Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
   lau 20. apríl 2024 16:50
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir: Við getum aðeins kvartað en ekki mikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari karlaliðs FH var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann HK í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Ég er ánægður með þennan sigur, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. HK eru erfiðir í Kórnum og mér fannst vera miklu meiri andi í þeim í þessum leik heldur en í leikjunum tveim á undan. Þeir eru virkilega að spila fyrir hvorn annan, og berjast fyrir hvorn annan. Þó svo að við höfum verið betri þá ná þeir að loka ágætlega á okkur, þetta var þolinmæði og við sýndum það, og unnum sanngjarnan sigur."

FH var mun sterkari aðilinn í leiknum en það gekk illa að koma fyrsta markinu að. Það kom þó á 67. mínútu og Heimir segir að það hafi verið léttir.

„Frábær sending frá Nóra (Arnór Borg) og Ástbjön með gott hlaup, kláraði þetta vel. Það svona braut ísinn og hjálpaði okkur aðeins að keyra þetta heim. Ég er ánægður með að halda hreinu, við fengum á okkur 4 mörk í fyrstu tveimur leikjunum, við náum loksins að halda hreinu í dag."

FH er komið með 6 stig af 9 mögulegum, sem verður að teljast ágæt byrjun miðað við að flestir hafa spáð liðinu um miðja töflu.

„Ég hefði nú viljað 7 (stig) en við tökum 6. Ég meina við erum búnir að spila 3 útileiki, erum ekki ennþá búnir að spila heimaleik. Þannig að jú við getum aðeins kvartað en ekki mikið."

Kaplakrikavöllur heimavöllur FH er ekki tilbúinn til þess að spila á og Heimir segir að það getur verið eitthvað í það.

„Ég fór út á hann í gærmorgun, ég er nú enginn sérfræðingur en ég held að það sé eitthvað í hann miðað við hvernig hann leit út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner