Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 18. september 2019 22:33
Magnús Þór Jónsson
Helgi Sig: Óþolandi að menn fá ekki athygli því þeir eru í Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson Fylkisþjálfari var kátur í leikslok 3-1 sigurs á Víkingum í kvöld.

"Ég er mjög sáttur með strákana.  Í kvöld var þetta sigur liðsheildarinnar þar sem allir voru að leggja sig fram.

Nú erum við komnir í þá stöðu að vera komnir í 5.sætið og tveir leikir eftir.  Ég man bara ekkert hvenær Fylkir var síðast í þessari stöðu og ég er gríðarlega stoltur af strákunum."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Hann hélt áfram:

"Við erum í byrjunarliðinu með 9 uppalda leikmenn, um 90% eru Fylkismenn og ég held að það sé hægt að vera stoltur af þessu liði."

Tilkynnt var um það í liðinni viku að Helgi og Fylkir hefðu komist að samkomulagi um hans starfslok, er hann sáttur við að hætta?

"Jájá, þetta var í engu illu.  Ég er búinn að leggja líf og sál í þetta eins og ég geri með öll verkefni.  Ég kem þegar þeir falla niður í Inkasso, kem þeim upp og stabílisera í fyrra.  Núna erum við í efri hluta deildarinnar og það hefur verið mikil og góð þróun á liðinu.

Ég get verið hrikalega stoltur, aðallega af strákunum því það eru þeir sem vinna verkin inni á vellinum og það hafa þeir gert aftur og aftur og aldrei gefist upp.  Við erum með fullt af góðum leikmönnum hérna, ég nenni ekki einu sinni að telja þá alla upp en það er óþolandi að þeir fá enga athygli af því þeir eru í Fylki.  Ég held að fréttamenn ættu almennt að taka það til sín að það er alltof lítið fjallað um það hvað það eru góðir leikmenn hér því þeir eiga það svo sannarlega skilið."


Verður hann áfram í þjálfaraúlpunni?

"Ég er langt frá því að vera hættur í þjálfun!"

Nánar er rætt við Helga í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner