Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 19. ágúst 2019 22:11
Baldvin Már Borgarsson
Óli Jó: Þú getur búið til tölfræði um allan andskotann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var bæði svekktur og sáttur með stigið gegn Val fyrr í kvöld, en leikurinn var heldur betur kaflaskiptur og komust Valsarar í 2-0 forystu áður en Blikar ákváðu að taka þátt í þessum leik.

Leiknum lauk með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli og skipta liðin því stigunum á milli sín, eftir leikinn sitja Blikar enn í 2. sæti deildarinnar og Valur situr enn í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

Hvernig er tilfinningin eftir þennan leik?

„Hún er svona bæði góð og slæm, en það er ekkert slæmt að gera jafntefli við Breiðablik hérna í Kópavogi, þeir eru með hörku lið en við vorum komnir í góða forystu og ég tel dómarann hafa tekið af okkur vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem hefði klárað leikinn.''

Tölfræðin segir að þegar Sigurður Egill fer af velli tapa Valsarar niður forystu, hefur Óli eitthvað að segja um það?

„Þú getur búið til tölfræði um allan andskotann þannig ég veit ekkert um það.''

Er ekki svekkjandi fyrir Valsara að vinna ekki leikinn til að stimpla sig almennilega í evrópubaráttuna?

„Jújú það er eins og ég sagði, bæði svekktur og sáttur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Óli meðal annars betur um leikinn og frammistöðuna, meiðsli Sigurðar Egils og Patricks Pedersen og framhaldið hjá Val.
Athugasemdir
banner