Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
   þri 18. febrúar 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Nokkrir grískir fjölmiðlar fullyrtu að eigandi Panathinaikos, Giannis Alafouzos, hafi sektað leikmannahóp liðsins eftir tapið gegn Víkingi í Sambandsdeildinni á fimmtudag vegna röð vondra úrslita. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Hópurinn er sagður hafa fengið um 60 milljóna króna sekt frá eigandanum sem væri reiður eftir dapurt gengi.

„Ég las þessar fréttir og veit ekki hvað er mikið til í þessu. Ég vona að Kári Árna fari ekki að taka upp á þessu," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, kíminn þegar hann er spurður út í þessar fréttir. Kári Árnason er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

„Það tíðkast oft í svona löndum að það eru forsetar sem vilja refsa mönnum fyrir léleg úrslit. Hann er kannski að reyna að kveikja í mönnum fyrir næsta leik. Við þurfum bara að pæla í okkur og gera þetta almennilega, þá erum við mjög vongóðir."

Víkingar eru í Aþenu að búa sig undir seinni leikinn gegn Panathinaikos, með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í farteskinu. Seinni leikurinn verður klukkan 20 að íslenskum tíma á fimmtudagskvöld.

„Við höfum að einhverju leyti komið þeim á óvart í fyrri leiknum og þeir voru ekkert himinlifandi með aðstæður þarna. Þeir vita núna að þetta verður erfiður leikur og munu gefa allt í þetta. Þeir verða allavega einum gír ofar í næsta leik," segir Ingvar.

Ingvar maður leiksins í Helsinki
Ingvar átti frábæran leik gegn Panathinaikos í Helsinki og var valinn maður leiksins. Víkingsliðið er farið að finna sig vel á stóra sviðinu.

„Það var mjög sérstök tilfinning að spila þennan leik. Það var smá eins og maður væri kominn aftur til baka eftir meiðsli. Það var svo langt síðan maður hafði spilað, þetta var ekki eins og að spila heima í snjó á Íslandi," segir Ingvar.

„Ég er ótrúlega ánægður með hvað það gekk vel. Allt liðið spilaði vel í gegnum allan leikinn. Það kom einn og einn kafli þar sem við þurftum aðeins að 'söffera' en komumst í gegnum það. Yfir allt var þetta mjög góð góð frammistaða."

„Það kveikir auka í mönnum að spila svona stóra leiki, það er eitthvað við það. Leið og maður labbar inn á leikvanginn kveikist aukalega á einhverjum fókus hjá öllum. Við höfum fulla trúa á því að við getum klárað þetta."

Getur sprungið út á stærra sviði
Danijel Djuric verður ekki með í seinni leiknum, og reyndar ekki meira með Víkingi yfirhöfuð þar sem hann var í gær seldur til króatíska félagsins Istra. Hann var kvaddur af liðsfélögum sínum eftir æfingu í Aþenu í gær.

„Svona virkar boltinn. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og bara góður. Maður var undirbúinn undir þetta og hélt að hann færi fyrr. Hann er með gæði til að springa út á stærra sviði en á Íslandi. Ég óska honum til hamingju og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni," segir Ingvar um Danijel Djuric.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner