Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   þri 19. september 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Funheit á hægri kantinum - „Allt voða jákvætt"
Á æfingu í dag.
Á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma í upphitun í dag.
Selma í upphitun í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir hefur farið mikinn með félagsliði sínu Rosenborg að undanförnu. Hún hefur lagt up sex mörk og skorað tvö í síðustu fimm leikjum norska liðsins sem allir hafa unnist. Selma er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu dagsins.

„Við tókum léttan fund í gær, þetta er svolítið flókið 'system' og allt það, en við vitum það sem skiptir máli. Það er það sem mikilvægast. Ég held að það sé oftast mikilvægast að vinna í fótbolta, við munum fara inn í hvern leik til að taka þrjú stig og vinna út frá því," sagði Selma um fyrirkomulag Þjóðadeildarinnar sem er ekki það einfaldasta.

„Mér líst vel á leikinn á móti Wales, vorum á fundi þar sem aðeins var farið yfir Wales. Við spiluðum við þær fyrr á árinu og vitum aðeins um þær."

Safnar stoðsendingum á hægri kantinum
Hvernig er að koma inn í þetta verkefni á miklu skriði?

„Ég reyni að taka það með mér inn í verkefnið og vonandi get ég nýtt það eitthvað með mér. Það er bara jákvætt. Ég er búin að spila smá á hægri kanti, þá byrjar aðeins að tikka meira, koma aðeins fleiri stoðsendingar og svona. Ég fer inn í hvern leik til að gera mitt besta."

Þarf landsliðsþjálfarinn eitthvað að skoða að hafa Selmu á hægri kantinum?

„Ég veit það ekki," sagði Selma og brosti. „Mér líður vel og svona, allt voða jákvætt," sagði hún um lífið utan vallar.

Misstu af Meistaradeildarsæti í fyrra og eru nú á toppnum
„Við erum núna á toppnum og það gengur vel. Við förum í hvern leik til að vinna hann og tökum einn leik í einu. Við klúðruðum þessu svolítið í fyrra og erum að læra af því."

„Ég held að það hafi alltaf verið markmiðið, en svo er það líka þannig að deildin breytist árlega. Núna er spiluð þreföld umferð sem er öðruvísi frá því í fyrra. Það er alltaf eitthvað nýtt. Við viljum alltaf fara sem lengst og gera betur en árið á undan."


Skemmtilegra þegar það eru stig í boði
Er einhver munur á því að koma inn í þetta verkefni þar sem spilað er í Þjóðadeildinni og það síðasta þar sem spilaðir voru tveir vináttuleikir?

„Það er aðeins skemmtilegra (núna), það er alltaf gaman að koma í landsliðið, en það er ennþá skemmtilegra þegar það eru stig í boði. En það er alltaf mjög gaman. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og markmiðið er auðvitað að taka sex stig úr hverju verkefni," sagði Selma að lokum.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner
banner