Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 19. september 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Funheit á hægri kantinum - „Allt voða jákvætt"
Á æfingu í dag.
Á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma í upphitun í dag.
Selma í upphitun í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir hefur farið mikinn með félagsliði sínu Rosenborg að undanförnu. Hún hefur lagt up sex mörk og skorað tvö í síðustu fimm leikjum norska liðsins sem allir hafa unnist. Selma er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu dagsins.

„Við tókum léttan fund í gær, þetta er svolítið flókið 'system' og allt það, en við vitum það sem skiptir máli. Það er það sem mikilvægast. Ég held að það sé oftast mikilvægast að vinna í fótbolta, við munum fara inn í hvern leik til að taka þrjú stig og vinna út frá því," sagði Selma um fyrirkomulag Þjóðadeildarinnar sem er ekki það einfaldasta.

„Mér líst vel á leikinn á móti Wales, vorum á fundi þar sem aðeins var farið yfir Wales. Við spiluðum við þær fyrr á árinu og vitum aðeins um þær."

Safnar stoðsendingum á hægri kantinum
Hvernig er að koma inn í þetta verkefni á miklu skriði?

„Ég reyni að taka það með mér inn í verkefnið og vonandi get ég nýtt það eitthvað með mér. Það er bara jákvætt. Ég er búin að spila smá á hægri kanti, þá byrjar aðeins að tikka meira, koma aðeins fleiri stoðsendingar og svona. Ég fer inn í hvern leik til að gera mitt besta."

Þarf landsliðsþjálfarinn eitthvað að skoða að hafa Selmu á hægri kantinum?

„Ég veit það ekki," sagði Selma og brosti. „Mér líður vel og svona, allt voða jákvætt," sagði hún um lífið utan vallar.

Misstu af Meistaradeildarsæti í fyrra og eru nú á toppnum
„Við erum núna á toppnum og það gengur vel. Við förum í hvern leik til að vinna hann og tökum einn leik í einu. Við klúðruðum þessu svolítið í fyrra og erum að læra af því."

„Ég held að það hafi alltaf verið markmiðið, en svo er það líka þannig að deildin breytist árlega. Núna er spiluð þreföld umferð sem er öðruvísi frá því í fyrra. Það er alltaf eitthvað nýtt. Við viljum alltaf fara sem lengst og gera betur en árið á undan."


Skemmtilegra þegar það eru stig í boði
Er einhver munur á því að koma inn í þetta verkefni þar sem spilað er í Þjóðadeildinni og það síðasta þar sem spilaðir voru tveir vináttuleikir?

„Það er aðeins skemmtilegra (núna), það er alltaf gaman að koma í landsliðið, en það er ennþá skemmtilegra þegar það eru stig í boði. En það er alltaf mjög gaman. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og markmiðið er auðvitað að taka sex stig úr hverju verkefni," sagði Selma að lokum.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner