Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   sun 19. janúar 2025 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Orri átti erfitt uppdráttar gegn Valencia
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad þegar liðið heimsótti Valencia í spænsku deildinni í kvöld.

Orri hafði aðeins skorað tvö mörk fyrir leik kvöldsins en bæði mörkin komu einmitt í 3-0 sigri gegn Valencia fyrr á tímabilinu.

Hann fékk tækifæri til að skora eftir tíu mínútna leik en skaut framhjá eftir góða skyndísókn.

Valencia var á botninum fyrir leikinn en liðið komst yfir þegar Hugo Duro skoraði af stuttu færi. Það reyndist vera sigurmarkið. Orri Steinn átti erfitt uppdráttar í leiknum og var tekinn af velli þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Valencia fór úr botnsætinu með þessum sigri en Sociedad er í 7. sæti.

Osasuna og Rayo Vallecano eru jöfn að stigum um miðja deild en liðin gerðu jafntefli fyrr í kvöld.

Osasuna 1 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Sergio Camello ('19 )
1-1 Raul Garcia ('59 )

Valencia 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Hugo Duro ('26 )

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 22 15 4 3 50 21 +29 49
2 Atletico Madrid 22 14 6 2 37 14 +23 48
3 Barcelona 22 14 3 5 60 24 +36 45
4 Athletic 22 11 8 3 33 20 +13 41
5 Villarreal 22 10 7 5 44 33 +11 37
6 Vallecano 22 8 8 6 26 24 +2 32
7 Girona 22 9 4 9 31 30 +1 31
8 Osasuna 22 7 9 6 27 31 -4 30
9 Mallorca 22 9 3 10 19 28 -9 30
10 Betis 22 7 8 7 25 28 -3 29
11 Sevilla 22 7 7 8 24 30 -6 28
12 Real Sociedad 22 8 4 10 18 19 -1 28
13 Celta 22 7 4 11 31 35 -4 25
14 Getafe 22 5 9 8 17 17 0 24
15 Leganes 22 5 8 9 19 30 -11 23
16 Las Palmas 22 6 5 11 27 36 -9 23
17 Espanyol 22 6 5 11 21 33 -12 23
18 Alaves 22 5 6 11 25 34 -9 21
19 Valencia 22 4 7 11 22 37 -15 19
20 Valladolid 22 4 3 15 15 47 -32 15
Athugasemdir
banner
banner