Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Lengjudeildin
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Grótta tóku á móti Njarðvíkingum á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi í kvöld þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Grótta vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut gegn sterku liði Njarðvíkur en gestirnir frá Njarðvík sóttu góðan útisigur.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Auðvitað virkilega vonsvikinn með tapið. Sérstaklega hvernig við töpuðum honum en strákarnir gáfu sig alla í þetta. Mér fannst í heildina við vera með sterka frammistöðu fyrir utan kannski smá kafla í seinni hálfleik en hvorugt liðið stjórnaði því hvernig leikurinn endaði." Sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tapið í kvöld.

Aðspurður hvort Grótta hafi átt meira skilið úr þessum leik sagði Chris Brazell að hans lið hafi spilað góðan leik.

„Það er auðvelt að segja það eftir leikinn en eins og ég sagði þá fannst mér við spila góðan leik. Einn eða tveir skrítnir kaflar en í heildina þá gátum við ekkert gert varðandi niðurstöðuna." 

Það kom upp risastórt atkvik í leiknum þar sem Grótta virðist vera að jafna leikinn í 2-2 en dómari leiksins dæmir markið af eftir að aðstoðardómarinn flaggar og Njarðvík skorar stuttu seinna en Gróttumenn voru vægast sagt ósáttir með að markið hafi ekki fengið að standa. 

„Það góða er að dómarateymið hafa beðið okkur afsökunar. Þeir segja að þetta hafi verið klárt mark. Það er auðvitað ekkert spes að heyra það eftir leik en við getum ekki breytt því og við getum ekki haft áhrif á það. Þeir gerðu klár mistök og við þurfum bara að taka því og halda áfram." 

Nánar er rætt við Chris Brazell í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner