Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 19. júlí 2021 22:50
Atli Arason
Arnar Gunnlaugs: Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með stiginn þrjú en ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Þetta var rosalega torsótt eitthvað. Ég var alls ekki ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum allt of fyrirsjáanlegir og hægir. Keflavík voru baráttuglaðir og náðu marki á meðan við vorum megnið af fyrri hálfleik með boltann en bara gerðum voða lítið við hann,“ sagði Arnar í viðtali eftir leik.

Arnar lét sína menn heyra það inn í búningsherbergi í hálfleiknum þegar Víkingar voru 1-0 undir.
„Ég hef hingað til verið mikill rólyndismaður en ég þurfti aðeins að beysta mig, ég var pirraður,“ svaraði Arnar áður en hann bætti við, „íþróttamenn gera það kannski ekki viljandi en menn þurfa að skynja tækifærið þegar þú átt tækifæri að vinna titill. Þú verður að finna það alveg í innsta beini hvað þetta er mikilvægt,“ svaraði Arnar aðspurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik.

Víkingar voru töluvert betri í seinni hálfleik sem skilaði því að liðið fer heim í Fossvoginn með stiginn þrjú.
„Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik, ekki það að leikmenn sem fóru út af stóðu sig eitthvað illa, það þurfti bara að fá fleiri leikstöður einn á móti einum. Kwame og Adam komu inn með þvílíkan kraft og innspýtingu.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Arnar einnig um frammistöðu Kwame Quee og veikindi hans.
Athugasemdir
banner