Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   þri 18. febrúar 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Nokkrir grískir fjölmiðlar fullyrtu að eigandi Panathinaikos, Giannis Alafouzos, hafi sektað leikmannahóp liðsins eftir tapið gegn Víkingi í Sambandsdeildinni á fimmtudag vegna röð vondra úrslita. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Hópurinn er sagður hafa fengið um 60 milljóna króna sekt frá eigandanum sem væri reiður eftir dapurt gengi.

„Ég las þessar fréttir og veit ekki hvað er mikið til í þessu. Ég vona að Kári Árna fari ekki að taka upp á þessu," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, kíminn þegar hann er spurður út í þessar fréttir. Kári Árnason er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

„Það tíðkast oft í svona löndum að það eru forsetar sem vilja refsa mönnum fyrir léleg úrslit. Hann er kannski að reyna að kveikja í mönnum fyrir næsta leik. Við þurfum bara að pæla í okkur og gera þetta almennilega, þá erum við mjög vongóðir."

Víkingar eru í Aþenu að búa sig undir seinni leikinn gegn Panathinaikos, með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í farteskinu. Seinni leikurinn verður klukkan 20 að íslenskum tíma á fimmtudagskvöld.

„Við höfum að einhverju leyti komið þeim á óvart í fyrri leiknum og þeir voru ekkert himinlifandi með aðstæður þarna. Þeir vita núna að þetta verður erfiður leikur og munu gefa allt í þetta. Þeir verða allavega einum gír ofar í næsta leik," segir Ingvar.

Ingvar maður leiksins í Helsinki
Ingvar átti frábæran leik gegn Panathinaikos í Helsinki og var valinn maður leiksins. Víkingsliðið er farið að finna sig vel á stóra sviðinu.

„Það var mjög sérstök tilfinning að spila þennan leik. Það var smá eins og maður væri kominn aftur til baka eftir meiðsli. Það var svo langt síðan maður hafði spilað, þetta var ekki eins og að spila heima í snjó á Íslandi," segir Ingvar.

„Ég er ótrúlega ánægður með hvað það gekk vel. Allt liðið spilaði vel í gegnum allan leikinn. Það kom einn og einn kafli þar sem við þurftum aðeins að 'söffera' en komumst í gegnum það. Yfir allt var þetta mjög góð góð frammistaða."

„Það kveikir auka í mönnum að spila svona stóra leiki, það er eitthvað við það. Leið og maður labbar inn á leikvanginn kveikist aukalega á einhverjum fókus hjá öllum. Við höfum fulla trúa á því að við getum klárað þetta."

Getur sprungið út á stærra sviði
Danijel Djuric verður ekki með í seinni leiknum, og reyndar ekki meira með Víkingi yfirhöfuð þar sem hann var í gær seldur til króatíska félagsins Istra. Hann var kvaddur af liðsfélögum sínum eftir æfingu í Aþenu í gær.

„Svona virkar boltinn. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og bara góður. Maður var undirbúinn undir þetta og hélt að hann færi fyrr. Hann er með gæði til að springa út á stærra sviði en á Íslandi. Ég óska honum til hamingju og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni," segir Ingvar um Danijel Djuric.
Athugasemdir
banner
banner