Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 19. september 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Funheit á hægri kantinum - „Allt voða jákvætt"
Á æfingu í dag.
Á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma í upphitun í dag.
Selma í upphitun í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir hefur farið mikinn með félagsliði sínu Rosenborg að undanförnu. Hún hefur lagt up sex mörk og skorað tvö í síðustu fimm leikjum norska liðsins sem allir hafa unnist. Selma er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu dagsins.

„Við tókum léttan fund í gær, þetta er svolítið flókið 'system' og allt það, en við vitum það sem skiptir máli. Það er það sem mikilvægast. Ég held að það sé oftast mikilvægast að vinna í fótbolta, við munum fara inn í hvern leik til að taka þrjú stig og vinna út frá því," sagði Selma um fyrirkomulag Þjóðadeildarinnar sem er ekki það einfaldasta.

„Mér líst vel á leikinn á móti Wales, vorum á fundi þar sem aðeins var farið yfir Wales. Við spiluðum við þær fyrr á árinu og vitum aðeins um þær."

Safnar stoðsendingum á hægri kantinum
Hvernig er að koma inn í þetta verkefni á miklu skriði?

„Ég reyni að taka það með mér inn í verkefnið og vonandi get ég nýtt það eitthvað með mér. Það er bara jákvætt. Ég er búin að spila smá á hægri kanti, þá byrjar aðeins að tikka meira, koma aðeins fleiri stoðsendingar og svona. Ég fer inn í hvern leik til að gera mitt besta."

Þarf landsliðsþjálfarinn eitthvað að skoða að hafa Selmu á hægri kantinum?

„Ég veit það ekki," sagði Selma og brosti. „Mér líður vel og svona, allt voða jákvætt," sagði hún um lífið utan vallar.

Misstu af Meistaradeildarsæti í fyrra og eru nú á toppnum
„Við erum núna á toppnum og það gengur vel. Við förum í hvern leik til að vinna hann og tökum einn leik í einu. Við klúðruðum þessu svolítið í fyrra og erum að læra af því."

„Ég held að það hafi alltaf verið markmiðið, en svo er það líka þannig að deildin breytist árlega. Núna er spiluð þreföld umferð sem er öðruvísi frá því í fyrra. Það er alltaf eitthvað nýtt. Við viljum alltaf fara sem lengst og gera betur en árið á undan."


Skemmtilegra þegar það eru stig í boði
Er einhver munur á því að koma inn í þetta verkefni þar sem spilað er í Þjóðadeildinni og það síðasta þar sem spilaðir voru tveir vináttuleikir?

„Það er aðeins skemmtilegra (núna), það er alltaf gaman að koma í landsliðið, en það er ennþá skemmtilegra þegar það eru stig í boði. En það er alltaf mjög gaman. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og markmiðið er auðvitað að taka sex stig úr hverju verkefni," sagði Selma að lokum.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner