Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 20. desember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Róbert Orri Þorkelsson .
Róbert Orri Þorkelsson .
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri eftir leik með U21 landsliðinu.
Róbert Orri eftir leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoðar núna næstu skref.
Skoðar núna næstu skref.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék síðast hér á landi með Breiðabliki.
Lék síðast hér á landi með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson er kominn heim í jólafrí en í fríinu kemur hann til með að hugsa um framtíð sína í fótboltanum. Hann verður samningslaus þann 1. janúar næstkomandi en hann er núna í leit að nýju félagi.

Róbert Orri, sem er 22 ára gamall hafsent, spilaði með norska félaginu Kongsvinger á láni síðast og náði þar að spila mikið af leikjum eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu árin. Hann var þar á láni frá Montreal Impact í Kanada en þangað fer hann ekki aftur.

„Það er alltaf gott að koma heim, hitta fjölskylduna og slaka aðeins á," segir Róbert Orri í samtali við Fótbolta.net.

Mjög gaman og frískandi
Hann segir að síðustu mánuðir í fótboltanum hafi verið mjög fínir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hann var ánægður með það skref að fara í Kongsvinger og spila. Þetta var eins konar neyðarskref til að koma ferlinum aftur af stað.

„Það hefur verið virkilega gaman að fá loksins að vera í liði þar sem þú ert að spila og finnst þú vera mikilvægur. Það hefur verið mjög gaman og frískandi," segir Róbert.

Svolítil tilbreyting?

„Já, það var það alveg. Það er munur á Noregi og Montreal, hvernig maður tengist fólkinu og liðinu. Þetta er líkara Íslendingunum. Mér hefur liðið mjög vel."

„Þetta var eina liðið sem tók áhættuna á mér, að vera heill. Ég vildi bara fara að spila strax. Ég er sáttur að ég náði að koma mér frá Montreal til að fá að spila," segir Róbert en hlutirnir gerðu mjög hratt þegar hann fór til Kongsvinger.

Kom aldrei til greina að vera áfram í Montreal
Eins og áður segir, þá verður Róbert Orri samningslaus núna 1. janúar. Hvernig er staðan núna?

„Ég er bara eins og er í einhverjum viðræðum og það gengur frekar hægt. Það er frekar rólegt fyrir mig núna. Ég byst við að það gerist meira í janúar en það er alls ekkert nálægt því að vera klárt. Ég held mér í góðu standi og sé hvað gerist," segir Róbert en hann segir að það hafi aldrei komið til greina að vera áfram í Montreal.

„Nei, í rauninni ekki. Ég heyrði ekki mikið frá þeim eftir að ég fór til Kongsvinger. Ég frétti á Instagram að ég væri ekki að fara að vera þar lengur. Það var enginn sem hringdi í mig. Smá skrítið."

„Það voru ekki mikil samskipti, bara í sumar þegar ég þurfti að endursemja við Kongsvinger. Ég hef ekki talað við neinn þarna nánast, bara aðeins við liðsstjórann."

Var súrt að kveðja svoleiðis?

„Nei, mér var alveg sama. Svo lengi sem ég vissi að ég væri laus þaðan. Þá var ég sáttur. Þetta var ekki allt skelfilegt, ég var líka bara óheppinn með meiðsli," segir varnarmaðurinn.

Besta deildin?
Það er ekki útilokað að Róbert verði áfram í Kongsvinger en hann segir það ekki markmiðið. Hann vonast til að fara í efstu deild. En Besta deildin, er hún möguleiki?

„Ég myndi halda að það væri sáralítill möguleiki," sagði Róbert en það gerist bara ef hann fær engin áhugaverð tilboð.

„Eins og er, þá er það ekki planið."

Róbert lék áður með Breiðabliki en hann er uppalinn í Aftureldingu sem er núna komin upp í Bestu deildina.

„Það er geggjað og gaman að sjá gamla leikmenn koma heim aftur. Þetta er virkilega fallegt að sjá," sagði Róbert að lokum en hann býst ekki við að spila aftur með Aftureldingu strax. Það gerist kannski einhvern daginn samt.
Athugasemdir
banner