Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 20. september 2019 21:57
Helga Katrín Jónsdóttir
Sandra Sif um að leggja skóna á hilluna: Þetta er bara orðið gott
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fór fram í kvöld þar sem Augnablik tók á móti Fjölni. Bæði lið tryggðu sæti sín í deildinni í síðustu umferð og var leikurinn tíðindalítill og lauk með 0-0 jafntefli.


Lestu um leikinn: Augnablik 0 -  0 Fjölnir

"Já það er víst, þetta var lokaleikur, erfitt og lítið að spila um. Maður hefði eiginlega getað spáð þessum úrslitum fyrir fram. Þetta er bara eins og gengur og í svona veðri líka."

Sandra tilkynnti fyrir leik að hún myndi leggja skóna á hilluna eftir leikinn eftir flottan feril.

"Já þetta er bara orðið gott held ég, ég er búin að spila mín 16 ár í efstu deild, búin að fara til Bandaríkjanna og til Noregs ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitla. Svo ég held að þetta sé bara réttur tími til að leggja skóna á hilluna og halda þeim aðeins þar."

"Ég er búin að vera að hugsa um þetta í svolítinn tíma en vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta eftir að strákurinn kom." 

Getur Sandra hugsað sér að taka skóna af hillunni einn daginn?

"Ég ætla aldrei að segja aldrei en eins og er þá er ég ekki að hugsa um það."

Er Sandra sátt með tímabilið hjá Augnabliki?

"Já í rauninni, við erum að koma upp úr 2. deild og erum að byggja á mjög ungu liði. Þetta er bara frábært hjá okkur með þessa ungu leikmenn að enda um miðja deild og gefa leikmönnunum reynslu."

Viðtalið við Söndru má sjá hér að ofan en litli strákurinn hennar var með í för.
Athugasemdir
banner
banner