Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   sun 21. júlí 2013 20:31
Jóhann Óli Eiðsson
Óli Kristjáns: Ef ég spila þeim ekki núna, hvenær þá?
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég er ánægður með erfið þrjú stig," voru fyrstu viðbrögð Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir sigur sinna manna gegn Þór á Akureyri fyrr í kvöld.

,,Við komumst snemma í tvö núll og Gulli mætti með sparihanskana og varði víti. Það fór eilítið um mig þegar þeir minnkuðu muninn en strákarnir silgdu þessu heim."

,,Við erum með stóran og breiðan hóp og það þurfa allir að standa vaktina. Ef ég spila ekki mönnum sem lítið spila eftir svona þétt prógram hvenær á þá að spila þeim? Menn stigu upp og skiluðu sínu. Við erum að spila á þremur vígstöðvum og þurfum að spila leiki og hvíla sig á milli leikja til að koma ferskur í næsta leik,"
en Breiðablik hefur verið að spila þétt að undanförnu. Síðastliðinn fimmtudag átti liðið leik gegn Sturm Graz frá Austurríki og leikur úti næstkomandi fimmtudag.

,,Við erum nokkurn vegin á pari í deildinni held ég. Hvar þetta par er nákvæmlega veit ég ekki alveg en við erum með tvö stig í leik um það bil svo við erum á ágætis stað," sagði Ólafur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner