Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 18. september 2023 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Ívar Örn: Það er svoleiðis?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var hörkuleikur, bæði lið fengu færi og ég held bara að bæði lið séu svekkt með niðurstöðuna en já þeir fengu færi við fengum þeir klúðra vítispyrnu þannig já bara hörku leikur eins og þú segir, við deilum stigunum" Sagði Ívar Örn Jónsson vinstri bakvörður HK í viðtali eftir leik en Ívar átti frábæra stoðsendingu í marki HK.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

Fréttaritara leið beint eftir leik upp á frammistöðu og færi sköpuð voru Fram kannski töluvert svekktari að fara úr Kórnum bara með eitt sig.

"Já þeir auðvitað þurfa á þremur stigum að halda í þessum leikjum það er alveg klárt og jafntefli gerir kannski minna fyrir þá frekar en okkur. Við í seinni hálfleik eftir að við komumst yfir verðum kannski aðeins of passífir og spilum kannski ekki alveg nógu vel sem verður til þess að þeir búa til pressu á okkur og geta þá kannski verið svekktir að ná ekki að vinna þetta"

Framarar fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik sem Jannik Pohl skoraði úr en fréttaritari tilkynnti Ívari að brotið hefði átt sér stað fyrir utan teig þannig niðurstaðan var rangur dómur.

" Það er svoleiðis? Ég veit það ekki ég svo sem sá það ekki nægilega vel en manni fannst þetta alveg vera á mörkunum og það er helvíti súrt ef það er raunin það er svoldið málið því sigur í dag hefði gert helling fyrir okkur og það er kannski ástæðan við féllum aðeins niður á völlinn og urðum passífir þótt það hafi ekki verið planið það gerðist smá ósjálfrátt að reyna vernda forskotið en það er helvíti svekkjandi ef það er raunin"

Eins og Ívar segir hefði sigur gert mikið fyrir HK sem hefði nánast tryggt sig frá falli með þremur stigum í dag.

" Já það er alveg rétt og við vorum búnir að vinna inn fyrir því í þessum 22 leikjum að vera þessu skrefi frá fallbaráttunni og sigur í dag hefði klárlega stimplað okkur út úr því finnst mér því það hefði eitthvað ótrúlegt þurft að gerast en við höldum bara áfram og tökum stigið og það gerir meira fyrir okkur frekar en þá"

Viðtalið má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner