Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
banner
   mán 18. desember 2023 13:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Pálmi gat ekki sagt nei: Langt ferli því það var frekja í Wolves
Pálmi Rafn er nýr markvörður Víkinga.
Pálmi Rafn er nýr markvörður Víkinga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mættur í Víkina.
Mættur í Víkina.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pálmi kemur frá Wolves á Englandi.
Pálmi kemur frá Wolves á Englandi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég heyrði af þessu fyrir nokkrum mánuðum og þetta er einum of gott tækifæri, að koma heim í eitt besta lið Íslands. Ég gat ekki sagt nei við því," sagði Pálmi Rafn Arinbjörnsson, nýr markvörður Víkinga, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Pálmi Rafn er efnilegur markvörður sem samdi til fjögurra ára og er fenginn í stað Þórðar Ingasonar, varamarkmanns, sem lagði skóna á hilluna í síðustu viku.

Hann kemur frá Wolves á Englandi þar sem hann hefur spilað með varaliði félagsins: U21 liðinu. Hann var keyptur til Wolves frá Njarðvík eftir tímabilið 2019 og hefur verið hjá Wolves síðan.

„Það var langt ferli að komast hingað því það var frekja í Wolves, en ég gat ekki sagt nei og sætt við mig það að komast ekki hingað. Ég er þvílíkt sáttur að vera kominn heim í geggjað lið. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað."

Hvernig frekja var í Wolves?

„Þeir voru fyrst ekki viljugir að leyfa mér að fara. Ég var að standa mig vel úti og það voru menn sem höfðu mikla trú á mér, en ég sjálfur var ekki að sjá mikið plan hjá þeim. Þeir voru ekki að bjóða mér eins mikið tækifæri og ég var að sjá hér. Ég og umboðsmaðurinn minn lögðum þetta fram á borðið. Þeir voru sáttir með mig og tímdu ekki að leyfa mér að fara, en það endaði á því og ég er þvílíkt sáttur með það."

Eins og áður segir skrifar Pálmi undir fjögurra ára samning við Víking. „Þetta verkefni hérna kallaði extra mikið til mín," segir Pálmi en hann fer í samkeppni við Ingvar Jónsson. Hann lítur á þetta sem langtímaverkefni.

„Þetta er risafélag og þeir spila sama kerfi og ég gerði úti. Þetta er nútímafótbolti og fer mér mjög vel... ég er þvílíkt spenntur og það er heiður að þeir hafi boðið mér fjögurra ára samning. Það sýnir að þeir hafa trú á mér. Ég vil alltaf enda á því að fara aftur út. Ég horfi á þetta þannig að ég ætla sýna hvað ég get og vonandi get ég komið mér aftur út í Skandinavíu."

Ógeðslega góður tími
Pálmi fór ungur að árum til Wolves og var þar í fjögur og hálft ár. Hann lítur til baka og segir tímann á Englandi hafa verið góðan.

„Þetta var ógeðslega góður tími og krefjandi á sama tíma. Ég fer þarna þegar ég er 15 ára. Ég bjó hjá fjölskyldu fyrst en ég er búinn að búa einn frá því ég var 16 og hálfs árs. Þetta er rosalega þroskandi ferli og rosalega krefjandi. Englendingarnir eru engir rosalegir vinir manns í svona akademíum. Ég eignaðist örugglega einn eða tvo vini sem ég get talað við í dag," segir Pálmi.

„Þetta var ógeðslega gott tækifæri og ég sé ekki eftir neinu. Maður bætti sig helling og þetta opnaði tækifæri fyrir mig."

Pálmi stóð sig vel með unglingaliðunum og hefur að undanförnu verið fjórði markvörður aðalliðsins.

„Það er engin staða að vera í að vera þriðji eða fjórði markvörður. Þá ertu æfingamarkvörður og ert ekki að spila með U21 af því þú þarft að vera til staðar fyrir aðalliðið. Ég tók meira en 20 leiki þar sem ég var bara að hita upp. Ég fór á alla þessa velli og var til staðar ef einhver myndi meiðast í upphitun. Það gerðist ekki einu sinni. Þetta er engin staða að vera í þegar þú ert á þessum aldri."

„Þetta var geggjuð reynsla heilt yfir. Þetta kom upp úr engu. Ég var búinn að spila fótbolta í þrjú ár þegar þetta kom upp. 'What' er ég að fá borgað fyrir að spila fótbolta? Þetta var klikkað. Ég hoppaði á þetta og verð alltaf ánægður með tímann hjá Wolves. Ég er ógeðslega spenntur samt að byrja á einhverju nýju. Það er kominn tími til," sagði Pálmi að lokum.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Pálmi ræðir um samkeppnina við Ingvar Jónsson og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner