Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   þri 18. júlí 2023 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur um markið: Búnir að æfa þetta vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Boltinn á leið í netið
Boltinn á leið í netið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik er komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir stórliði FCK í næstu umferð eftir 2-1 sigur á Shamrock Rovers á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins var eðlilega í skýjunum eftir sigurinn.

„Þetta var fyllilega verðskuldað. Það sem við lögðum upp með og höfðum trú á allan tímann, gaman að uppskera eftir trúnni og framlaginu," sagði Höskuldur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Höskuldur var ánægður með frammistöðu liðsins.

„Ef það er eitthvað sem maður á að pirra sig á þá er það að hafa ekki verið búnir að komast í þægilegri stöðu. Það er ekkert sjálfsagt að maður sé að skapa sér fullt af dauðafærum og tæta vörnina þeirra í sig. Að því sögðu voru þeir ekki að skapa sér neitt af viti. Þeir fá eitthvað skíta víti sem ég á eftir að sjá aftur,"

„Í gegnum allt einvígið erum við að selja okkur dýrt og erum erfiðir að skora á, maður er ekki síður stoltur af því eins og sóknarlega. Massív, fagmannleg og hugrökk frammistaða."

Höskuldur hrósaði varnarvinnunni en Rory Gaffney framherji Shamrock var erfiður í horn að taka.

„Oliver, Damir og Viktor voru að pakka saman þeirra framherjum, sem eru alveg 'handful' gæjar. Við seldum okkur dýrt og vorum lið sem er erfitt að skora hjá, sem við höfum verið síðustu ár. Við vorum svolítið að sækja það aftur í þessari rimmu,"

Aðspurður hvort hann hafi fengið skilaboð um að hjálpa gegn Gaffney.

„Oliver var í því og tók það alveg upp á 10 eins og sást. Svo voru Damir og Viktor með hann þannig í vasanum í gegnum þetta einvígi. Þetta er alvöru skeppna, maður hefur ekki mætt öðru eins nema kannski framherjanum hjá Basaksehir. Þeir leystu það hrikalega vel í sameiningu."

Höskuldur skoraði seinna markið beint úr fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu frá Jasoni Daða.

„Geðveik stoðsending, við erum búnir að æfa þetta vel, þetta var uppleggið. Þetta var allt planað, við vorum búnir að sjá að markmaðurinn tekur alltaf skrefið. Nei, það var smá heppni í þessu en flott."


Athugasemdir
banner
banner