Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
   þri 18. febrúar 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli Þorkelsson lék stærsta leik sinn á ferlinum á fimmtudaginn þegar varnarmanninum unga var kastað í djúpu laugina og byrjaði í 2-1 sigri Víkings gegn Panathinaikos. Þessi 21 árs Breiðhyltingur, ÍR-ingur, lék virkilega vel og fékk mikið hrós frá Sölva Geir Ottesen þjálfara.

Sveinn Gísli er 21 árs og var ekki í stóru hlutverki hjá Víkingi í fyrra. Hvernig var að spila þennan leik?

„Það var geðveikt, ógeðslega gaman og gaman að fá traustið. Engin spurning. Manni datt í hug að maður gæti verið að fara að byrja þegar verið var að stilla upp á æfingum fyrir leikinn og Sölvi talaði svo við mig stuttu fyrir leik," segir Sveinn Gísli.

Var enginn sviðsskrekkur að stíga inn á völlinn?

„Það hverfur alveg þegar flautað er á. Maður fer í fókus og gleymir því fljótt. Það var ekki sviðsskrekkur en smá fiðrildi í maganum fyrir leik. Þetta gerðist allt svo fljótt, fljótt að líða þegar maður var kominn inn á og maður var ekkert að pæla í þessu."

Hann segir að það hafi gert það þægilegra fyrir sig að vera með í kringum sig þá reynslubolta sem Víkingur býr yfir. Hann hrósar markverðinum Ingvari Jónssyni sem átti frábæran leik fyrir aftan varnarlínuna.

„Ekki spurning," er svar kokhrausts Sveins Gísla þegar hann er spurður hvort hann sé ekki klár í að byrja aftur á fimmtudaginn. Í viðtalinu, sem má sjá í heild hér að ofan, ræðir Sveinn meðal annars um hrósið sem hann fékk frá Sölva og markmið sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner