Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 18. september 2023 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Ívar Örn: Það er svoleiðis?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörkuleikur, bæði lið fengu færi og ég held bara að bæði lið séu svekkt með niðurstöðuna en já þeir fengu færi við fengum þeir klúðra vítispyrnu þannig já bara hörku leikur eins og þú segir, við deilum stigunum" Sagði Ívar Örn Jónsson vinstri bakvörður HK í viðtali eftir leik en Ívar átti frábæra stoðsendingu í marki HK.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

Fréttaritara leið beint eftir leik upp á frammistöðu og færi sköpuð voru Fram kannski töluvert svekktari að fara úr Kórnum bara með eitt sig.

"Já þeir auðvitað þurfa á þremur stigum að halda í þessum leikjum það er alveg klárt og jafntefli gerir kannski minna fyrir þá frekar en okkur. Við í seinni hálfleik eftir að við komumst yfir verðum kannski aðeins of passífir og spilum kannski ekki alveg nógu vel sem verður til þess að þeir búa til pressu á okkur og geta þá kannski verið svekktir að ná ekki að vinna þetta"

Framarar fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik sem Jannik Pohl skoraði úr en fréttaritari tilkynnti Ívari að brotið hefði átt sér stað fyrir utan teig þannig niðurstaðan var rangur dómur.

" Það er svoleiðis? Ég veit það ekki ég svo sem sá það ekki nægilega vel en manni fannst þetta alveg vera á mörkunum og það er helvíti súrt ef það er raunin það er svoldið málið því sigur í dag hefði gert helling fyrir okkur og það er kannski ástæðan við féllum aðeins niður á völlinn og urðum passífir þótt það hafi ekki verið planið það gerðist smá ósjálfrátt að reyna vernda forskotið en það er helvíti svekkjandi ef það er raunin"

Eins og Ívar segir hefði sigur gert mikið fyrir HK sem hefði nánast tryggt sig frá falli með þremur stigum í dag.

" Já það er alveg rétt og við vorum búnir að vinna inn fyrir því í þessum 22 leikjum að vera þessu skrefi frá fallbaráttunni og sigur í dag hefði klárlega stimplað okkur út úr því finnst mér því það hefði eitthvað ótrúlegt þurft að gerast en við höldum bara áfram og tökum stigið og það gerir meira fyrir okkur frekar en þá"

Viðtalið má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner