Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 20. desember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Róbert Orri Þorkelsson .
Róbert Orri Þorkelsson .
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri eftir leik með U21 landsliðinu.
Róbert Orri eftir leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoðar núna næstu skref.
Skoðar núna næstu skref.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék síðast hér á landi með Breiðabliki.
Lék síðast hér á landi með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson er kominn heim í jólafrí en í fríinu kemur hann til með að hugsa um framtíð sína í fótboltanum. Hann verður samningslaus þann 1. janúar næstkomandi en hann er núna í leit að nýju félagi.

Róbert Orri, sem er 22 ára gamall hafsent, spilaði með norska félaginu Kongsvinger á láni síðast og náði þar að spila mikið af leikjum eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu árin. Hann var þar á láni frá Montreal Impact í Kanada en þangað fer hann ekki aftur.

„Það er alltaf gott að koma heim, hitta fjölskylduna og slaka aðeins á," segir Róbert Orri í samtali við Fótbolta.net.

Mjög gaman og frískandi
Hann segir að síðustu mánuðir í fótboltanum hafi verið mjög fínir, fyrir utan smávægileg meiðsli. Hann var ánægður með það skref að fara í Kongsvinger og spila. Þetta var eins konar neyðarskref til að koma ferlinum aftur af stað.

„Það hefur verið virkilega gaman að fá loksins að vera í liði þar sem þú ert að spila og finnst þú vera mikilvægur. Það hefur verið mjög gaman og frískandi," segir Róbert.

Svolítil tilbreyting?

„Já, það var það alveg. Það er munur á Noregi og Montreal, hvernig maður tengist fólkinu og liðinu. Þetta er líkara Íslendingunum. Mér hefur liðið mjög vel."

„Þetta var eina liðið sem tók áhættuna á mér, að vera heill. Ég vildi bara fara að spila strax. Ég er sáttur að ég náði að koma mér frá Montreal til að fá að spila," segir Róbert en hlutirnir gerðu mjög hratt þegar hann fór til Kongsvinger.

Kom aldrei til greina að vera áfram í Montreal
Eins og áður segir, þá verður Róbert Orri samningslaus núna 1. janúar. Hvernig er staðan núna?

„Ég er bara eins og er í einhverjum viðræðum og það gengur frekar hægt. Það er frekar rólegt fyrir mig núna. Ég byst við að það gerist meira í janúar en það er alls ekkert nálægt því að vera klárt. Ég held mér í góðu standi og sé hvað gerist," segir Róbert en hann segir að það hafi aldrei komið til greina að vera áfram í Montreal.

„Nei, í rauninni ekki. Ég heyrði ekki mikið frá þeim eftir að ég fór til Kongsvinger. Ég frétti á Instagram að ég væri ekki að fara að vera þar lengur. Það var enginn sem hringdi í mig. Smá skrítið."

„Það voru ekki mikil samskipti, bara í sumar þegar ég þurfti að endursemja við Kongsvinger. Ég hef ekki talað við neinn þarna nánast, bara aðeins við liðsstjórann."

Var súrt að kveðja svoleiðis?

„Nei, mér var alveg sama. Svo lengi sem ég vissi að ég væri laus þaðan. Þá var ég sáttur. Þetta var ekki allt skelfilegt, ég var líka bara óheppinn með meiðsli," segir varnarmaðurinn.

Besta deildin?
Það er ekki útilokað að Róbert verði áfram í Kongsvinger en hann segir það ekki markmiðið. Hann vonast til að fara í efstu deild. En Besta deildin, er hún möguleiki?

„Ég myndi halda að það væri sáralítill möguleiki," sagði Róbert en það gerist bara ef hann fær engin áhugaverð tilboð.

„Eins og er, þá er það ekki planið."

Róbert lék áður með Breiðabliki en hann er uppalinn í Aftureldingu sem er núna komin upp í Bestu deildina.

„Það er geggjað og gaman að sjá gamla leikmenn koma heim aftur. Þetta er virkilega fallegt að sjá," sagði Róbert að lokum en hann býst ekki við að spila aftur með Aftureldingu strax. Það gerist kannski einhvern daginn samt.
Athugasemdir
banner