Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 18. febrúar 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli Þorkelsson lék stærsta leik sinn á ferlinum á fimmtudaginn þegar varnarmanninum unga var kastað í djúpu laugina og byrjaði í 2-1 sigri Víkings gegn Panathinaikos. Þessi 21 árs Breiðhyltingur, ÍR-ingur, lék virkilega vel og fékk mikið hrós frá Sölva Geir Ottesen þjálfara.

Sveinn Gísli er 21 árs og var ekki í stóru hlutverki hjá Víkingi í fyrra. Hvernig var að spila þennan leik?

„Það var geðveikt, ógeðslega gaman og gaman að fá traustið. Engin spurning. Manni datt í hug að maður gæti verið að fara að byrja þegar verið var að stilla upp á æfingum fyrir leikinn og Sölvi talaði svo við mig stuttu fyrir leik," segir Sveinn Gísli.

Var enginn sviðsskrekkur að stíga inn á völlinn?

„Það hverfur alveg þegar flautað er á. Maður fer í fókus og gleymir því fljótt. Það var ekki sviðsskrekkur en smá fiðrildi í maganum fyrir leik. Þetta gerðist allt svo fljótt, fljótt að líða þegar maður var kominn inn á og maður var ekkert að pæla í þessu."

Hann segir að það hafi gert það þægilegra fyrir sig að vera með í kringum sig þá reynslubolta sem Víkingur býr yfir. Hann hrósar markverðinum Ingvari Jónssyni sem átti frábæran leik fyrir aftan varnarlínuna.

„Ekki spurning," er svar kokhrausts Sveins Gísla þegar hann er spurður hvort hann sé ekki klár í að byrja aftur á fimmtudaginn. Í viðtalinu, sem má sjá í heild hér að ofan, ræðir Sveinn meðal annars um hrósið sem hann fékk frá Sölva og markmið sín.
Athugasemdir