Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 18. september 2019 22:33
Magnús Þór Jónsson
Helgi Sig: Óþolandi að menn fá ekki athygli því þeir eru í Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson Fylkisþjálfari var kátur í leikslok 3-1 sigurs á Víkingum í kvöld.

"Ég er mjög sáttur með strákana.  Í kvöld var þetta sigur liðsheildarinnar þar sem allir voru að leggja sig fram.

Nú erum við komnir í þá stöðu að vera komnir í 5.sætið og tveir leikir eftir.  Ég man bara ekkert hvenær Fylkir var síðast í þessari stöðu og ég er gríðarlega stoltur af strákunum."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Hann hélt áfram:

"Við erum í byrjunarliðinu með 9 uppalda leikmenn, um 90% eru Fylkismenn og ég held að það sé hægt að vera stoltur af þessu liði."

Tilkynnt var um það í liðinni viku að Helgi og Fylkir hefðu komist að samkomulagi um hans starfslok, er hann sáttur við að hætta?

"Jájá, þetta var í engu illu.  Ég er búinn að leggja líf og sál í þetta eins og ég geri með öll verkefni.  Ég kem þegar þeir falla niður í Inkasso, kem þeim upp og stabílisera í fyrra.  Núna erum við í efri hluta deildarinnar og það hefur verið mikil og góð þróun á liðinu.

Ég get verið hrikalega stoltur, aðallega af strákunum því það eru þeir sem vinna verkin inni á vellinum og það hafa þeir gert aftur og aftur og aldrei gefist upp.  Við erum með fullt af góðum leikmönnum hérna, ég nenni ekki einu sinni að telja þá alla upp en það er óþolandi að þeir fá enga athygli af því þeir eru í Fylki.  Ég held að fréttamenn ættu almennt að taka það til sín að það er alltof lítið fjallað um það hvað það eru góðir leikmenn hér því þeir eiga það svo sannarlega skilið."


Verður hann áfram í þjálfaraúlpunni?

"Ég er langt frá því að vera hættur í þjálfun!"

Nánar er rætt við Helga í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner