Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mið 18. september 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar stigu stórt skref í átt að Laugardalsvelli og úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla að ári gegn Fjölni eða Aftureldingu þegar liðið bar sigurorð af ÍR í Breiðholti fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 4-1 fyrir Keflavík sem fer með gott veganesti í síðari leik liðanna í undanúrslitum sem fram fer í Keflavík næstkomandi sunnudag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

„Það er bara hálfleikur í þessu og seinni leikurinn á sunnudaginn en þetta eru góð úrslit fyrir okkur í hörkuleik og að komast með 4-1 héðan er gott veganesti. Leikurinn byrjar svolítið illa fyrir okkur og mér fannst ÍR liðið vera ofan á og mikill andi og barátta í þeim. Við vinnum okkur svo inn í leikinn og komum okkur í góða stöðu og gerum þrjú góð mörk. Kannski óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn og fá á okkur mark rétt fyrir hálfleik. En við svöruðum því vel og komumst í 4-1.“ Sagði Haraldur um leikinn.

Keflvíkingar voru virkilega klíniskir ef svo má að orði komast fyrir framan mark heimamanna í dag og refsuðu þeim grimmilega fyrir þeirra mistök.

„Völlurinn var þungur , blautur og erfiður. En við bara refsuðum og vorum mjög skilvirkir í dag.“

Ef hann slær til hans þá er það bara víti og rautt
Axel Ingi Jóhannesson hægri bakvörður Keflavíkur fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiks og vítaspyrna dæmd fyrir brot hans. Sá Haraldur hvað bjó þar að baki?

„Nei ég sá atvikið ekki en dómarinn metur það þannig að hann hafi slegið til hans og þá er það réttilega víti og rautt. Minn maður segir að þeir hafi verið að toga hvor í annann og hann hafi slegið eitthvað frá sér en ég á eftir að sjá þetta á myndbandi.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir