Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 18. júlí 2023 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur um markið: Búnir að æfa þetta vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Boltinn á leið í netið
Boltinn á leið í netið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik er komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir stórliði FCK í næstu umferð eftir 2-1 sigur á Shamrock Rovers á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins var eðlilega í skýjunum eftir sigurinn.

„Þetta var fyllilega verðskuldað. Það sem við lögðum upp með og höfðum trú á allan tímann, gaman að uppskera eftir trúnni og framlaginu," sagði Höskuldur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Höskuldur var ánægður með frammistöðu liðsins.

„Ef það er eitthvað sem maður á að pirra sig á þá er það að hafa ekki verið búnir að komast í þægilegri stöðu. Það er ekkert sjálfsagt að maður sé að skapa sér fullt af dauðafærum og tæta vörnina þeirra í sig. Að því sögðu voru þeir ekki að skapa sér neitt af viti. Þeir fá eitthvað skíta víti sem ég á eftir að sjá aftur,"

„Í gegnum allt einvígið erum við að selja okkur dýrt og erum erfiðir að skora á, maður er ekki síður stoltur af því eins og sóknarlega. Massív, fagmannleg og hugrökk frammistaða."

Höskuldur hrósaði varnarvinnunni en Rory Gaffney framherji Shamrock var erfiður í horn að taka.

„Oliver, Damir og Viktor voru að pakka saman þeirra framherjum, sem eru alveg 'handful' gæjar. Við seldum okkur dýrt og vorum lið sem er erfitt að skora hjá, sem við höfum verið síðustu ár. Við vorum svolítið að sækja það aftur í þessari rimmu,"

Aðspurður hvort hann hafi fengið skilaboð um að hjálpa gegn Gaffney.

„Oliver var í því og tók það alveg upp á 10 eins og sást. Svo voru Damir og Viktor með hann þannig í vasanum í gegnum þetta einvígi. Þetta er alvöru skeppna, maður hefur ekki mætt öðru eins nema kannski framherjanum hjá Basaksehir. Þeir leystu það hrikalega vel í sameiningu."

Höskuldur skoraði seinna markið beint úr fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu frá Jasoni Daða.

„Geðveik stoðsending, við erum búnir að æfa þetta vel, þetta var uppleggið. Þetta var allt planað, við vorum búnir að sjá að markmaðurinn tekur alltaf skrefið. Nei, það var smá heppni í þessu en flott."


Athugasemdir