Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 20. mars 2025 22:42
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Icelandair
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands þurfti að horfa tvívegis á eftir boltanum í netið í kvöld þegar Ísland bar lægri hlut 2-1 gegn Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili B-deildar Þjóðardeildar Evrópu fyrr í kvöld. Ísland er því með bakvið upp við vegg fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Murcia á Spáni næstkomandi sunnudag. Hákon Rafn ræddi við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um frammistöðu Íslands í leiknum.

„Þetta var ágætt, Við vorum að prófa nýja hluti sem gengu mjög vel inn á milli en svo var það bras inni á milli.“

Inntur eftir frekari útskýringum á frammistöðu liðsins og hvort hún hefði ekki verið of kaflaskipt svaraði Hákon.

„Jú það er alveg hægt að segja það. Þegar allt virkaði hjá okkur þá gekk allt mjög vel en inn á mill þá virkaði það ekki. Þá vorum við opnir en við skoðum það og bætum fyrir næsta leik.“

Um mörkin tvö sem Hákon fékk á sig og voru nokkuð keimlík eftir hnitmiðað skot um það bil af vítateigslínu sagði Hákon.

„Frekar pirrandi mörk. Ég held að bæði skotin fari í gegnum klofið á varnarmanni, Fyrra markið kemur eftir fast leikatriði og það er eitthvað sem við getum ekki verið að fá á okkur mark úr. Seinna markið er svo vafasamt og gat verið brot en var ekki. “

Framundan er síðari viðureign einvígisins sem leikinn verður á Spáni næstkomandi sunnudag sem fyrr segir. Þar þarf Ísland að snúa taflinu við og sækja til sigurs.

„Já, við hefðum getað fengið þriðja markið á okkur í lokin og vorum ekki alveg nógu einbeittir. En það er bara eins og það er og nú þurfum við bara að vinna „heima“ “

Allt viðtalið við Hákon má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner