Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 19. júlí 2021 22:50
Atli Arason
Arnar Gunnlaugs: Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með stiginn þrjú en ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Þetta var rosalega torsótt eitthvað. Ég var alls ekki ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum allt of fyrirsjáanlegir og hægir. Keflavík voru baráttuglaðir og náðu marki á meðan við vorum megnið af fyrri hálfleik með boltann en bara gerðum voða lítið við hann,“ sagði Arnar í viðtali eftir leik.

Arnar lét sína menn heyra það inn í búningsherbergi í hálfleiknum þegar Víkingar voru 1-0 undir.
„Ég hef hingað til verið mikill rólyndismaður en ég þurfti aðeins að beysta mig, ég var pirraður,“ svaraði Arnar áður en hann bætti við, „íþróttamenn gera það kannski ekki viljandi en menn þurfa að skynja tækifærið þegar þú átt tækifæri að vinna titill. Þú verður að finna það alveg í innsta beini hvað þetta er mikilvægt,“ svaraði Arnar aðspurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik.

Víkingar voru töluvert betri í seinni hálfleik sem skilaði því að liðið fer heim í Fossvoginn með stiginn þrjú.
„Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik, ekki það að leikmenn sem fóru út af stóðu sig eitthvað illa, það þurfti bara að fá fleiri leikstöður einn á móti einum. Kwame og Adam komu inn með þvílíkan kraft og innspýtingu.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Arnar einnig um frammistöðu Kwame Quee og veikindi hans.
Athugasemdir
banner