Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   þri 22. apríl 2025 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Akranesvelli.
Frá Akranesvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við höfum spilað marga leiki við Aftureldingu á undanförnum árum. Það hafa yfirleitt verið hörkuskemmtilegir leikir þar sem okkur hefur gengið vel," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

ÍA mætir Aftureldingu á heimavelli í næstu umferð eftir að hafa lagt Gróttu að velli á dögunum.

„Þetta eru lið sem þekkja hvort annað mjög vel. Verður vafalaust hörkuleikur og skemmtilegur leikur," segir Jón Þór.

Þurfum bara nýjan völl
ÍA hefur farið ágætlega af stað í Bestu deildinni, eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Þeir mæta næst Vestra á morgun en hann fer fram í Akraneshöllinni. ELKEM völlurinn er ekki klár í slaginn.

„Þetta verður hörkuleikur, það verður hörkubarátta eins og alltaf á milli þessara liða. Það leggst mjög vel í okkur," sagði Jón Þór en hvað finnst honum um að leikurinn fari fram í Akraneshöllinni?

„Vallarmálin á Akranesi eru bara mjög vandræðaleg og leiðinleg, leiðindarmál. Völlurinn er því miður handónýtur. Fyrst hann er ekki tilbúinn núna - við höfum unnið mikið í honum - eftir þennan vetur sem var mjög hagstæður, þá verður hann aldrei tilbúinn á þessum árstíma. Auðvitað er það fúlt að geta ekki spilað þar."

„Það jákvæða við þetta er að þetta verður eini leikurinn sem verður spilaður þarna. Það hittir þannig á að það er á móti Vestra sem hefur sennilega ekki spilað færri leiki en við í Akraneshöllinni í vetur. Það er verið að búa til skemmtilega umgjörð, margir sem eru að vinna í þessu."

Hvað þarf að breytast á Akranesi?

„Við þurfum bara nýjan völl. Við þurfum nýtt undirlag. Við erum að spila á 70 ára gömlum velli. Það hefur aldrei verið skipt um eitt eða neitt í honum. Hann er handónýtur. Við höfum undanfarin ár verið að gera allt sem við mögulega getum... því miður er ástandið hræðilegt og ekki síst fyrir okkur þar sem við spilum flesta leiki á þessum velli."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner