Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 22. apríl 2025 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Akranesvelli.
Frá Akranesvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við höfum spilað marga leiki við Aftureldingu á undanförnum árum. Það hafa yfirleitt verið hörkuskemmtilegir leikir þar sem okkur hefur gengið vel," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

ÍA mætir Aftureldingu á heimavelli í næstu umferð eftir að hafa lagt Gróttu að velli á dögunum.

„Þetta eru lið sem þekkja hvort annað mjög vel. Verður vafalaust hörkuleikur og skemmtilegur leikur," segir Jón Þór.

Þurfum bara nýjan völl
ÍA hefur farið ágætlega af stað í Bestu deildinni, eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Þeir mæta næst Vestra á morgun en hann fer fram í Akraneshöllinni. ELKEM völlurinn er ekki klár í slaginn.

„Þetta verður hörkuleikur, það verður hörkubarátta eins og alltaf á milli þessara liða. Það leggst mjög vel í okkur," sagði Jón Þór en hvað finnst honum um að leikurinn fari fram í Akraneshöllinni?

„Vallarmálin á Akranesi eru bara mjög vandræðaleg og leiðinleg, leiðindarmál. Völlurinn er því miður handónýtur. Fyrst hann er ekki tilbúinn núna - við höfum unnið mikið í honum - eftir þennan vetur sem var mjög hagstæður, þá verður hann aldrei tilbúinn á þessum árstíma. Auðvitað er það fúlt að geta ekki spilað þar."

„Það jákvæða við þetta er að þetta verður eini leikurinn sem verður spilaður þarna. Það hittir þannig á að það er á móti Vestra sem hefur sennilega ekki spilað færri leiki en við í Akraneshöllinni í vetur. Það er verið að búa til skemmtilega umgjörð, margir sem eru að vinna í þessu."

Hvað þarf að breytast á Akranesi?

„Við þurfum bara nýjan völl. Við þurfum nýtt undirlag. Við erum að spila á 70 ára gömlum velli. Það hefur aldrei verið skipt um eitt eða neitt í honum. Hann er handónýtur. Við höfum undanfarin ár verið að gera allt sem við mögulega getum... því miður er ástandið hræðilegt og ekki síst fyrir okkur þar sem við spilum flesta leiki á þessum velli."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner