Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mán 21. september 2020 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Hef ekki spilað í svona vindi áður
Lengjudeildin
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralinn Joey Gibbs heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Keflavík í Lengjudeildinni en framherjinn sterki skoraði tvö mörk er Keflavík lagði Þrótt 4-2 á Nettóvellinum fyrr í dag. Að loknum 16 leikjum hjá Keflavík er Joey kominn með 20 mörk og stefnir hraðbyri að því að verða markakóngur Lengjudeildarinnar þetta sumarið.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

„Tilfinningin er góð. Mér fannst við byrja vel í dag og vorum bara nokkuð góðir í krefjandi aðstæðum . Ég hef ekki spilað í svona vindi áður en við gerðum vel að halda boltanum niðri og verðskuldum að vera í þeirri stöðu sem við erum í.“
Sagði Joey við fréttaritara eftir leikinn en sigurinn fleytir Keflvíkingum í toppsætið í það minnsta um stundarsakir.

Eins og áður segir er Joey kominn með alls 20 mörk í deildinni það sem af er tímabils og enn 6 leikir eftir. Hversu mörg mörk stefnir hann á að skora?

„Ég hugsa lítið út í það. Ég held að það hjálpi ekkert til við markaskorun, þú ferð bara út og reynir að koma þér í góðar stöður. Og ég hef verið heppinn að fá að fá frábæra þjónustu frá strákunum og ég einbeiti mér bara að því að koma mér í góðar stöður og það er að virka.“

Joey fékk frábært tækifæri til þess að skora þrennu í leiknum en Franko Lalic markvörður Þróttar sá við honum og varði vítaspyrnu Joey á 66. mínútu leiksins.

„Verð að gefa markmanninum hrós þar hann gerði vel. Ég ætlaði reyndar að skjóta annað en þetta er bara einn af þessum hlutum .“

Sagði Joey en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner