Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 18. júlí 2023 22:26
Arnar Laufdal Arnarsson
„Sagði við Jason að ég ætlaði að henda honum undir rútuna "
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
"Þetta var geðveikt, þetta er ástæðan af hverju maður er í þessu þetta er bara ótrúlega sætt. Maður finnur í hópnum hvað við erum allir saman í þessu að berjast fyrir hvorn annan og bara geggjað að finna þessu tilfinningu. Við erum á skemmtilegri vegferð og gaman að vera hluti af því" Sagði Viktor Örn Margeirsson varnarmaður Breiðabliks eftir 2-1 sigur á Shamrock Rovers í kvöld en Blikar eru nú komnir í 2.umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur samtals.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Lokatölur í kvöld sýna 2-1 sigur en sigurinn hefði getað verið mun stærri þar sem Blikar voru bara með yfirburði á vellinum oftar en ekki og Jason Daði, einn af markaskorurum Blika hefði klárlega getað skorað þrennu í leiknum

" Ég var einmitt að segja við Jason að ég ætlaði að henda honum undir rútuna í þessu viðtali. Nei nei, við erum að skapa mörg færi og það væri þægilegara ef við myndum nýta þau alltaf en það er ekki alltaf þannig og við getum alveg harkað út sigra og verið fastir fyrir og varist og það er frábært að geta gert það þegar að færin detta ekki en við reynum ekki að staldra neitt við það því við viljum byggja á því góða sem við erum að gera, við erum að skapa helling af færum á móti góðu liði og við erum að verjast vel þannig það er svo mikið til að byggja á, færin detta þessar gæjar frammi kunna alveg að skora úr færum þannig ég ætla ekkert að fara kenna þeim það"

Blikar fá ekki eitt mark á sig úr opnum leik í þessu einvígi, gegn liði sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann hlýtur að vera mjög sáttur með það.

" Bara geggjað, sem hafsent vill maður halda hreinu í hverjum leik sem er ekkert alltaf hægt en þetta er ekkert bara ég, Anton og Damir þetta er allt liðið. Fremstu menn setja tóninn og með svo Oliver fyrir framan vörnina og miðjuna, þeir gera okkar vinnu oft á tíðum auðveldari þegar að þeir skila sínu þannig við erum bara allir að hjálpast að og það er fegurðin í þessu"

Blikar spila næst í Evrópu gegn FC Kaupmannahöfn, líklega stærsta liði Norðurlandanna, er þetta stærsta verkefni sem Viktor hefur tekið þátt í?

" Já ef ég pæli í því þá er þetta sennilega það stærsta, gaman að fara á Parken að gera einhverja sýningu úr þessu en þegar við komum að því þá bara komum við af því en það er bara ÍBV næst og setjum fullan fókus á það og eftir það förum við að einbeita okkur að Kaupmannahöfn hérna heima"

Viðtalið við Viktor má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Viktor talar um hvernig þeir ætla að nálgast FCK verkefnið sem og baráttuna við Rory Gaffney framherja Shamrock Rovers.
Athugasemdir
banner
banner
banner