Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   þri 22. apríl 2025 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Akranesvelli.
Frá Akranesvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við höfum spilað marga leiki við Aftureldingu á undanförnum árum. Það hafa yfirleitt verið hörkuskemmtilegir leikir þar sem okkur hefur gengið vel," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

ÍA mætir Aftureldingu á heimavelli í næstu umferð eftir að hafa lagt Gróttu að velli á dögunum.

„Þetta eru lið sem þekkja hvort annað mjög vel. Verður vafalaust hörkuleikur og skemmtilegur leikur," segir Jón Þór.

Þurfum bara nýjan völl
ÍA hefur farið ágætlega af stað í Bestu deildinni, eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Þeir mæta næst Vestra á morgun en hann fer fram í Akraneshöllinni. ELKEM völlurinn er ekki klár í slaginn.

„Þetta verður hörkuleikur, það verður hörkubarátta eins og alltaf á milli þessara liða. Það leggst mjög vel í okkur," sagði Jón Þór en hvað finnst honum um að leikurinn fari fram í Akraneshöllinni?

„Vallarmálin á Akranesi eru bara mjög vandræðaleg og leiðinleg, leiðindarmál. Völlurinn er því miður handónýtur. Fyrst hann er ekki tilbúinn núna - við höfum unnið mikið í honum - eftir þennan vetur sem var mjög hagstæður, þá verður hann aldrei tilbúinn á þessum árstíma. Auðvitað er það fúlt að geta ekki spilað þar."

„Það jákvæða við þetta er að þetta verður eini leikurinn sem verður spilaður þarna. Það hittir þannig á að það er á móti Vestra sem hefur sennilega ekki spilað færri leiki en við í Akraneshöllinni í vetur. Það er verið að búa til skemmtilega umgjörð, margir sem eru að vinna í þessu."

Hvað þarf að breytast á Akranesi?

„Við þurfum bara nýjan völl. Við þurfum nýtt undirlag. Við erum að spila á 70 ára gömlum velli. Það hefur aldrei verið skipt um eitt eða neitt í honum. Hann er handónýtur. Við höfum undanfarin ár verið að gera allt sem við mögulega getum... því miður er ástandið hræðilegt og ekki síst fyrir okkur þar sem við spilum flesta leiki á þessum velli."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir