Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 18. september 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar stigu stórt skref í átt að Laugardalsvelli og úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla að ári gegn Fjölni eða Aftureldingu þegar liðið bar sigurorð af ÍR í Breiðholti fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 4-1 fyrir Keflavík sem fer með gott veganesti í síðari leik liðanna í undanúrslitum sem fram fer í Keflavík næstkomandi sunnudag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

„Það er bara hálfleikur í þessu og seinni leikurinn á sunnudaginn en þetta eru góð úrslit fyrir okkur í hörkuleik og að komast með 4-1 héðan er gott veganesti. Leikurinn byrjar svolítið illa fyrir okkur og mér fannst ÍR liðið vera ofan á og mikill andi og barátta í þeim. Við vinnum okkur svo inn í leikinn og komum okkur í góða stöðu og gerum þrjú góð mörk. Kannski óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn og fá á okkur mark rétt fyrir hálfleik. En við svöruðum því vel og komumst í 4-1.“ Sagði Haraldur um leikinn.

Keflvíkingar voru virkilega klíniskir ef svo má að orði komast fyrir framan mark heimamanna í dag og refsuðu þeim grimmilega fyrir þeirra mistök.

„Völlurinn var þungur , blautur og erfiður. En við bara refsuðum og vorum mjög skilvirkir í dag.“

Ef hann slær til hans þá er það bara víti og rautt
Axel Ingi Jóhannesson hægri bakvörður Keflavíkur fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiks og vítaspyrna dæmd fyrir brot hans. Sá Haraldur hvað bjó þar að baki?

„Nei ég sá atvikið ekki en dómarinn metur það þannig að hann hafi slegið til hans og þá er það réttilega víti og rautt. Minn maður segir að þeir hafi verið að toga hvor í annann og hann hafi slegið eitthvað frá sér en ég á eftir að sjá þetta á myndbandi.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner