Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   sun 21. júlí 2013 20:31
Jóhann Óli Eiðsson
Óli Kristjáns: Ef ég spila þeim ekki núna, hvenær þá?
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég er ánægður með erfið þrjú stig," voru fyrstu viðbrögð Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir sigur sinna manna gegn Þór á Akureyri fyrr í kvöld.

,,Við komumst snemma í tvö núll og Gulli mætti með sparihanskana og varði víti. Það fór eilítið um mig þegar þeir minnkuðu muninn en strákarnir silgdu þessu heim."

,,Við erum með stóran og breiðan hóp og það þurfa allir að standa vaktina. Ef ég spila ekki mönnum sem lítið spila eftir svona þétt prógram hvenær á þá að spila þeim? Menn stigu upp og skiluðu sínu. Við erum að spila á þremur vígstöðvum og þurfum að spila leiki og hvíla sig á milli leikja til að koma ferskur í næsta leik,"
en Breiðablik hefur verið að spila þétt að undanförnu. Síðastliðinn fimmtudag átti liðið leik gegn Sturm Graz frá Austurríki og leikur úti næstkomandi fimmtudag.

,,Við erum nokkurn vegin á pari í deildinni held ég. Hvar þetta par er nákvæmlega veit ég ekki alveg en við erum með tvö stig í leik um það bil svo við erum á ágætis stað," sagði Ólafur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner