Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 21. júní 2023 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Hulda allt í öllu er Þór/KA valtaði yfir Tindastól
Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði tvö og lagði upp tvö
Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði tvö og lagði upp tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 5 - 0 Tindastóll
1-0 Dominique Jaylin Randle ('62 )
2-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('64 )
3-0 Una Móeiður Hlynsdóttir ('68 )
4-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('79 )
5-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('92 , víti)
Lestu um leikinn

Þór/KA vann sannfærandi 5-0 sigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld en öll mörkin komu í síðari hálfleiknum.

Heimakonur fengu hættulegasta færið í fyrri hálfleiknum er Sandra María Jessen var ein gegn opnu marki en skaut boltanum framhjá.

Liðið var staðráðið í því að gera betur í þeim síðari og gerði liðið svo sannarlega það og gott betur.

Dominique Jaylin Randle opnaði leikinn með sínu fyrsta marki fyrir Þór/KA á 62. mínútu. Þrumaði hún þá boltanum í netið eftir hornspyrnu og tveimur mínútum síðar bætti Karen María Sigurgeirsdóttir við öðru. Hulda Ósk Jónsdóttir lagði upp markið.

Una Móeiður Hlynsdóttir gerði þriðja markið á 68. mínútu og aftur var það Hulda með stoðsendinguna. Það var næst komin röðin að Huldu að skora og var það af dýrari gerðinni. Hún skrúfaði boltanum laglega í netið og kórónaði hún síðan frábæran leik sinn með vítaspyrnumarki undir lokin.

Tvö mörk og tvær stoðsendingar frá Huldu í dag og Þór/KA upp í 4. sætið með 15 stig en Tindastóll í 8. sæti með 8 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner