Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 18. mars 2025 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er í landsliðshópnum sem mætir Kósóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar um helgina.

Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Þetta verða hörku leikir og við ætlum að reyna vinna þá, það er markmiðið okkar. Það eru nýjar áherslur með nýjum þjálfara," sagði Mikael.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur talað um leikmenn munu leysa margar stöður á vellinum, eitthvað sem MIkael Egill þekkir vel.

„Ég er tilbúinn að spila allsstaðar bara þar sem hann vill spila mér. Það er bara flott," sagði Mikael.

Margir koma funheitir inn í verkefnið og því mikil samkeppni í liðinu.

„Þannig á það að vera. Bestu leikmennirnir á Íslandi eru að koma saman og keppast um sæti í liðinu, auðvitað á það að vera þannig," sagði Mikael.

Ferðast með bát í heimaleikina

Mikael Egill ræddi við Fótbolta.net um gengið á Ítalíu en Venezia er í fallbaráttu í efstu deild. Liðið hefur þó geert fjögur jafntefli í röð.

Hann sagði frá áhugaverðum ferðamáta liðsins í heimaleikina.

„Við gistum inn í Feneyjum og svo tökum við bát fyrir leik," sagði Mikael Egill.
Athugasemdir
banner
banner