Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 20. apríl 2024 16:50
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir: Við getum aðeins kvartað en ekki mikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari karlaliðs FH var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann HK í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Ég er ánægður með þennan sigur, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. HK eru erfiðir í Kórnum og mér fannst vera miklu meiri andi í þeim í þessum leik heldur en í leikjunum tveim á undan. Þeir eru virkilega að spila fyrir hvorn annan, og berjast fyrir hvorn annan. Þó svo að við höfum verið betri þá ná þeir að loka ágætlega á okkur, þetta var þolinmæði og við sýndum það, og unnum sanngjarnan sigur."

FH var mun sterkari aðilinn í leiknum en það gekk illa að koma fyrsta markinu að. Það kom þó á 67. mínútu og Heimir segir að það hafi verið léttir.

„Frábær sending frá Nóra (Arnór Borg) og Ástbjön með gott hlaup, kláraði þetta vel. Það svona braut ísinn og hjálpaði okkur aðeins að keyra þetta heim. Ég er ánægður með að halda hreinu, við fengum á okkur 4 mörk í fyrstu tveimur leikjunum, við náum loksins að halda hreinu í dag."

FH er komið með 6 stig af 9 mögulegum, sem verður að teljast ágæt byrjun miðað við að flestir hafa spáð liðinu um miðja töflu.

„Ég hefði nú viljað 7 (stig) en við tökum 6. Ég meina við erum búnir að spila 3 útileiki, erum ekki ennþá búnir að spila heimaleik. Þannig að jú við getum aðeins kvartað en ekki mikið."

Kaplakrikavöllur heimavöllur FH er ekki tilbúinn til þess að spila á og Heimir segir að það getur verið eitthvað í það.

„Ég fór út á hann í gærmorgun, ég er nú enginn sérfræðingur en ég held að það sé eitthvað í hann miðað við hvernig hann leit út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner