Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
banner
   mið 18. september 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar stigu stórt skref í átt að Laugardalsvelli og úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla að ári gegn Fjölni eða Aftureldingu þegar liðið bar sigurorð af ÍR í Breiðholti fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 4-1 fyrir Keflavík sem fer með gott veganesti í síðari leik liðanna í undanúrslitum sem fram fer í Keflavík næstkomandi sunnudag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

„Það er bara hálfleikur í þessu og seinni leikurinn á sunnudaginn en þetta eru góð úrslit fyrir okkur í hörkuleik og að komast með 4-1 héðan er gott veganesti. Leikurinn byrjar svolítið illa fyrir okkur og mér fannst ÍR liðið vera ofan á og mikill andi og barátta í þeim. Við vinnum okkur svo inn í leikinn og komum okkur í góða stöðu og gerum þrjú góð mörk. Kannski óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn og fá á okkur mark rétt fyrir hálfleik. En við svöruðum því vel og komumst í 4-1.“ Sagði Haraldur um leikinn.

Keflvíkingar voru virkilega klíniskir ef svo má að orði komast fyrir framan mark heimamanna í dag og refsuðu þeim grimmilega fyrir þeirra mistök.

„Völlurinn var þungur , blautur og erfiður. En við bara refsuðum og vorum mjög skilvirkir í dag.“

Ef hann slær til hans þá er það bara víti og rautt
Axel Ingi Jóhannesson hægri bakvörður Keflavíkur fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiks og vítaspyrna dæmd fyrir brot hans. Sá Haraldur hvað bjó þar að baki?

„Nei ég sá atvikið ekki en dómarinn metur það þannig að hann hafi slegið til hans og þá er það réttilega víti og rautt. Minn maður segir að þeir hafi verið að toga hvor í annann og hann hafi slegið eitthvað frá sér en ég á eftir að sjá þetta á myndbandi.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner