Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 19. júlí 2021 22:50
Atli Arason
Arnar Gunnlaugs: Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með stiginn þrjú en ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Þetta var rosalega torsótt eitthvað. Ég var alls ekki ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum allt of fyrirsjáanlegir og hægir. Keflavík voru baráttuglaðir og náðu marki á meðan við vorum megnið af fyrri hálfleik með boltann en bara gerðum voða lítið við hann,“ sagði Arnar í viðtali eftir leik.

Arnar lét sína menn heyra það inn í búningsherbergi í hálfleiknum þegar Víkingar voru 1-0 undir.
„Ég hef hingað til verið mikill rólyndismaður en ég þurfti aðeins að beysta mig, ég var pirraður,“ svaraði Arnar áður en hann bætti við, „íþróttamenn gera það kannski ekki viljandi en menn þurfa að skynja tækifærið þegar þú átt tækifæri að vinna titill. Þú verður að finna það alveg í innsta beini hvað þetta er mikilvægt,“ svaraði Arnar aðspurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik.

Víkingar voru töluvert betri í seinni hálfleik sem skilaði því að liðið fer heim í Fossvoginn með stiginn þrjú.
„Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik, ekki það að leikmenn sem fóru út af stóðu sig eitthvað illa, það þurfti bara að fá fleiri leikstöður einn á móti einum. Kwame og Adam komu inn með þvílíkan kraft og innspýtingu.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Arnar einnig um frammistöðu Kwame Quee og veikindi hans.
Athugasemdir
banner