Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mán 18. september 2023 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Ívar Örn: Það er svoleiðis?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörkuleikur, bæði lið fengu færi og ég held bara að bæði lið séu svekkt með niðurstöðuna en já þeir fengu færi við fengum þeir klúðra vítispyrnu þannig já bara hörku leikur eins og þú segir, við deilum stigunum" Sagði Ívar Örn Jónsson vinstri bakvörður HK í viðtali eftir leik en Ívar átti frábæra stoðsendingu í marki HK.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

Fréttaritara leið beint eftir leik upp á frammistöðu og færi sköpuð voru Fram kannski töluvert svekktari að fara úr Kórnum bara með eitt sig.

"Já þeir auðvitað þurfa á þremur stigum að halda í þessum leikjum það er alveg klárt og jafntefli gerir kannski minna fyrir þá frekar en okkur. Við í seinni hálfleik eftir að við komumst yfir verðum kannski aðeins of passífir og spilum kannski ekki alveg nógu vel sem verður til þess að þeir búa til pressu á okkur og geta þá kannski verið svekktir að ná ekki að vinna þetta"

Framarar fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik sem Jannik Pohl skoraði úr en fréttaritari tilkynnti Ívari að brotið hefði átt sér stað fyrir utan teig þannig niðurstaðan var rangur dómur.

" Það er svoleiðis? Ég veit það ekki ég svo sem sá það ekki nægilega vel en manni fannst þetta alveg vera á mörkunum og það er helvíti súrt ef það er raunin það er svoldið málið því sigur í dag hefði gert helling fyrir okkur og það er kannski ástæðan við féllum aðeins niður á völlinn og urðum passífir þótt það hafi ekki verið planið það gerðist smá ósjálfrátt að reyna vernda forskotið en það er helvíti svekkjandi ef það er raunin"

Eins og Ívar segir hefði sigur gert mikið fyrir HK sem hefði nánast tryggt sig frá falli með þremur stigum í dag.

" Já það er alveg rétt og við vorum búnir að vinna inn fyrir því í þessum 22 leikjum að vera þessu skrefi frá fallbaráttunni og sigur í dag hefði klárlega stimplað okkur út úr því finnst mér því það hefði eitthvað ótrúlegt þurft að gerast en við höldum bara áfram og tökum stigið og það gerir meira fyrir okkur frekar en þá"

Viðtalið má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner