Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 20. apríl 2024 16:50
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir: Við getum aðeins kvartað en ekki mikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari karlaliðs FH var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann HK í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Ég er ánægður með þennan sigur, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. HK eru erfiðir í Kórnum og mér fannst vera miklu meiri andi í þeim í þessum leik heldur en í leikjunum tveim á undan. Þeir eru virkilega að spila fyrir hvorn annan, og berjast fyrir hvorn annan. Þó svo að við höfum verið betri þá ná þeir að loka ágætlega á okkur, þetta var þolinmæði og við sýndum það, og unnum sanngjarnan sigur."

FH var mun sterkari aðilinn í leiknum en það gekk illa að koma fyrsta markinu að. Það kom þó á 67. mínútu og Heimir segir að það hafi verið léttir.

„Frábær sending frá Nóra (Arnór Borg) og Ástbjön með gott hlaup, kláraði þetta vel. Það svona braut ísinn og hjálpaði okkur aðeins að keyra þetta heim. Ég er ánægður með að halda hreinu, við fengum á okkur 4 mörk í fyrstu tveimur leikjunum, við náum loksins að halda hreinu í dag."

FH er komið með 6 stig af 9 mögulegum, sem verður að teljast ágæt byrjun miðað við að flestir hafa spáð liðinu um miðja töflu.

„Ég hefði nú viljað 7 (stig) en við tökum 6. Ég meina við erum búnir að spila 3 útileiki, erum ekki ennþá búnir að spila heimaleik. Þannig að jú við getum aðeins kvartað en ekki mikið."

Kaplakrikavöllur heimavöllur FH er ekki tilbúinn til þess að spila á og Heimir segir að það getur verið eitthvað í það.

„Ég fór út á hann í gærmorgun, ég er nú enginn sérfræðingur en ég held að það sé eitthvað í hann miðað við hvernig hann leit út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner