Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 20. september 2019 21:57
Helga Katrín Jónsdóttir
Sandra Sif um að leggja skóna á hilluna: Þetta er bara orðið gott
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fór fram í kvöld þar sem Augnablik tók á móti Fjölni. Bæði lið tryggðu sæti sín í deildinni í síðustu umferð og var leikurinn tíðindalítill og lauk með 0-0 jafntefli.


Lestu um leikinn: Augnablik 0 -  0 Fjölnir

"Já það er víst, þetta var lokaleikur, erfitt og lítið að spila um. Maður hefði eiginlega getað spáð þessum úrslitum fyrir fram. Þetta er bara eins og gengur og í svona veðri líka."

Sandra tilkynnti fyrir leik að hún myndi leggja skóna á hilluna eftir leikinn eftir flottan feril.

"Já þetta er bara orðið gott held ég, ég er búin að spila mín 16 ár í efstu deild, búin að fara til Bandaríkjanna og til Noregs ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitla. Svo ég held að þetta sé bara réttur tími til að leggja skóna á hilluna og halda þeim aðeins þar."

"Ég er búin að vera að hugsa um þetta í svolítinn tíma en vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta eftir að strákurinn kom." 

Getur Sandra hugsað sér að taka skóna af hillunni einn daginn?

"Ég ætla aldrei að segja aldrei en eins og er þá er ég ekki að hugsa um það."

Er Sandra sátt með tímabilið hjá Augnabliki?

"Já í rauninni, við erum að koma upp úr 2. deild og erum að byggja á mjög ungu liði. Þetta er bara frábært hjá okkur með þessa ungu leikmenn að enda um miðja deild og gefa leikmönnunum reynslu."

Viðtalið við Söndru má sjá hér að ofan en litli strákurinn hennar var með í för.
Athugasemdir
banner
banner