Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mán 18. september 2023 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Ívar Örn: Það er svoleiðis?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörkuleikur, bæði lið fengu færi og ég held bara að bæði lið séu svekkt með niðurstöðuna en já þeir fengu færi við fengum þeir klúðra vítispyrnu þannig já bara hörku leikur eins og þú segir, við deilum stigunum" Sagði Ívar Örn Jónsson vinstri bakvörður HK í viðtali eftir leik en Ívar átti frábæra stoðsendingu í marki HK.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

Fréttaritara leið beint eftir leik upp á frammistöðu og færi sköpuð voru Fram kannski töluvert svekktari að fara úr Kórnum bara með eitt sig.

"Já þeir auðvitað þurfa á þremur stigum að halda í þessum leikjum það er alveg klárt og jafntefli gerir kannski minna fyrir þá frekar en okkur. Við í seinni hálfleik eftir að við komumst yfir verðum kannski aðeins of passífir og spilum kannski ekki alveg nógu vel sem verður til þess að þeir búa til pressu á okkur og geta þá kannski verið svekktir að ná ekki að vinna þetta"

Framarar fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik sem Jannik Pohl skoraði úr en fréttaritari tilkynnti Ívari að brotið hefði átt sér stað fyrir utan teig þannig niðurstaðan var rangur dómur.

" Það er svoleiðis? Ég veit það ekki ég svo sem sá það ekki nægilega vel en manni fannst þetta alveg vera á mörkunum og það er helvíti súrt ef það er raunin það er svoldið málið því sigur í dag hefði gert helling fyrir okkur og það er kannski ástæðan við féllum aðeins niður á völlinn og urðum passífir þótt það hafi ekki verið planið það gerðist smá ósjálfrátt að reyna vernda forskotið en það er helvíti svekkjandi ef það er raunin"

Eins og Ívar segir hefði sigur gert mikið fyrir HK sem hefði nánast tryggt sig frá falli með þremur stigum í dag.

" Já það er alveg rétt og við vorum búnir að vinna inn fyrir því í þessum 22 leikjum að vera þessu skrefi frá fallbaráttunni og sigur í dag hefði klárlega stimplað okkur út úr því finnst mér því það hefði eitthvað ótrúlegt þurft að gerast en við höldum bara áfram og tökum stigið og það gerir meira fyrir okkur frekar en þá"

Viðtalið má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner