Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   mán 20. mars 2023 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar: Mest frá vinum sem eru að plata mig í eitthvað rugl
Icelandair
Hákon á æfingu í dag.
Hákon á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Takk fyrir. Þessar viðræður hafa verið í gangi í svolítinn tíma. Báðum aðilum langaði að framlengja," sagði Hákon Arnar Haraldsson í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Þýskalandi í dag.

Fyrr í dag var það tilkynnt að Hákon væri búinn að framlengja samning sinn við FC Kaupmannahöfn í Danmörku til ársins 2027. Hann hefur verið að spila frábærlega þar og fær núna betri samning.

„Liðinu gengur vel og þá er auðveldara fyrir mig að spila vel. Þetta hefur allt klikkað saman þegar liðið spilar vel."

Hákon var beðinn um að útskýra hvernig fótbolta hann og FCK eru að spila. „Við reynum að spila út úr flestöllu, við erum... ég er næstum því að tala dönsku hérna. Við erum mjög 'direct' og leitum alltaf fram á við."

„Það hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum. Sjálfstraustið er í botni."

Hákon er kominn með góða æfingu í því að fagna mörkum en hann hefur tekið mörg góð fögn upp á síðkastið. „Ég er helvíti duglegur að fagna. Þetta kemur mest frá vinum mínum sem eru að plata mig í eitthvað rugl. Þeir segja mér hvað ég eigi að gera næst."

Hákon gerir langan samning við FCK en heldur öllum möguleikum opnum. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum. Ef eitthvað spennandi kemur upp þá skoða ég það, en það er langt í sumarið. Við verðum að bíða og sjá."

Hákon segir það gott að vera kominn aftur í bláa búninginn, en hann kemur úr liði sem er búið að vinna átta leiki í röð í danska boltanum. „Það er alltaf gott að spila fyrir land og þjóð," segir þessi efnilegi leikmaður en hann býst við erfiðum leik gegn Bosníu á fimmtudag. Strákarnir ætla sér að fara á EM 2024, það er stefnan.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner