Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   mið 18. september 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar stigu stórt skref í átt að Laugardalsvelli og úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla að ári gegn Fjölni eða Aftureldingu þegar liðið bar sigurorð af ÍR í Breiðholti fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 4-1 fyrir Keflavík sem fer með gott veganesti í síðari leik liðanna í undanúrslitum sem fram fer í Keflavík næstkomandi sunnudag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

„Það er bara hálfleikur í þessu og seinni leikurinn á sunnudaginn en þetta eru góð úrslit fyrir okkur í hörkuleik og að komast með 4-1 héðan er gott veganesti. Leikurinn byrjar svolítið illa fyrir okkur og mér fannst ÍR liðið vera ofan á og mikill andi og barátta í þeim. Við vinnum okkur svo inn í leikinn og komum okkur í góða stöðu og gerum þrjú góð mörk. Kannski óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn og fá á okkur mark rétt fyrir hálfleik. En við svöruðum því vel og komumst í 4-1.“ Sagði Haraldur um leikinn.

Keflvíkingar voru virkilega klíniskir ef svo má að orði komast fyrir framan mark heimamanna í dag og refsuðu þeim grimmilega fyrir þeirra mistök.

„Völlurinn var þungur , blautur og erfiður. En við bara refsuðum og vorum mjög skilvirkir í dag.“

Ef hann slær til hans þá er það bara víti og rautt
Axel Ingi Jóhannesson hægri bakvörður Keflavíkur fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiks og vítaspyrna dæmd fyrir brot hans. Sá Haraldur hvað bjó þar að baki?

„Nei ég sá atvikið ekki en dómarinn metur það þannig að hann hafi slegið til hans og þá er það réttilega víti og rautt. Minn maður segir að þeir hafi verið að toga hvor í annann og hann hafi slegið eitthvað frá sér en ég á eftir að sjá þetta á myndbandi.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner