. Það var mjög erfitt og það var enn erfiðara að segja liðinu frá því. Það voru mörg tár og faðmlög. Nokkrum vikum eftir það fór ég í tvöfalt brjóstnám."

„Ég var bara með krabbamein í öðru brjóstinu en ég ákvað að fara í aðgerð á þeim báðum, bara til öryggis. Eftir það fékk ég að vita að ég þurfti ekki að fara í lyfjameðferð sem var mikill léttir. Ég var mjög heppin með það."

Höldum stundum að við séum ósigrandi
Pressley ákvað að fara í skoðun eftir ráðleggingar frá næringarfræðingi Orlando Pride. Hún var heppin að fara í skoðun eins snemma og hún gerði.

„Hugsum kannski stundum um að við séum ósigrandi"

„Eins og ég sagði þá hugsum við íþróttamenn kannski stundum um að við séum ósigrandi, ónæm fyrir sjúkdómum og veikindum. Við hugsum ekki út í það því við erum hraust. Ég er heppin og ánægð að ég hafi farið í skoðun þegar ég gerði það. Þau héldu fyrst að þetta væri á krabbamein á stigi núll en eftir frekari skoðun fundu þau út að þetta var á fyrsta stigi. Ég veit ekki hvernig það hefði verið ef ég hefði beðið lengur, hvort það hefði þróast meira."

Henni leið vel eftir aðgerðina og var mætt út á völl ekki löngu síðar.

„Mér leið betur en ég bjóst. Ég mátti ekki gera ýmislegt því ég þurfti að láta sárin gróa á réttan hátt. Mér leið vel og ég vildi fara að hlaupa strax. Það var erfitt að þurfa að bíða og leyfa sárunum að gróa. Það er mikið af fólki sem á ekki auðvelt með að jafna sig og ég var heppin. Ég reyndi að vera meðvituð um tilfinningar mínar á þeim tíma. Mér leið vel en ég þurfti að hlusta á læknana og fólkið sem veit meira en ég. Þegar ég fékk leyfi til að skokka, hlaupa og taka þátt á æfingum þá leið mér mjög vel. Að vera í kringum liðið aftur og í því umhverfi sem ég hafði saknað var mjög góð tilfinning."

„Þetta voru spilin sem mér var gefið. Ég reyndi að takast á við þetta eins vel og ég gat með stuðningi frá fólkinu í kringum mig. Það var mjög indælt að heyra sögur frá fólki sem hefur gengið í gegnum það sama. Brjóstakrabbamein er algengt og mikið af fólki greinist með það. Ég var bara 29 ára þegar ég greindist. Þetta getur gerst hvenær sem er," segir Pressley en hún ítrekar að það sé mikilvægt að fara í skoðun ef þú finnur fyrir einhvers konar einkennum.

Mjög spennt fyrir tímabilinu
Pressley kveðst mjög spennt fyrir tímabilinu sem er framundan hér á Íslandi með Breiðabliki.

„Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu. Þessir mánuðir fyrir tímabil hafa verið erfiðir en samt sem áður skemmtilegir. Ég hef notið þess að æfa og fá að spila með liðsfélögum mínum. Ég hef lært mikið og er spennt fyrir leiknum á morgun," segir hún en Breiðablik mætir Val í stórleik í fyrstu umferð deildarinnar. „Ég veit að það verður erfiður leikur því Valur er frábært lið. Ég er spennt að sýna hvað við getum gert."

„Ég vona að ég geti verið leiðtogi fyrir liðið. Mér líður vel í liðinu og ég vil byggja upp tengsl inn á vellinum. Þegar það gerist þá verður auðveldara að vera leiðtogi inn á vellinum. Ég vonast til að koma með það inn í liðið."

Verður skrítið fyrir hana að mæta vinkonum sínum í Stjörnunni þegar þar að kemur? Gunnhildur Yrsa og Erin eru leikmenn Stjörnunnar. „Ég mun hugsa um það sem hvern annan leik. Þegar við stígum inn á völlinn erum við andstæðingar. Það verður annar erfiður leikur þar sem þær eru líka með mjög gott lið. Það verður mjög gaman að spila gegn þeim í fyrsta sinn."

Hugsaði alltaf að það yrði gaman að vera í FBI eða CIA
Pressley segir það virkilega skemmtilegt að nota frítímann í að skoða sig um á Íslandi.

„Ég reyni að skoða náttúruna og fer mikið í göngutúra. Ég fer mikið niður í bæ og labba þar um, sérstaklega núna þegar veðrið er búið að vera gott. Ég hef gaman að því að fara á kaffihús, en það er margt sem er hægt að gera hérna," segir hún og bætir við:

„Það er búið að vera gríðarlega gaman að skoða landið, skoða nýja staði og upplifa nýja menningu. Ég er gríðarlega heppinn að fá tækifæri til að spila og búa hérna. Ég vona að ég fái einn daginn tíma til að fara út fyrir Reykjavík og skoða enn fleiri staði, alla þá fegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Ég vil mjög mikið fara í útilegu, ég hef aldrei á ævinni gert það."

Að lokum var hún spurð út í háskólagráðuna sína en hún er útskrifuð úr Florida State í Bandaríkjunum með gráðu í afbrotafræði. „Ég útskrifaðist með gráðu úr afbrotafræði úr Florida State. Það var mjög áhugavert nám og ég lærði frá mörgum stórkostlegum prófessorum. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég mun gera með gráðuna. Ég hugsaði alltaf að það yrði gaman að vera í FBI eða CIA. Við sjáum til," sagði þessi skemmtilega og hressa fótboltakona að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti
Hin hliðin - Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner