Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 20. apríl 2024 16:50
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir: Við getum aðeins kvartað en ekki mikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari karlaliðs FH var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann HK í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Ég er ánægður með þennan sigur, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. HK eru erfiðir í Kórnum og mér fannst vera miklu meiri andi í þeim í þessum leik heldur en í leikjunum tveim á undan. Þeir eru virkilega að spila fyrir hvorn annan, og berjast fyrir hvorn annan. Þó svo að við höfum verið betri þá ná þeir að loka ágætlega á okkur, þetta var þolinmæði og við sýndum það, og unnum sanngjarnan sigur."

FH var mun sterkari aðilinn í leiknum en það gekk illa að koma fyrsta markinu að. Það kom þó á 67. mínútu og Heimir segir að það hafi verið léttir.

„Frábær sending frá Nóra (Arnór Borg) og Ástbjön með gott hlaup, kláraði þetta vel. Það svona braut ísinn og hjálpaði okkur aðeins að keyra þetta heim. Ég er ánægður með að halda hreinu, við fengum á okkur 4 mörk í fyrstu tveimur leikjunum, við náum loksins að halda hreinu í dag."

FH er komið með 6 stig af 9 mögulegum, sem verður að teljast ágæt byrjun miðað við að flestir hafa spáð liðinu um miðja töflu.

„Ég hefði nú viljað 7 (stig) en við tökum 6. Ég meina við erum búnir að spila 3 útileiki, erum ekki ennþá búnir að spila heimaleik. Þannig að jú við getum aðeins kvartað en ekki mikið."

Kaplakrikavöllur heimavöllur FH er ekki tilbúinn til þess að spila á og Heimir segir að það getur verið eitthvað í það.

„Ég fór út á hann í gærmorgun, ég er nú enginn sérfræðingur en ég held að það sé eitthvað í hann miðað við hvernig hann leit út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner