Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Lengjudeildin
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Grótta tóku á móti Njarðvíkingum á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi í kvöld þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Grótta vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut gegn sterku liði Njarðvíkur en gestirnir frá Njarðvík sóttu góðan útisigur.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Auðvitað virkilega vonsvikinn með tapið. Sérstaklega hvernig við töpuðum honum en strákarnir gáfu sig alla í þetta. Mér fannst í heildina við vera með sterka frammistöðu fyrir utan kannski smá kafla í seinni hálfleik en hvorugt liðið stjórnaði því hvernig leikurinn endaði." Sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tapið í kvöld.

Aðspurður hvort Grótta hafi átt meira skilið úr þessum leik sagði Chris Brazell að hans lið hafi spilað góðan leik.

„Það er auðvelt að segja það eftir leikinn en eins og ég sagði þá fannst mér við spila góðan leik. Einn eða tveir skrítnir kaflar en í heildina þá gátum við ekkert gert varðandi niðurstöðuna." 

Það kom upp risastórt atkvik í leiknum þar sem Grótta virðist vera að jafna leikinn í 2-2 en dómari leiksins dæmir markið af eftir að aðstoðardómarinn flaggar og Njarðvík skorar stuttu seinna en Gróttumenn voru vægast sagt ósáttir með að markið hafi ekki fengið að standa. 

„Það góða er að dómarateymið hafa beðið okkur afsökunar. Þeir segja að þetta hafi verið klárt mark. Það er auðvitað ekkert spes að heyra það eftir leik en við getum ekki breytt því og við getum ekki haft áhrif á það. Þeir gerðu klár mistök og við þurfum bara að taka því og halda áfram." 

Nánar er rætt við Chris Brazell í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner