Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 22. mars 2023 14:16
Elvar Geir Magnússon
München
Hannes sá æfinguna í morgun - „Ber vonandi vott um samheldni"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson spjalla saman.
Arnar Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson spjalla saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, heilsaði upp á menn á síðustu æfingu landsliðsins í München. Hannes lék fyrir landsliðið 2005-2008 en undanfarin fimm ár hefur hann starfað í þjálfun í Þýskalandi. Hann er nú með SV Wacker Burghausen í þýsku D-deildinni.

Hannes spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands og ræddi þar um málin fyrir leik Íslands gegn Bosníu sem fram fer annað kvöld, og skoðaði riðilinn.

„Það er ekki oft sem maður hefur færi á að sjá landsliðið eða samlanda sína yfir höfuð. Þegar landsliðið er að æfa í grennd við mig þá nýti ég auðvitað tækifærið og kíki á þá," sagði Hannes.

„Mér líst mjög vel á þetta. Maður sér að það er góð stemning í hópnum og ég held að menn séu tilbúnir í verkefnið sem kemur. Það er gleði, léttleiki sem ber vonandi vott um ákveðna samheldni sem er rosalega mikilvæg í leiknum á morgun."

Það eru mikilvægir menn komnir inn í hópinn og aldurssamsetningin orðin eðlilegri en hún var.

„Hvenær vorum við síðast með þann möguleika að vera með þessa blöndu? Við erum búnir að vera með gríðarlega ungt lið síðustu tvö árin. Ég held að það gefi liðinu rosalega mikið þó að Aron (Einar Gunnarsson) sé ekki að spila á morgun. Það að hann sé til staðar og aðrir sem upplifðu gullaldartímann - að þeir komi með þann kúltúr sem var til staðar í gegnum það tímabil - held ég að hjálpi þessum ungu leikmönnum."

Það er mjög mikilvægt að ná í góð úrslit á morgun. „Ég held að það sé mjög mikilvægt, líka þegar maður horfir á umfjöllunina sem er í kringum liðið. Til að gefa ekki bara liðinu, heldur líka þjóðinni, trú á það verkefni sem er í gangi þá er mikilvægt að ná í góð úrslit. Jafntefli væru góð úrslit, þó maður vonist auðvitað eftir sigri."

Markmiðið er að komast á lokakeppni EM. „Það ætti líka að vera það. Hvorki Bosnía né Slóvakía hafa farið með himinskautum síðustu ár. Það gefur okkur mikið að gömlu stjörnurnar séu komnir aftur, það gefur þessum ungu strákum þá trú sem við þurfum að hafa."

Hannes segir enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn með þá kynslóð sem er að koma upp. Í viðtalinu, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Hannes einnig um sín mál í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner