Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   fim 20. mars 2025 22:42
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Icelandair
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands þurfti að horfa tvívegis á eftir boltanum í netið í kvöld þegar Ísland bar lægri hlut 2-1 gegn Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili B-deildar Þjóðardeildar Evrópu fyrr í kvöld. Ísland er því með bakvið upp við vegg fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Murcia á Spáni næstkomandi sunnudag. Hákon Rafn ræddi við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um frammistöðu Íslands í leiknum.

„Þetta var ágætt, Við vorum að prófa nýja hluti sem gengu mjög vel inn á milli en svo var það bras inni á milli.“

Inntur eftir frekari útskýringum á frammistöðu liðsins og hvort hún hefði ekki verið of kaflaskipt svaraði Hákon.

„Jú það er alveg hægt að segja það. Þegar allt virkaði hjá okkur þá gekk allt mjög vel en inn á mill þá virkaði það ekki. Þá vorum við opnir en við skoðum það og bætum fyrir næsta leik.“

Um mörkin tvö sem Hákon fékk á sig og voru nokkuð keimlík eftir hnitmiðað skot um það bil af vítateigslínu sagði Hákon.

„Frekar pirrandi mörk. Ég held að bæði skotin fari í gegnum klofið á varnarmanni, Fyrra markið kemur eftir fast leikatriði og það er eitthvað sem við getum ekki verið að fá á okkur mark úr. Seinna markið er svo vafasamt og gat verið brot en var ekki. “

Framundan er síðari viðureign einvígisins sem leikinn verður á Spáni næstkomandi sunnudag sem fyrr segir. Þar þarf Ísland að snúa taflinu við og sækja til sigurs.

„Já, við hefðum getað fengið þriðja markið á okkur í lokin og vorum ekki alveg nógu einbeittir. En það er bara eins og það er og nú þurfum við bara að vinna „heima“ “

Allt viðtalið við Hákon má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner