Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Lengjudeildin
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Grótta tóku á móti Njarðvíkingum á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi í kvöld þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Grótta vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut gegn sterku liði Njarðvíkur en gestirnir frá Njarðvík sóttu góðan útisigur.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Auðvitað virkilega vonsvikinn með tapið. Sérstaklega hvernig við töpuðum honum en strákarnir gáfu sig alla í þetta. Mér fannst í heildina við vera með sterka frammistöðu fyrir utan kannski smá kafla í seinni hálfleik en hvorugt liðið stjórnaði því hvernig leikurinn endaði." Sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tapið í kvöld.

Aðspurður hvort Grótta hafi átt meira skilið úr þessum leik sagði Chris Brazell að hans lið hafi spilað góðan leik.

„Það er auðvelt að segja það eftir leikinn en eins og ég sagði þá fannst mér við spila góðan leik. Einn eða tveir skrítnir kaflar en í heildina þá gátum við ekkert gert varðandi niðurstöðuna." 

Það kom upp risastórt atkvik í leiknum þar sem Grótta virðist vera að jafna leikinn í 2-2 en dómari leiksins dæmir markið af eftir að aðstoðardómarinn flaggar og Njarðvík skorar stuttu seinna en Gróttumenn voru vægast sagt ósáttir með að markið hafi ekki fengið að standa. 

„Það góða er að dómarateymið hafa beðið okkur afsökunar. Þeir segja að þetta hafi verið klárt mark. Það er auðvitað ekkert spes að heyra það eftir leik en við getum ekki breytt því og við getum ekki haft áhrif á það. Þeir gerðu klár mistök og við þurfum bara að taka því og halda áfram." 

Nánar er rætt við Chris Brazell í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner