Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 21. september 2019 17:17
Sverrir Örn Einarsson
Albert Brynjar: Spennustigið of hátt
Albert í leik með Fjölni.
Albert í leik með Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara hundsvekktur. Við vildum klára þetta mót með bikar og enda sumarið þannig en mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda það þannig að svekktur með að vinna ekki deildinna og svekktur með hvernig við spiluðum í dag.“

Sagði Albert Brynjar Ingason leikmaður Fjölnis við fréttaritara Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Keflavík í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Fjölnir

Fjölnir hefur setið óslitið á toppi deildarinnar síðan í lok júní þegar að leikjum dagsins kom sem gerir hlutina jafnvel enn meira svekkjandi fyrir Albert og félaga?

„Í síðustu tveimur leikjum er spennustigið hjá okkur búið að vera of hátt. Við erum með ungt lið og mér finnst þessar frammistöður hjá okkur í síðustu leikjum stýrast svolítið af spennustiginu og við náum ekki alveg að anda og spila okkar leik.“

Albert færði sig um set síðasta vetur og niður um deild þegar hann gekk til liðs við Fjölni frá Fylki. Ætlar hann með Fjölni upp í Pepsi Max deildina?

„Ég veit það ekki. Bara heiðarlegt svar. Ég ætlaði bara að klára þennan leik og vonast til þess að fagna því með Fjölnisliðinu með bikar og láta daginn í dag og næstu daga ekki snúast um neitt annað en bara fagna því sem við höfum afrekað í sumar. En ég ætla að taka mér tíma út allavega september og hugsa hvað ég geri.“

Sagði Albert Brynjar Ingason en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir